Íbúinn 16. maí 2013

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

15. tbl. 8. árgangur

16. maí 2013

Fitjakirkja

Zonta-klúbbur Borgarfjarðar hélt vorfund sinn að þessu sinni á Fitjum í Skorradal og naut þar leiðsagnar og gestrisni Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum. Hér er Hulda að sýna altaristöflu sem Þórey Magnúsdóttir (Æja) gerði í tilefni af aldarafmæli Fitjakirkju árið 1997. Fitjakirkja er vel heimsóknarinnar virði en það voru Fitjabændur, Júlíus og Stefán Guðmundssynir sem byggðu kirkjuna 1896-97. Í henni voru upphaflega langbekkir en bekkjaskipan var breytt í hefðbundið form um 1950. Kirkjan var lagfærð árin 1989-94. Hún er klædd með upprunalegri klæðningu að innan sem Fitjabændur unnu með heimatilbúnum verkfærum. Predikunarstóll og altari er úr enn eldri kirkju. Stóllinn var hreinsaður og nú sést á honum upprunalega málningin.

Sveitamarkaður opnar í Borgarnesi Sveitamarkaðurinn Ljómalind verður opnaður á morgun, föstudaginn 17. maí kl. 11 að Sólbakka 2 í Borgarnesi. Þar mun kenna ýmissa grasa segir í tilkynningu frá aðstandendum. Seld verða matvæli beint frá býli, mjög fjölbreytt handverk, blóm og

ýmislegt fleira. Opið verður um helgar í maí, föstudaga frá kl. 12–19 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 11 – 16. Frá 1. júní nk. verður opið alla daga. Á opnunardaginn verður heitt á könnunni og allir velkomnir.

Kaffihúsakvöld í Logalandi Á morgun, föstudag verður svokallað kaffihúsakvöld í Logalandi. Húsið opnar kl 20:00 og dagskrá hefst hálftíma síðar. Ungir sem aldnir sjá um að skemmta gestum, meðal annarra hluti Uppsveitarinnar. Kaffi og hnallþórur til sölu, myndasýning með myndum frá starfi UMFR í gegnum tíðina.


Viðburðadagatal fö 17/5-11:00 Sólbakki 2 Borgarnesi; Sveitamarkaðurinn Ljómalind opnar fö 17/5-20:30 Logaland; Kaffihúsakvöld la 18/5-15:00 Hesthúsahverfið Bgn; Kvennareiðin la 18/5-22:00 Edduveröld; Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni su 19/5-11:00 Borgarneskirkja; Hátíðarguðsþjónusta su 19/5-14:00 Borgarkirkja; Hátíðarguðsþjónusta su 19/5-16:00 Borgarneskirkja; Tónleikar Kórs Fella- og Hólakirkju fö 24/5-20:00 Landnámssetur; Judy Garland Kabarett la 25/5-16:00 Landnámssetur; Judy Garland - kabarett fi 30/5-21:00 Landnámssetur; Ljúft og létt - Theodóra og fjölskylda syngja Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Hamarsvöllur; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; Vatnsleikfimi opin öllum þri kl. 15 og lau kl. 10 Hverinn opið fö-su 12-18:30 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið opið eftir samkomul. Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Samgöngusafnið fi 20-22, lau 13-17 Snorrastofa sýningar alla daga Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður fö 15-18 laugard. og sunnud. 10-16 Samantekt: Borgarbyggð og Íbúinn

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson

Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ Kunnum við stafrófið nógu vel til að geta teiknað milli punktanna?

Göngudagskrá UMSB 2013 Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur gefið út göngudagskrá sumarsins, en UMSB hefur staðið fyrir skipulögðum gönguferðum allmörg undanfarin sumur. Gengið verður að jafnaði á miðvikudögum og farið af stað frá upphafsstað göngu kl 18:30, nema um annað sé getið í dagskrá. Fyrsta ganga ársins var á dagskrá í gær, miðvikudag. Áfangastaðurinn var Snókur sem er fjall ársins (560 m). Gengið frá Neðra-Skarði í Hvalfjarðarsveit. 5. júní er áfangastaðurinn Hólmavatn í landi Stóru-Skóga. Gengið verður frá bílastæði við Grafarkot í Stafholtstungum sem er skógræktargirðing við þjóðveg nr 1. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00. 19. júní verður gengið á Hraunsnefsöxl (394 m). Gengið er frá bæjarhlaðinu á Hraunsnefi. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00. 3. júlí verður Skógarganga í Reykholti í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00. 17. júlí verður gengið á Tungu (437 m) fyrir ofan Kalmannstungu, gengið frá

vegamótum þar sem beygt er upp á Arnarvatnsheiði og Surtshelli. Af Tungunni er fallegt útsýni yfir Norðlingafljót, Fljótstungurétt og Húsafell. Sameinast er í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 17:30. 7. ágúst er áfangastaðurinn Grettisbæli (426 m) en það er móbergsstapi suðaustan í Fagraskógarfjalli. Ekið eftir slóða vestan við Hítará (beygt af þjóðvegi til móts við Brúarfoss). Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00. 21. ágúst Fossaganga með Grímsá, gengið frá Oddsstöðum með ánni upp að Lambá. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00. 4. september Skógarganga í Grímsstaðagirðingu í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00. 18. september er áfangastaðurinn Akrafjara-Útnes. Gengið frá Ökrum. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 18:00. 21. september laugardagur. Gestabók sótt á Snók. Sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 13:00 Gengið af stað frá Neðra-Skarði kl 13:30.


Léttu þér lífið Láttu okkur prenta ársskýrsluna Hágæðaprentun í vönduðum vélum Innbinding að óskum viðskiptavina

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Til foreldra barna 7 – 10 ára og 11 – 13 ára Fyrirhugað er sumarstarf fyrir börn 7-10 ára og 11- 13 ára, með svipuðu sniði og í fyrra. Starlð hefst þann 10. júní og verður í 4 vikur. Starfsemin fer fram í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi og er frá kl. 9:00 að morgni til kl. 16:00. Fyrsta daginn 10. júní hefst starlð kl. 13:00. Verð er kr. 2.500 á viku fyrir yngri hóp og kr. 1.000 á viku fyrir eldri hóp.

Sjá nánar auglýsingu á heimasíðu Borgarbyggðar. Skráningarfrestur er til 21. maí n.k. Skráningarblaðið má nálgast í gegnum auglýsinguna eða í ráðhúsinu. Nánari upplýsingar veitir Hjördís Hjartardóttir, s: 4337100, netfang: hjordis@borgarbyggd.is. Fjölskyldusvið Borgarbyggðar

Við viljum ráða starfsmann á útisvæði Stöðvarinnar í Borgarnesi Við leggjum áherslu á að í starf hjá okkur veljist glaðlegir, dugmiklir og þjónustulundaðir einstaklingar sem eru reiðubúnir að leggja sig fram um að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina okkar

Umsóknir berist á netfangið: jb@skeljungur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.