Íbúinn 19. september 2013

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

27. tbl. 8. árgangur

19. september 2013

Það liggja mörg handtökin að baki hjá félögum í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar í gamla gærukjallaranum í Brákarey þar sem nú er myndarlegt samgöngusafn sem aðallega sýnir gamla og glæsilega bíla sem margir tengjast héraðinu með einum eða öðrum hætti. Safnið er opið alla laugardaga í vetur kl. 13-17. Á myndinni eru þeir Kristján Andrésson formaður húsnefndar, Örn Símonarson viðhaldsstjóri, Sigurður Þorsteinsson safnstjóri og Ólafur Helgason formaður Fornbílafjelagsins framan við „Móra“ sem er Ford árgerð 1931 og Kaupfélag Borgfirðinga keypti nýjan á sínum tíma. Á þriðjudagskvöldum kl. 1922 hittast menn til skrafs og ráðagerða, kaffi er á könnunni og glatt á hjalla. Myndin er einmitt tekin við slíkt tækifæri. Mynd: Olgeir Helgi

Vetrardagskrá Landnámsseturs Vetrardagskrá Landnámssetursins í Borgarnesi hefst föstudaginn 27. september með frumsýningu á „Ómar æskunnar.“ Þar mun Ómar Ragnarsson segja ævisögu sína, tala í alvöru og spaugi, tengja atburði og fólk frá æskuárum við atburði og fólk síðari tíma. Í október stígur Einar Kárason rithöfundur á stokk með Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmans. Einar er

sögumaður af guðs náð og hefur áður sýnt það og sannað í skemmtilegum og fræðandi frásögnum á Söguloftinu bæði af samtímamönnum og fornum köppum. Þann 16. nóvember koma svo félagarnir Maggi Eiríks og KK og fara í gegnum sitt fimmtán ára brall eins og þeim einum er lagið. Í desember verða systkinin KK og Ellen með hugljúfa

jólatónleika. Baróninn á Hvítárvöllum mætir svo á fjalirnar 10. janúar. Þar mun Þórarinn Eldjárn rekja dularfulla ævi þessarar sérkennilegu söguhetju sinnar sem skildi eftir sig mörg spor í Borgarfirðinum. Þann 6. febrúar mun spunahópurinn Voces Spontane og klarinettutvennan Stump – Linshalm bjóða uppá sameiginlega spunatónleika.


ViĂ°burĂ°adagatal

BARNAHORNIĂ?

fi 19/9-17:30 SafnahĂşs Borgarfj; OpnuĂ° minningarsĂ˝ning um Hallstein Sveinsson fĂś 20/9 Klettaborg; foreldrafundur fĂś 20/9-19:15 FyrirtĂŚkjabikarinn KFĂ?SkallagrĂ­mur la 21/9 ReynisrĂŠtt undir Akrafjalli su 22/9 RauĂ°sgilsrĂŠtt Ă­ HĂĄlsasveit la 21/9-13:30 UMSB ganga; GestabĂłk sĂłtt ĂĄ SnĂłk. su 22/9-10:00 Hvanneyri; SverrismĂłtiĂ° Ă­ knattspyrnu su 22/9-19:15 „FjĂłsiĂ°â€œ FyrirtĂŚkjabikarinn; SkallagrĂ­mur-Stjarnan fi 26/9-17:45 Ă“Ă°al; Foreldrafundur v. heilsueflingar og tannheilsu AnnaĂ° Ă­ gangi: BĂśrn Ă­ 100 ĂĄr Ă­ SafnahĂşsi 13-17 alla daga Cafe Vinyl opiĂ° Ăžri-fĂś 10-21, mĂĄ 10-18 EdduverĂśld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar HamarsvĂśllur; pĂştt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 14.00 HeiĂ°arborg; Vatnsleikfimi opin Ăśllum Ăžri kl. 15 og lau kl. 10 Ă?ĂžrĂłttamiĂ°st.Bgn. FrjĂĄlsĂ­ĂžrĂłttaĂŚfingar Ăžri & fi kl. 17.00-18.30 Ă?ĂžrĂłttamiĂ°st.Bgn. Boccia lau 11-12 LandbĂşnaĂ°arsafniĂ° o. eftir samkomulagi LandnĂĄmssetur opiĂ° daglega 10-21 LaxĂĄrbakki opiĂ° alla daga 10-22 NytjamarkaĂ°ur BrĂĄkarey laugd. 12-16 PĂĄll ĂĄ HĂşsafelli opiĂ° eftir samkomulagi RKĂ? fatabúð Bgn o. fĂś 12-18 & lau 12-15 SafnahĂşs BorgarfjarĂ°ar alla daga 13-17 SamgĂśngusafniĂ° Ăžri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sĂ˝ningar alla daga UllarseliĂ° opiĂ° fi-fĂś-lau kl. 13-17 VeiĂ°isafniĂ° Ferjukoti eftir samkomulagi ÞórisstaĂ°ir hĂşsdĂ˝ragarĂ°ur opiĂ° 10-17

HĂŠr er lĂ­til Ăžraut Ă­ tilefni leita og rĂŠtta

HĂśnnum og prentum allskonar boĂ°skort

FjĂślritunar- og ĂştgĂĄfuĂžjĂłnustan KveldĂşlfsgĂśtu 23 - Borgarnesi - s 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is

