Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
30. tbl. 8. árgangur
10. október 2013
Kórar héraðsins eru að hefja vetrarstarfið um þessar mundir. Á myndinni er Jónína Erna Arnardóttir að stjórna fyrstu æfingu Samkórs Mýramanna í haust. Mikið stendur til hjá söngfólki héraðsins því í lok nóvember stendur til að halda tónleika þar sem þátt taka kórar í héraðinu ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum. Tilefnið er stórafmæli tónskáldanna Verdis og Wagners og eru tónleikarnir að frumkvæði Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Samkór Mýramanna æfir í Lyngbrekku á þriðjudagskvöldum kl. 20:30, Kvennakórinn Freyjurnar æfir í Félagsbæ í Borgarnesi á miðvikudagskvöldum kl. 18:00 og Karlakórinn Söngbræður æfir á Bifröst á fimmtudagskvöldum. Kórarnir taka vel á móti nýju söngfólki. Mynd: Olgeir Helgi
Fermingarfræðsla utan skólatíma Fræðslu og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar ályktaði á síðasta fundi sínum að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli leitast við að skipuleggja fermingarfræðslu og -ferðir með þeim hætti að þær fari fram utan skólatíma leikog grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og leiði ekki til mismununar nemenda utan tiltekinna trúar- og lífsskoðunarfélaga.
Þetta á við allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi, skemmtidagskrár eða aðrar kynningar tengdar starfi þeirra, sem og dreifingu á boðandi efni. Vísað er til þeirrar almennu reglu skólans að ef viðburðir eða ferðir geti ekki átt sér stað utan skólatíma þá skuli foreldrar sækja um leyfi fyrir börn sín til skólans.
Slökkviliðið 90 ára Slökkvilið Borgarbyggðar á stórafmæli um þessar mundir. Mánudaginn 14. október n.k. eru liðin 90 ár frá því að haldin var 78. fundur hreppsnefndar Borgarneshrepps á skrifstofu Sparisjóðs Mýrasýslu. Fyrir fundinum lágu þrjú mál og var eitt þeirra að koma á fót slökkviliði hreppsins. Var Bjarni Guðmundsson járnsmiður kosinn slökkviliðsstjóri og Magnús Jónasson bifreiðarstjóri hans
varamaður. Undir fundargerð rituðu: Stefán Björnsson oddviti, Jón Björnsson, Sveinn Níelsson, Þorkell Guðmundsson og Magnús Jónsson. Af þessu tilefni mun slökkvilið Borgarbyggðar verða með opið hús næsta laugardag, 12. október n.k. í Slökkvistöðinni í Borgarnesi kl 14:00–18:00 en í Slökkvistöðvunum á Hvanneyri og í Reykholti kl. 14:00–17:00.
Viðburðadagatal fö 11/10-20:00 Borgarbraut 65a; Félagsvist la 12/10-14:00 Slökkvilið Borgarbyggðar; Opið hús í tilefni 90 ára afmælis la 12/10-20:00 Landnámssetur; Ómar æskunnar su 13/10-16:00 Landnámssetur; Ómar æskunnar þr 15/10-20:00 Edduveröld; Hlaupahópurinn Flandri, kynningarfundur þr 15/10-20:00 Logaland; Tónleikar: Björn Thoroddsen gítarleikari mi 16/10-20:30 Kollubar Hvanneyri; Fundur um ferðaþjónustu á Hvanneyri fi 17/10-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Snæfell 18-20. okt Snorrastofa; Ráðstefnan Miðaldamannvirki Reykholts su 20/10 Edduveröld; Vinjettusíðdegi mi 23/10-20:00 Edduveröld; Rússakvöld la 26/10-20:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmans, frumsýning Einars Kárasonar la 26/10-11:00 Íþróttamiðstöð Bgn; Einmenningur í Boccia la 26/10-14:00 Grímsstaðagirðing; Afmælishóf Skógræktarfélags Borgarfj. Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Hamarsvöllur; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; Vatnsleikfimi opin öllum þri kl. 15 og lau kl. 10 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga Ullarselið opið fi-fö-lau kl. 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
BARNAHORNIÐ Geturðu aðstoðað álfinn við að komast heim?
Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta
sími: 437 2360
Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt breytt fyrirkomulag varðandi styrkveitingar. Núna er öllum styrkbeiðnum vísað til Styrktarsjóðsins. Umsóknarfrestur er til og með 17. október nk. og reglur sjóðsins er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Styrkumsóknir skulu berast sveitarsjóði og undirritaðar af umsækjanda og/eða
aðila sem heimild hefur að undirrita umsókn fyrir hönd umsækjanda ef um félag eða hópa er að ræða. Mikilvægt er að greinargóðar upplýsingar komi fram í umsókn. Heimilt er að vísa frá umsóknum ef fullnægjandi upplýsingar koma ekki fram. Félög og/eða hópar sendi inn ársreikning síðasta liðins árs og fjárhagsáætlun þess árs sem um ræðir.
Stimplar Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
Leikhúsferð Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni
Miðvikud. 6. nóvember verður farið í Borgarleikhúsið að sjá “Jeppa á fjalli”. Sýningin hefst kl. 20:00. Miðaverð kr. 3.000 Tekið á móti miðapöntunum hjá Björk 437-1228, Jenný 437-1305 eða Ragnheiði 437-1414 fyrir 25. október nk. Einnig er þátttökulisti í Félagsstarfinu, þar sem miðar verða svo afhentir föstudaginn 1. nóv. milli kl. 14 og 15:30. Farið verður frá “Blokkinni” kl. 18:30
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360 Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð
Bestu Ăłskir um PersĂłnuleg kort fyrir Ăśll tĂŚkifĂŚri 2013
GleĂ°ileg jĂłl
Getum viĂ° aĂ°stoĂ°aĂ° Ăžig?
FjĂślritunar- og ĂştgĂĄfuĂžjĂłnustan sĂmi: 437 2360
og farsÌlt nýtt år!
SĂślumaĂ°ur Ă verslun Ă Borgarnesi Omnis auglĂ˝sir laust til umsĂłknar starf sĂślumanns Ă verslun Ă Borgarnesi. ViĂ°komandi Ăžarf aĂ° hafa til aĂ° bera: s RĂka ĂžjĂłnustulund s Ăžekkingu ĂĄ tĂślvu- og tĂŚknibĂşnaĂ°i s SjĂĄlfstĂŚĂ°i og frumkvĂŚĂ°i s Reynsla af sĂślustĂśrfum er mikill kostur
NĂĄnari upplĂ˝singar veitir Ă“mar Ă–rn Ragnarsson, Ă sĂma 6178310 eĂ°a omar@omnis.is.
Skessuhorn 2013
UmsĂłknir ĂĄsamt ferilskrĂĄ og kynningarbrĂŠfi sendist Ă tĂślvupĂłsti ĂĄ atvinna@omnis.is. UmsĂłknarfrestur er til og meĂ° 18. oktĂłber 2013.