KK & Ellen jólatónleikar á Sögulofti 20. og 21. desember n.k. Miðapantanir 437-1600 og landnam@landnam.is
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
35. tbl. 8. árgangur
14. nóvember 2013
Kósýkvöld í Hyrnutorgi sjá myndir bls. 4
Gísli Tryggvi Gíslason verslunarstjóri í Nettó Borgarnesi var kampakátur á „Kósýkvöldi“ sem rekstraraðilar Hyrnutorgs stóðu fyrir í síðustu viku enda seldist hálft tonn af súpukjöti um kvöldið á verði sem ekki hefur sést í hátt í áratug segir hann. Mynd: Olgeir Helgi
Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Boðsbréf - Nafnspjöld Reikningseyðublöð - Ritgerðir - Skýrslur
Viðburðadagatal fi 14/11-17:00 Skipanes; Hundahreinsun fi 14/11-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Keflavík fi 14/11-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fö 15/11 Edduveröld; forréttahlaðborð fö 15/11-20:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns fö 15/11-20:00 Borgarbraut 65a Bgn; Félagsvist fö 15/11-22:00 Landnámssetur; KK og Maggi Eiríks, tónleikar la 16/11 Edduveröld; forréttahlaðborð la 16/11-17:00 Landnámssetur; Íslenskar hetjur frá Gretti til Péturs Hoffmanns þr 19/11-20:00 Félagsbær; Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra mi 20/11-20:00 Borgarbraut 65a Bgn; Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfj. mi 20/11-20:00 Edduveröld; Rússakvöld la 23/11-20:00 Logaland; Gleðifundur su 24/11-20:30 Reykholtskirkja; Tónlistarfélagstónleikar - Íslenski saxófónkvartettinn þr 26/11-20:30 Snorrastofa; Dætur dalsins, fyrirlestur Óskars Guðmundssonar fi 28/11-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Hamarsvöllur; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 14.00 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga Ullarselið opið fi-fö-lau kl. 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
BARNAHORNIÐ Það eru nokkrar leiðir út úr hringnum - getur þú fundið þær allar?
Jólatónlist í fyrirtæki Fyrirtæki í Borgarbyggð geta fengið jólatónleika á staðinn dagana 2.-6. desember nk. Þeir sem óska eftir 30 mínútna tónleikum í fyrirtækið hafi samband við skólann í síma 437 2330 eða á netfangið tskb@simnet.is.
Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra
Stimplar
FUNDARBOÐ
fjölbreytt úrval Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra verður haldinn í Safnaðarheimilinu Félagsbæ, Borgarbraut 4, Borgarnesi, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20:00.
Dagskrá:
ÍBÚINN
Venjuleg aðalfundarstörf Sveitarstjórnarmál Önnur mál
frétta- og auglýsingablað Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson
Stjórnin
Auglýsingasími: 437 2360
Bestu óskir um Persónuleg kort fyrir öll tækifæri 2013
Gleðileg jól
Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
og farsælt nýtt ár!
Karlakórinn Söngbræður söng sig inn í hug og hjörtu gesta á Hyrnutorgi og setti karlmannlega huggulegan blæ á „Kósýkvöldið“ undir styrkri stjórn Viðars Guðmundssonar kórstjóra frá Kaðalstöðum, nú bónda á Miðhúsum í Kollafirði á Ströndum.
Úrval af sætindum var í boði.
Unnur Davíðsdóttir stóð vaktina í apótekinu.
Af svipnum að dæma mætti ætla að þeir væru að prútta um verð; Bjarki Þorsteinsson og Sveinn Harðarson verslunarmaður í Knapanum. Sú var þó ekki raunin en augnablikið nýtur sín.
Jóhanna Björnsdóttir í Borgarsport broshýr að vanda.
Það klikkuðu ekki smákökurnar hjá Oddnýju Bragadóttur í Kristý.
AÐALFUNDUR KRABBAMEINSFÉLAGS BORGARFJARÐAR verður haldinn miðvikudaginn 20. nóv. kl. 20:00 í sal félagsstarfs aldraðra Borgarbraut 65a (niðri). Gestur fundarins verður Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Nýir félagar og aðrir áhugasamir velkomnir. Stjórnin!
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
Hundahreinsun í Hvalfjarðarsveit
Hér eru þær stöllur Rakel Eir og Unnur Björg að leika fjórhent á píanó í Leikskólanum Andabæ á Hvanneyri. Lagið sömdu þær sjálfar og kalla það Jólagleði. Mynd. TÞ
Velheppnuð hljóðfærakynning Tónlistarskólans Í síðustu viku var Tónlistarskóli Borgarfjarðar með hljóðfærakynningar í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Þetta mæltist mjög vel fyrir, kennarar og nemendur fengu frábærar móttökur á öllum stöðum. Börn og fullorðnir virtust hafa gaman af og hlustuðu með áhuga á frásögn og tónlist. Það er ýmislegt á döfinni;
Verdi/Wagner tónleikar í Reykholti föstudaginn 29. nóvember kl. 20:00 sem skólinn er með í samstarfi við kóra í héraðinu. Desember nálgast og mun Tónlistarskólinn bjóða fyrirtækjum að fá jólatónleika á staðinn. Fyrirtækin þurfa að hafa samband við skólann í síma 437 2330 eða á netfangið tskb@simnet.is ef þau vilja fá jólatónleika.
