Íbúinn 31. okt. 2013

Page 1

Vegna endurbóta í eldhúsi verður veitingahúsið að mestu lokað dagana 4. – 15.nóvember n.k. Kaffihús opið 10:00-21:00

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

33. tbl. 8. árgangur

Leiðtogaverkefni hjá unga fólkinu Nokkrir skólar í Borgarfirði munu innleiða leiðtogaverkefnið „The Leader in Me“ (Leiðtoginn í mér) samkvæmt samningi milli Borgarbyggðar og Frankley Covey. Þetta eru leikskólarnir Andabær, Hnoðraból, Klettaborg og Ugluklettur ásamt Grunnskóla Borgarfjarðar. Markmiðið er að undirbúa næstu kynslóð undir það að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. The Leader in Me snýst þó ekki um að búa til litla leiðtoga úr öllum börnum, heldur að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra. Hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða sá besti sem hann sjálfur getur orðið. Í grunninn byggir The Leader in Me upp skilning og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni nemenda og starfsfólks. The Leader in Me hefur verið innleitt í yfir 2000 skóla víða um heim, mest í Bandaríkjunum og Norður-Evrópu. Niðurstöður úr reglubundnum könnunum sýna meðal annars að sjálfsmynd nemenda batnar, teymisvinna, frumkvæði, sköpun og

leiðtogahæfni eykst, samskipti og námsárangur verða betri og betur gengur að leysa úr vandamálum sem upp koma. Skólabragurinn batnar og agamálum fækkar verulega. Kennarar finna fyrir meira stolti og ánægju í vinnunni og foreldrar eru ánægðari og taka meiri þátt í skólastarfinu. The Leader in Me er hugmyndafræði fyrir skóla sem byggir á bók Steven R. Covey Seven Habits of Highly Effective People og gengur út á það að byggja upp sterka einstaklinga með góða leiðtogafærni til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Verkefnið byggir á rannsóknum um hvernig megi umbreyta menningu skólasamfélags svo að til komi efling á félagslegri færni nemenda, aukin tilfinningagreind og aukin færni í mannlegum samskiptum ásamt því að bæta námsárangur og virkja viljann til að taka þátt í leik og starfi. Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að nálgast á vefsíðunni http://www. theleaderinme.org/

31. október 2013

Ljósleiðari lagður í Hvalfjarðarsveit Framkvæmdir við lagningu ljósleiðarakerfis eru komnar í fullan gang í Hvalfjarðarsveit. Verktakafyrirtækið Þjótandi ehf bauð lægst í framkvæmdina og annast verkið sem er hafið. Fyrirhugað er að vinna verkið í vetur og áætlað er að lagningu verði lokið eigi síðar en 15. júní næsta sumar. Nánar er fjallað um ljósleiðaravæðinguna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjordur.is.

Þriðji bekkur á þjóðahátið Þjóðahátíð var haldin í Hjálmakletti á sunnudaginn. Nemendur í þriðja bekk Grunnskólans í Borgarnesi voru meðal þeirra sem þar komu fram. Krakkarnir sungu tvö lög, „Zimska pesma“ sem er serbneskt lag um veturinn og „Meistari Jakob“ á sex tungumálum; íslensku, serbnesku, spænsku, tagalog, dönsku og ensku. Nemendur bekkjarins eiga einhver tengsl við lönd þar sem þessi tungumál eru töluð, annað hvort vegna uppruna eða búsetu.


Viðburðadagatal fi 31/10-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-KFÍ fö 1/11-20:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns fö 1/11-20:00 Borgarbr. 65a; Félagsvist la 2/11-16:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns la 2/11-20:00 Landnámssetur; Ómar æskunnar su 3/11-11:00 Borgarneskirkja; Allra heilagra messa, látinna minnst mi 6/11-20:00 Edduveröld; Rússakvöld fi 7/11-10:00 Reykholt; Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi fö 8/11 Dagur gegn einelti fö 8/11-20:00 Landnámssetur; Ómar æskunnar la 9/11-20:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns su 10/11-20:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns mi 13/11-20:00 Safnahús Borgarfjarðar; Sagnakvöld, Andakíllinn í öndvegi fi 14/11-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Keflavík fö 15/11 Edduveröld; forréttahlaðborð fö 15/11-20:00 Landnámssetur; Íslenskar Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Hamarsvöllur; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; Vatnsleikfimi opin öllum þri kl. 15 og lau kl. 10 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga Ullarselið opið fi-fö-lau kl. 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ Ertu nokkuð að missa af skólabílnum?

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta

sími: 437 2360

Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783

ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR


Stimplar Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

Léttu þér lífið Láttu okkur prenta skýrslurnar Hágæðaprentun í vönduðum vélum Innbinding að óskum viðskiptavina

frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360 Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð


LAND ROVER BALL Þ á e r ko m i ð a ð þ ví se m vi ð h ö fu m ö ll b e ð ið eeftir... f t i r. . . L and a n d Roverball Rove r b a l l í B Brautar r a u t a r ttungu! ungu! B a l l i ð mu n f a r a f r a m fö s tu d ag in n 1 . n óve m b e r í Fé l a g she sh e i mi l i nnuu B r au tar tu ng u e i n s og u nd a nf a rin ár o g m un hú si ð op n a kl 2 3 : 0 0 . . . Miðinn M i ð i n n kostar kost a r litlar l i t l a r 2500 2 5 0 0 kr oogg eerr óómæld m æ ld á n æ gja og ske mmt u n innifalin. Fyrir dansi leikur svo hljómsveitin S e g u l b a nd i ð se m l of a r ö llum h e ls tu d a n ssl ög ur u m okk a r tím a.

Bestu óskir um Persónuleg kort fyrir öll tækifæri 2013

Gleðileg jól

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

og farsælt nýtt ár! Boðskort - Afmæliskort - Tækifæriskort - Dagatöl Persónuleg með þínum ljósmyndum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.