+DOOVWHLQQ 6YHLQVVRQ 6Ă­QLQJ t 6DIQDK~VL

Birting viĂ°burĂ°a er ĂĄn endurgjalds og tĂ­masetningar ekki sannreyndar

�BÚINN frÊtta- og auglýsingablað

2SQXQ YHUĂŤXU ILPPWXGDJLQQ VHSW NO PHĂŤ VWXWWUL GDJVNUi i QHĂŤUL KÂ ĂŤ 6DIQDK~VV VXĂŤXUG\U

6DIQDK~V %RUJDUIMDUĂŤDU

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Ăštgefandi: FjĂślritunar- og ĂştgĂĄfuĂžjĂłnustan Ritstj. og ĂĄb.: Olgeir Helgi Ragnarsson

Auglýsingasími: 437 2360

%MDUQDUEUDXW %RUJDUQHVL ZZZ VDIQDKXV LV

9HUNHIQLÍ HU VW\UNW DI %RUJDUE\JJÍ RJ XQQLÍ t VDPVWDUIL YLÍ IM|OVN\OGX +DOOVWHLQV RJ /LVWDVDIQ 5H\NMDYtNXU ÉVPXQGDUVDIQ

$OOLU YHONRPQLU


Liðsstyrkur til Skallagríms Körfuknattleiksdeild Skallagríms er að bætast liðsstyrkur þessa dagana. Hinn stóri og stæðilegi miðherji Grétar Ingi Erlendsson gekk í raðir liðsins frá

Heilsuefling og tannheilsa Leikskólinn Klettaborg stendur fyrir foreldrafundi vegna heilsueflingar og tannheilsu í Óðali fimmtudaginn 26. september nk kl. 17.45. Foreldrar eru hvattir til að mæta og kynna sér þetta skemmtilega verkefni sem leikskólinn er að vinna að. Aðilar frá Embætti landlæknis munu sjá um kynningua en verkefnið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis.

Þór í Þorlákshöfn fyrir skömmu. Grétar Ingi hefur leikið með Þórsurum í áraraðir en hann er tveir metrar á hæð og fæddur árið 1983. Á síðustu leiktíð skoraði Grétar 9,5 stig að meðaltali í leik og tók 5,6 fráköst. Grétar gerði eins árs samning við Skallagrím, en í samningnum er möguleiki á framlengingu. Þá er síðar í mánuðinum von á Bandaríkjamanninum Mychal Greene en samningur hans við liðið er einnig til eins árs. Mychal er fæddur árið 1983, en hann er 193 cm á hæð og leikur stöðu bakvarðar. Síðasta leiktímabil lék hann með liði Soluvre í lúxemborgsku úrvalsdeildinni og var með bestu mönnum liðsins - skoraði 26,3 stig, tók 8,4 fráköst og gaf 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í háskóla í Bandaríkjunum lék hann í

N C A A deildinni en hann útskrifaðist árið 2006. Áður en hann gekk Mychal Greene til liðs við Soluvre lék hann með liðum í Þýskalandi, Bretlandi og NýjaSjálandi við góðan orðstír.

Bjarki Þorsteinsson og Grétar Ingi Erlendsson handsala samninginn. Mynd: Finnur Jónsson

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Sýning um Hallstein Í dag er opnuð ný sýning í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi þar sem sögð er saga Hallsteins Sveinssonar (1903-1995) frá Eskiholti í Borgarhreppi. Hallsteinn var mörgum kunnur, ekki síst í listheiminum. Lífsskoðanir hans voru á margan hátt áhugaverðar og líf hans samtvinnað merkum kafla í listasögu landsins. Í sýningunni er lögð áhersla á hugsjónir hans og persónuleika sem laðaði að sér marga af þekktustu myndlistarmönnum Íslands. Meðal þess sem sjá má er hvernig þeir myndgerðu þennan hollvin sinn í teikningum, málverkum og höggmyndum. Á sýningunni eru m.a. verk eftir Ragnar Kjartansson, Kjarval, Hafstein Austmann,

Pál Guðmundsson frá Húsafelli, Þorvald Skúlason, Kristján Davíðsson, Jóhann Briem, Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Sérstök áhersla er á verk Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, bróður Hallsteins, en veigamikill þáttur í hugsjón hans var að miðla verkum Ásmundar í Borgarfjörðinn og átti hann

m.a. stóran þátt í að verkið Sonatorrek var sett upp við Borg á Mýrum árið 1985. Hallsteinn var fæddur í vestur Dölum en flutti ásamt foreldrum sínum í Eskiholt árið 1925. Hann stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal árið 1930, en var búsettur í Reykjavík frá 5. áratugnum. Þar starfaði hann sem smiður og handverksmaður, en var alla tíð mikill listunnandi, umgekkst listamenn mikið og rammaði inn mikið af verkum þeirra. Hann átti þegar fram liðu stundur mikið og merkilegt safn listaverka. Hallsteinn flutti í Borgarnes árið 1971 og gaf þá listasafn sitt þangað ásamt peningagjöfum. Hann bjó síðustu æviár sín á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.

Körfuknattleikur - Bikarkeppni Sunnudaginn 22. sept. kl. 19.15

Skallagrímur - Stjarnan Fjölmennum í Fjósið” og “ styðjum okkar lið!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.