Í dag, fimmtudaginn 14. nóvember nk. verður lögbundin hundahreinsun í Hvalfjarðarsveit. Hreinsunin fer fram að Skipanesi á milli kl. 17:00 – 19:00. Samkvæmt 15. kafla hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýrið árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda og ketti 4 mánaða og eldri, og nýgotnar tíkur. Skulu 3-4 vikna hvolpar spóluormahreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis. Gunnar Gauti Gunnarsson, dýralæknir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, annast hreinsunina. Ormahreinsun hunda er innifalin í leyfisgjaldi hunda í þéttbýli og þurfa þeir sem þegar hafa greitt það gjald, ekki að greiða sérstaklega fyrir hreinsun. Annars kostar ormahreinsun hunda 1.000-4.000 kr. Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningu (allt í einni sprautu): Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótel – hósta og hundafári á 3.000 kr. einnig ófrjósemissprautu á 2.500 -4.000 kr., örmerkingu hunda á 3.000 kr. og Perlutex ófrjósemistöflur á 1.500 kr. Ath. að greiða þarf með reiðufé. Óskráða hunda er hægt að skrá á staðnum. Kattareigendum stendur einnig til boða að nýta þjónustu dýralæknis. Ormahreinsun fyrir ketti kostar 2.000-3.000 kr., ófrjósemissprauta 3.000 kr. og sprauta gegn kattarfári 3.000 kr. Eigendur dýra eru minntir á að hafa heilsufarsbækur dýranna meðferðis.
Andkílingar á sagnakvöldi Bjarni Guðmundsson höfundur bókarinnar Frá hestum til hestafla.
Sagnakvöld Safnahúss Borgarfjarðar var að þessu sinni haldið í gær, miðvikudaginn 13. nóvember. Í ár var lesið upp úr tveimur bókum sem báðar tengjast Andakílnum, annars vegar Frá hestum til hestafla eftir Bjarna Guðmundsson safnamann á Hvanneyri og hins vegar bók Braga Þórðarsonar: Snorri á Fossum. Í lok dagskrár tóku Bjarni og Snorri nokkur lög, en þeir eiga margháttað samsöngsafmæli um þessar mundir. Sagnakvöld Safnahúss hafa notið mikilla vinsælda, en þar er gjarnan tekið fyrir sýnishorn af nýútkomnu efni sem tengist Borgarfjarðarhéraði. Höfundar lásu upp úr bókunum tveimur og að lokinni dagskrá var kaffisopi og meðlæti á boðstólum. Fulltrúar útgefandanna Uppheima og Sölku voru á svæðinu og höfundar árituðu. Ennfremur var gestum boðið að skoða fjórar sýningar sem eru til staðar í Safnahúsi núna: Börn í 100 ár, Ævintýri fuglanna, minningarsýningu um Hallstein Sveinsson og nýja örsýningu um húsið Dalbrún í Borgarnesi. Frá hestum til hestafla er þriðja bók Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri sem fjallar um íslenskan
Snorri Hjálmarsson á Fossum ásamt sagnamanninum Braga Þórðarsyni.
landbúnað og sögu hans. Hinar fyrri, . . . Og svo kom Ferguson og Alltaf er Farmall fremstur, hafa notið mikillar hylli, enda rekur höfundur sögu íslensks samfélags út frá framvindu í landbúnaði á fróðlegan og skemmtilegan hátt með frábæru myndefni. Í þessari bók segir Bjarni sögur af vinnuhestum og hestanotkun við bústörf, fyrstu dráttarvélinni sem til Íslands kom – Akranesstraktornum svonefnda, Lanz-þúfnabananum og loks af landbúnaðarjeppunum, Willys og Land Rover. Þá rifja átta einstaklingar upp minningar sínar frá þessum breytingatímum. Bókin er gefin út af Uppheimum í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands. Snorri Hjálmarsson bóndi á
Fossum er upprunninn í Aðalvík á Hornströndum en fluttist í Andakílinn eftir uppvöxt og skólagöngu í Reykjavík og á Hvanneyri. Hann fékk mikla söngrödd í vöggugjöf, lærði söng og hefur oft glatt héraðsbúa með söng sínum. Á undanförnum árum hefur hann einnig getið sér orð fyrir að vera „hjálpari“, þ.e. finna vatn í jörðu með spáteinum, sjá fyrir sér óorðna hluti og veita hjálp í veikindum og öðrum erfiðleikum fólks. Hinn góðkunni sagnamaður Bragi Þórðarson segir í þessari bók sögu Snorra sem er allt í senn - fróðleg, umhugsunarverð og bráðskemmtileg. Bókin er gefin út af Sölku. Hún er 20. bók Braga, en skrif hans um íslenskt þjóðlíf á fyrri tíð hafa notið mikilla vinsælda.
Stöngin inn Leikdeild Umf. Skallagríms í Borgarnesi stefnir að því að setja upp verðlaunaleikritið Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson í vetur. Verkið var sýnt síðasta vetur sem samvinnuverkefni Leikfélags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar. Stöngin inn var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2013 af valnefnd Þjóðleikhússins. Stöngin inn er gamansamt innlegg í umræðuna um samskipti kynjanna og er skreytt með söngvum úr smiðju Abba. Fyrsti samlestur verður þann 1. desember nk. kl. 14.00 í Tónlistarskólanum, Borgarbraut 23. Æft verður í byrjun des., unnið í tónlist í janúar og æft svo af krafti í febrúar. Frumsýnt verður í byrjun mars. Leikdeildarfólk hvetur þá sem áhuga hafa á þátttöku að mæta á samlestur.
25. nóv kl: 19.15
Fimmtudaginn 14. nóv kl: 19.15 í Fjósinu í Borgarnesi
28. nóv kl: 19.15
5. des kl: 19.15
13. des kl: 19.15
Íslenzkur körfuknattleikur -Móðir allra íþrótta-
WWW.
www.skallagrimur.is/karfa
www.facebook.com/skallagrimur.korfubolti