KK & Ellen
Jólatónleikar á Sögulofti 20.des. kl. 20:00 21. des. Kl. 20:30 Miðapantanir 437-1600
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
40. tbl. 8. árgangur
19. desember 2013
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári
Opið yfir hátíðarnar: 19. des 10-22 20. des 10-22 21. des 10-22 22. des 10-22 23. des 10-23 24. des 10-13 25. des Lokað 26. des Lokað 27. des 10-19 28. des 10-18 29. des 12-18 30. des 10-22 31. des 10-15 1. jan Lokað 2. jan 10-19
Viðburðadagatal fö 20/12-20:00 Landnámssetur; KK og Ellen, jólatónleikar la 21/12-20:30 Landnámssetur; KK og Ellen, jólatónleikar su 22/12-21:00 Borgarneskirkja; Tónlistar- og bænastund - ókeypis aðgangur þr 24/12-18:00 Borgarneskirkja; Aftansöngur þr 24/12-22:30 Borgarkirkja; Miðnæturguðsþjónusta þr 24/12-23:30 Stafholtskirkja; Jólasálmar og ritningarlestrar á jólanótt mi 25/12-14:00 Borgarneskirkja; Hátíðarguðsþjónusta mi 25/12-14:00 Hvammskirkja; Hátíðarguðsþjónusta á jóladag mi 25/12-16:00 Álftártungukirkja; Hátíðarguðsþjónusta mi 25/12-16:00 Stafholtskirkja; Hátíðarguðsþjónusta á jóladag fi 26/12-14:00 Akrakirkja; Hátíðarguðsþjónusta fö 27/12-18:00 Borgarneskirkja; Athöfn fö 27/12-19:00 Hjálmaklettur; Hinn guðdómlegi gleðileikur - aðg. ókeypis la 28/12-21:00 Reykholtskirkja; Árlegir jólatónleikar Uppsveitarinnar - Ókeypis aðgangur, allir velkomnir su 29/12-15:00 Hjálmaklettur; jólaball þr 31/12-18:00 Borgarneskirkja; Aftansöngur
BARNAHORNIÐ
Getur þú fundið mismuninn á þessum myndum? Það eru 10 villur. Svo getur einnig verið skemmtilegt að lita myndina!
Jólakveðja! Hanna Ágústa
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
SkötuveiSla í hádeginu 23. desember Skata, saltfiskur, síld og annað góðgæti sem yljar kroppinn - Lifandi tónlist Pantanir í síma 437-1455
Atvinna við í Nettó Borgarnesi óskum eftir starfsfólki í fullt starf Tekið við umsóknum á staðnum eða á samkaup.is
Opið: Virka dagaSamkaup kl 10-19 - Borgarnesi Laugardaga kl 10-18 - Sunnudaga kl 12-18 úrval, - Pöntunarsími : 430-5536
Almennar bílaviðgerðir Vissir þú af okkur? Upplýsingar og tímapantanir
sími 445 5400 BRÁKARSUND EHF SÓLBAKKI 28 - 310 BORGARNES B R A K A RS U N D @ G MA I L .COM - sím i: 4 4 5 5 4 0 0
Tónlistardagur Steinunnar
Kveikt á jólatrénu Fjölmenni mætti að vanda á Kveldúlfsvöll þegar kveikt var á jólatré Borgarbyggðar á fyrsta sunnudegi í aðventu. Dagskrá var með hefðbundnu sniði.
Það er óhætt að segja að listin hafi ráðið ríkjum í Laugargerðisskóla á dögunum. Þrátt fyrir fámennan skóla fluttu tónlistarnemendur Steinunnar Pálsdóttur tónlistarkennara fjölbreytta og skemmtilega tónlistardagskrá á Tónlistardegi Steinunnar eins og viðburðurinn er kallaður. Steinunn er lengst til vinstri á myndinni en fyrir miðju er einn af fjölmörgum aðdáendum úr hópi áhorfenda. Jólasveinarnir komu kátir og hressir með epli og kveiktu bros hjá ungu fólki á öllum aldri.
Þessir glaðbeittu piltar voru í hópi ungmenna sem gáfu viðstöddum heitt kakó.
Hér er hluti félaga í kvennakórnum Freyjunum sem gladdi viðstadda með söng undir stjórn Zsuzsönnu Budai.
Signý Óskarsdóttir nýráðinn skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi var á staðnum ásamt manni sínum Magnúsi Snorrasyni.
