ÍBÚINN
Reikningar Nótubækur Eyðublöð
frétta- og auglýsingablað
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
13. tbl. 8. árgangur
s: 437 2360
Ný vatnsveita í Reykholtsdal Ný vatnsveita var vígð í Reykholtsdal í síðustu viku en skortur hefur verið á köldu vatni í Reykholtsdal. Vatnsból nýju veitunnar er í landi Steindórsstaða og er vatnið leitt þaðan í Reykholt og Kleppjárnsreyki. Vatnsbólið gefur 9 sekúndulítra í dag. Með minniháttar breytingum getur vatnsbólið gefið meira af sér ef vöxtur verður í byggð eða atvinnustarfsemi á svæðinu.
Kostnaður við gerð veitunnar var um 70 milljónir. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi veitunnar, en fyrirtækið tók yfir reksturinn árið 2006. Það er von Orkuveitunnar og Borgarbyggðar að nýja veitan muni tryggja íbúum í Reykholtsdal gnótt af góðu vatni öllum til hagsbóta, auk þess sem góð vatnsveita skapar ýmsa möguleika fyrir frekari uppbyggingu til framtíðar.
2. maí 2013
Ljósleiðari í Hvalfirði Hvalfjarðarsveit hyggst kanna áhuga aðila á fjarskiptamarkaði á lagningu og/eða rekstri ljósleiðaranets í Hvalfjarðarsveit. Gert er m.a. ráð fyrir tengingum inn á öll heimili auk tengimöguleika fyrir fyrirtæki, stofnanir og sumarhús. Verklok eru áætluð 1. júlí 2014.
Garðaþjónustan Sigur-garðar s/f auglýsir
Tökum að okkur klippingar á trjám og runnum, einnig trjáfellingar og grisjun. Klipping trjágróðurs er vandaverk, til að klippingin njóti sín sem best þarf að ígrunda vel vaxtaeðli plantna og blómgun þeirra.
Fjarlægi afklippur ef óskað er. Allar nánari upplýsingar í síma 892-7663 & 435-1435 eða á netfangið sindri@vesturland.is Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður Laufskálum
Viðburðadagatal fö 3/5-20:00 Félagsstarfið; félagsvist la 4/5 Reykholtskirkja; Tónleikar Söngsveitarinnar Fílharmoníu la 4/5-13:00 Veiðihúsið Laxá; Aðalfundur Veiðifélags Laxár la 4/5-20:00 Landnámssetur; Judy Garland - kabarett má 6/5 10-17 Kaupfélag Borgfirðinga; Wurth-dagurinn mi 8/5-21:00 Landnámssetur; Saga þjóðar - Hundur í óskilum fi 9/5-14:00 Borgarneskirkja; Messa fi 9/5-20:00 Borgarneskirkja; Framhaldsprófstónleikar Heimis Klemenzsonar á píanó frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar fö 10/5 13-17 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Innritun nýrra nemenda la 11/5-17:00 Landnámssetur; Saga þjóðar - Hundur í óskilum má 13/5 13-17 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Innritun nýrra nemenda Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-18 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Risið; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 11.00 RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Heiðarborg; Vatnsleikfimi opin öllum þri kl. 15 og lau kl. 10 Hverinn opið fö-su 12-18:30 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið opið eftir samkomul. Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Samgöngusafnið fi 20-22, lau 13-17 Snorrastofa sýningar alla daga Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður fö 15-18 laugard. og sunnud. 10-16
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson
Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ Nú er daginn aldeilis farið að lengja og styttist í sumarið hjá okkur. Þó hlýindin láti aðeins bíða eftir sér er samt gott að fá sér ís. Getur þú leitt fjölskylduna í gegn um völundarhúsið að ísnum?
Tónleikar - Innritun Nú eru vorverkin í Tónlistarskólanum í fullum gangi. Þessa dagana eru próf í skólanum og tónleikar á næsta leyti. Fyrstu tónleikarnir í vor verða Framhaldsprófstónleikar Heimis Klemenzsonar í Borgarneskirkju kl. 20:00 fimmtudaginn 9. maí nk (uppstigningardag). Síðan verða vortónleikar nemenda vikuna 13. - 17. maí (sjá viðburðadagatal). Föstudaginn 10. maí og mánudaginn 13. maí kl. 13-17
verður innritun nýrra nemenda. Þeir sem hyggjast sækja um nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir næsta vetur geta hringt í síma 437 2330 eða sent tölvupóst á netfangið tskb@simnet.is. Það sem þarf að koma fram í umsókninni er: nafn og kennitala umsækjanda, heimilisfang (lögheimili), netfang, símanúmer (heima+gsm), hljóðfæri sem óskað er eftir að læra á, nafn og kennitala foreldris (greiðanda) og annað sem umsækjendur vilja að komi fram.
MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR
Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 70% starf inn á starfsbraut skólaárið 2013 til 2014. Starfið felst í að aðstoða nemanda með fötlun við nám og athafnir daglegs lífs. Viðkomandi þarf að vera karlkyns og geta hafið störf 20. ágúst nk.
Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki. Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 433 7701. Umsóknarfrestur er til 31. maí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes eða á netfangið kolfinna@menntaborg.is
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
Atvinna Við í Nettó Borgarnesi óskum eftir starfsfólki: · Fullt framtíðarstarf í ágúst Tekið við umsóknum á staðnum eða á samkaup.is
Opið: Virka dagaSamkaup kl 10-19 - Borgarnesi Laugardaga kl 10-18 - Sunnudaga kl 12-18 úrval, - Pöntunarsími : 430-5536
Léttu þér lífið Láttu okkur prenta ársskýrsluna Hágæðaprentun í vönduðum vélum Innbinding að óskum viðskiptavina
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is