Vegna endurbóta í eldhúsi verður veitingahúsið að mestu lokað dagana 4. – 15.nóvember n.k. Kaffihús opið 10:00-21:00
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
34. tbl. 8. árgangur
7. nóvember 2013
Gítarveisla í Reykholti Næstu tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða í Reykholtskirkju þriðjudagskvöldið 12. nóvember nk. kl. 20.30. Arnaldur Arnarson gítarleikari minnist á tónleikunum hundruðustu ártíðar tveggja af höfuðtónskáldum síðustu aldar, Benjamin Britten og Witold Lutosławski. Á efnisskránni eru verk eftir Spánverjann Fernando Sor og Nocturnal op. 70 eftir Britten sem er án efa eitt helsta gítarverk 20. aldar. Að auki mun Arnaldur leika eigin umritun fyrir gítar af tólf pólskum þjóðlögum. Arnaldur hefur haldið tónleika víða í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Hann er aðstoðarskólastjóri og kennari við Luthier tónlistar- og dansskólann í Barcelona.
Arnaldur Arnarsson gítarleikari.
Jóhanna Erla Jónsdóttir með hádegisverðinn sem boðið var upp á síðasta þriðjudag, Beikonvafið hakkbuff með kartöflumús og salati. Mynd: Olgeir Helgi
Góður matur í Englendingavík Þær stöllur Jóhanna Erla Jónsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir hafa rekið Edduveröld í Englendingavík frá því í sumar. Í samtali við Íbúann sagði Erla að sumarið hefði verið mjög gott en þær hefðu ekki náð markmiðum sínum í vetur ennþá. Í Edduveröld starfa fimm starfsmenn í mismiklum stöðugildum. Það má með sanni segja að enginn sé svikinn af matnum í Englendingavík. Heitur matur er í boði í hádeginu virka daga á kr. 1.690 og inni í því er
heimilismatur ásamt súpu og kaffi. Nokkuð er um að fyrirtæki séu í fastri áskrift. Þá hefur verið fastur matseðill í boði frá opnun. En á morgun, föstudag, breytist hann og nýr matseðill tekur við. Á morgun verður jafnframt opið hús í Englendingavík frá kl. 19.00-21.00, bæði í Edduveröld og galleríunum sem eru í víkinni; Gallerý Gló, Gallerý Júlí og Gallerý Sólu. Þar verður hægt að kaupa jólagjafir á afslætti, hitta spákonu, hlusta á létta tóna og fl. Allir þjónustuaðilarnir bjóða upp á 10% afslátt um kvöldið.
Viðburðadagatal fi 7/11-10:00 Reykholt; Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi fö 8/11 Dagur gegn einelti fö 8/11-19:00 Englendingavík; Opinn dagur hjá galleríum og Edduveröld fö 8/11-20:00 Landnámssetur; Ómar æskunnar la 9/11-20:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns su 10/11-20:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns þr 12/11-20:30 Reykholtskirkja; Tónlistarfélagstónleikar, Arnaldur Arnarsson gítar mi 13/11-20:00 Safnahús Borgarfjarðar; Sagnakvöld, Andakíllinn í öndvegi fi 14/11-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Keflavík fö 15/11 Edduveröld; forréttahlaðborð fö 15/11-20:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns fö 15/11-22:00 Landnámssetur; KK og Maggi Eiríks, tónleikar la 16/11 Edduveröld; forréttahlaðborð la 16/11-17:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns mi 20/11-20:00 Edduveröld; Rússakvöld la 23/11-20:00 Logaland; Gleðifundur Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Hamarsvöllur; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; Vatnsleikfimi opin öllum þri kl. 15 og lau kl. 10 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga Ullarselið opið fi-fö-lau kl. 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
Laust er til umsóknar starf matráðs í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Á heimilinu búa 50 heimilismenn auk einstaklinga sem dvelja í dagdvöl. Á heimilinu starfa um 75 starfsmenn í um 45 stöðugildum. Einnig er eldaður matur sem er sendur út til eldri borgara og öryrkja. Helstu verkefni og ábyrgð Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvinnu við forstöðumann þjónusutusviðs heimilisins og framkvæmdastjóra. Hæfniskröfur •
Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu í stóreldhúsi.
•
Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði, sér í lagi varðandi matreiðslu fyrir aldraða, þ.m.t. meðhöndlun á sérfæði.
•
Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði.
•
Skipulagshæfni, hagsýni, sjálfstæði og hæfni til verkstjórnar.
•
Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji.
•
Lipurð og færni í samskiptum.
•
Reynsla og þekking á rekstri mötuneyta.
Nánari upplýsingar um starfið •
Starfshlutfall er 90%, inn í því fjórða hver helgi.
•
Starfið er laust frá 1. janúar 2014.
•
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og Stéttarfélags Vesturlands.
•
Í samræmi við jafnréttisstefnu Brákarhlíðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.
•
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2013.
•
Umsóknir skal senda á: Brákarhlíð, Borgarbraut 65, 310 Borgarnes, b.t. Bjarka Þorsteinssonar, eða á netfangið: bjarki@brakarhlid.is
Launanefndar
Nánari upplýsingar veita Halla Magnúsdóttir, halla@brakarhlid.is, og Bjarki Þorsteinsson, bjarki@brakarhlid.is, eða í síma 432-3180.
Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783
ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR
Stimplar
Er pappírsvinnan yfirþyrmandi?
fjölbreytt úrval
Léttu þér lífið
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
Láttu okkur prenta skýrslurnar Hágæðaprentun í vönduðum vélum Innbinding að óskum viðskiptavina
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360 Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - 310 Borgarnes sími: 437 2360
PRENTUM m.a.
SKÝRSLUR & RITGERÐIR
Opinn dagur í Brákarhlíð
Það var góð mæting og notaleg stemmning á opnum degi Brákarhlíðar síðasta laugardag. Um 300 manns kíktu í heimsókn og skoðuðu heimilið, keyptu muni í handavinnustofu og gæddu sér á vöfflum sem starfsmenn Brákarhlíðar bökuðu. Allur ágóði af kaffisölu og sölu handavinnumuna rennur í ferðasjóð. Meðfylgjandi eru myndir frá opna deginum. Myndir: BÞ
gítarveisla í re ykholtskirkju Nóvember 2013 47. starfsár 3. verkefni * Næsta verkefni: Hátíðlegir blásturstónleikar í Reykholtskirkju 24. nóvember 2013 kl. 20:30 Íslenski saxófónkvartettinn. *
Þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20:30 Arnaldur Arnarson heldur gítarveislu til að minnast hundruðustu ártíðar tveggja af höfuðskáldum síðustu aldar, Benjamin Britten og Witold Lutosławski. Á efnisskránni eru verk eftir Spánverjann Fernando Sor og Nocturnal op. 70 eftir Britten. Aðgangseyrir kr. 1500,
Að auki mun Arnaldur leika eigin umritun fyrir gítar af tólf pólskum þjóðlögum eftir Lutosławski og Valses poéticos eftir Enrique Granados.
frítt fyrir félaga og börn Eldri borgarar kr. 1000 Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum
Stjórn Tónlistarfélags Borgarfjarðar