Jólakötturinn í Borgarnes! Verslanir í Borgarnesi taka höndum saman og bjóða upp á skemmtilegan verslunardag í heimabyggð laugardaginn 21. desember sem fengið hefur nafnið “Jólakötturinn”. Með því vilja eigendur minna Borgfirðinga á að hér leynast góðar sérverslanir sem gefa þeim í Reykjavíkurhreppi lítt eftir. Því er engin ástæða til að keyra um langan veg í leit að jólagjöfum þetta árið. Allflestar verslanir bæjarins munu verða með opið til kl 22.00 þetta kvöld og bjóða upp á tilboð og jafnvel skemmtiatriði. Söngur, dans, lestur úr jólabókunum og fleira skemmtilegt. Nú er um að gera að safnast saman og skapa Þorláksmessu-stemningu liðinna ára, þegar Borgfirðingar hópuðust í kaupstaðinn til að versla og ræða við náungann. Nánari dagskrá verður hægt að nálgast á fésbókarsíðum viðkomandi fyrirtækja. Fréttatilkynning
Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
Borgarnesi Sími: 898-9253 / 437-1783
Til sölu hinir vönduðu díóðu-ljósakrossar á leiði í ýmsum litum. Einnig íslensk tólgarkerti og ýmsir fylgihlutir á leiði. Bæklingar yfir legsteina á staðnum.
Opið eftir samkomulagi
Skötuveisla 21. desember
Skata – Siginn fiskur – Saltfiskur – Grjónagrautur – Rúgbrauðssúpa aðeins kr. 2.500 á mann
LAXÁRBAKKI Allir velkomnir - Opið kl. 12-21 Pöntunarsími 551 27 83
Firmakeppni Firmakeppni íþróttanefndar FEBBN og Íbúans í boccia fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 11. janúar nk. Öll fyrirtæki, vinnuhópar og skólar í Borgarfjarðarhéraði mega senda lið til keppninnar. Keppt verður í fjórum fimm liða riðlum ef næg þátttaka fæst. Skráningar í mótið berist á netfangið Ingi2901@ gmail.com fyrir 7. jan. nk. Nægilegt er að tilgreina heiti liðsins. Hámark keppnisliða eru tuttugu talsins svo nauðsynlegt er að skrá tímanlega. Keppnisgjald kr 3000 á lið greiðist í upphafi móts.
SkötuveiSla í hádeginu 23. desember Skata, saltfiskur, síld og annað góðgæti sem yljar kroppinn - Lifandi tónlist Pantanir í síma 437-1455
Óskum viðskiptavinum okkar sem og öllum lesendum Íbúans gleðilegra jóla, árs og friðar Borgarbraut 61 - 310 Borgarnes - sími 440 2390
Við óskum viðskiptavinum okkar og öðrum lesendum Íbúans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samfylgdina á því sem er að líða. Njótum lífsins! Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
Sími 437 2360 - Email: olgeirhelgi@islandia.is
Guðdómlegi gleðileikurinn Sunnudaginn 27. desember á þriðja dag jóla verður jólasagan í alþýðustíl leikin í Hjálmakletti í Menntaskóla Borgarfjarðar. Ævintýrið hefst með athöfn í kirkjunni kl. 18:00 en þaðan verður blysför gengin að Menntaskólanum í Borgarnesi þar sem sýningin hefst um kl. 19:00. Á leiðinni verður staðnæmst við Tónlistarskólann, þar mun söngfjölskyldan syngja “Ó helga nótt”. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en tekið skal fram að ekki verður hleypt inn í Menntaskólann fyrr en blysförin er komin á staðinn. Þetta er fjórða sinn sem Hinn guðdómlegi gleðileikur er fluttur. Textinn er allur í bundnu máli í anda gamalla helgileikja frá Bretlandi þar sem persónur jólaguðspjallsins taka á sig mannlegar myndir og atburðirnir hafa skýrskotanir til samtímans. Höfundar textans eru Kjartan Ragnarsson og Unnur Halldórsdóttir en leikmyndin er eftir myndlistarmanninn Ragnar Kjartansson. Leikstjóri er Eiríkur Jónsson. Margir sjálfboðaliðar taka þátt í undirbúningnum og sýningunni sjálfri. Leikarar koma úr röðum íbúa Borgarbyggðar, vitringana þrjá leika til dæmis skólastjórar Leikskólans Uglukletts, Grunnskólans í Borgarnesi og Menntaskóla Borgarfjarðar, sveitarstjóri Borgarbyggðar leikur sendiboða og Ágústínus keisara leikur lögreglustjórinn í Borgarbyggð. Hollvinir Borgarness og Björgunarsveitin Brák sjá um undirbúning og skipulag. Þrír kórar sjá um sönginn, Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur, Freyjukórinn undir stjórn Zsuzsönnu Budai og Samkór Mýramanna undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur.
DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM
Júní 2014
Ágúst 2014
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Júlí 2014
10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
S
M
Þ
M
F
3
4
5
6
7
F
L
1
2
8
9
10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23
22 23 24 25 26 27 28
24 25 26 27 28 29 30
29 30
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
31
Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og sendum þér tilbúið dagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar sendir íbúum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár og þakkar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða