Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
1. tbl. 9. árgangur
9. janúar 2014
Jólin kvödd með látum
Tekið var forskot á þrettándann og haldin þrettándagleði í Englendingavík í Borgarnesi síðasta sunnudag. Björgunarsveitirnar Brák og Heiðar stýrðu flugeldasýningu og nutu til þess stuðnings Borgarbyggðar. Skátar gengu um og buðu gestum heitt kakó og smákökur með stuðningi JGR heildverslunar, Mjólkursamsölunnar, Geirabakarís, Edduveraldar og Olís Borgarnesi. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan mætti dágóður hópur fólks og flugeldasýningin lýsti upp víkina. Myndir: Olgeir Helgi
Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
sími: 437 2360
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort
Viðburðadagatal fi 9/1-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-ÍR fi 9/1-20:00 Félagsstarfið Borgarbr. 65a; Félagsvist fö 10/1-20:00 Landnámssetur; Baróninn á Hvítárvöllum - frumsýning fö 10/1-20:30 Þinghamar; Félagsvist la 18/1-17:00 Landnámssetur; Baróninn á Hvítárvöllum þr 21/1-20:30 Snorrastofa; Leitin að Veru Herzsch. Dr. Jón Ólafsson fi 23/1-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Stjarnan fi 23/1-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fö 24/1-19:00 Hótel Borgarnes; Þorrablót félaga eldri borgara la 25/1-20:00 Landnámssetur; Baróninn á Hvítárvöllum fi 6/2-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Njarðvík fi 6/2-20:00 Snorrastofa; Prjóna- bókakaffi fi 20/2-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Þór.Þ fi 20/2-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fi 27/2-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Valur fi 13/3-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Haukar Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ Finnurðu leiðina í bólið?
Jólin eru búin og nú þarf að koma aftur reglu á háttatímann.
Þórarinn Eldjárn flytur sögu Barónsins Á morgun, föstudag kl. 20:00 frumflytur Þórarinn Eldjárn hina mögnuðu sögu Barónsins á Hvítárvöllum í Landnámssetri. Þórarinn skrifaði skáldsögu um Baróninn og kom hún út fyrir réttum 10 árum eða 2004. Baróninn, Charles GouldréeBoilleau eins og hann hét réttu nafni kom til Íslands árið 1898 með þá staðföstu ákvörðun að ætla að setjast að á Íslandi. Hann sá mikil tækifæri í landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu og lét sig dreyma um stórbrotnar framkvæmdir - allri veru hans hér á landi lýstu samtímamenn hans með einu orði: ævintýri. En það mætti líka kalla það harmleik, vegna sorglegra endaloka þessa dularfulla manns. Þórarinn Eldjárn er meðal okkar merkustu rithöfunda og stígur nú á stokk sem hinn „Talandi höfundur“ og segir okkur söguna sem hann hefur áður unnið á bók.
Baróninn, Charles Gouldrée-Boilleau.
Þórarinn Eldjárn.
Framtíð háskólanna Sex manna vinnuhópur um framtíð háskólanna í Borgarbyggð tekur til starfa í þessari viku. Verkefni hópsins er að leita allra leiða til að styrkja starfsemi Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands með það að markmiði að þeir
verði áfram sjálfstæðar og öflugar stofnanir. Bjarki Þorsteinsson og Geirlaug Jóhannsdóttir eru fulltrúar Borgarbyggðar, Eiríkur Blöndal er fulltrúi Bændasamtaka Íslands, Vilhjálmur Egilsson er fulltrúi Háskólans á Bifröst
og Bernhard Þór Bernhardsson fulltrúi atvinnulífsins. Fulltrúi Landbúnaðarháskólans hafði ekki verið valinn þegar Íbúinn fór í prentun en til stóð að velja hann á fundi yfirstjórnar skólans síðasta þriðjudag.
Heimamenn verjast þjóðlendukröfum Íslenska ríkið hefur lagt fram kröfur um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum samkvæmt korti Þjóðlendunefndar hér að neðan. Gerir ríkið kröfu til stærsta hluta upprekstrar- og afréttarlanda í héraðinu auk hluta eignarjarða, m.a. meirihluta Kalmanstungulands. Heimamenn hyggjast taka til
varna og mættu um 30 manns, landeigendur og fulltrúar þeirra, á fund í ráðhúsi Borgarbyggðar síðasta mánudag. Fjallað var um kröfur ríkisins um þjóðlendur í Borgarbyggð. Á fundinum var farið yfir kröfur ríkisins og með hvaða hætti landeigendur munu taka til varna gagnvart þessum kröfum.
„Næsta skref verður að ráða lögfræðinga sem taka til varna fyrir hönd okkar heimamanna,“ sagði Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar í samtali við Íbúann. Sveitarfélagið og heimamenn hafa frest til 20. mars til að skýra eignarrétt sinn á þeim svæðum sem ríkið gerir kröfur til.
16. jan kl: 19.15
gum vettlin Valdið á þennan t is og hóp uleik hörk rímur Skallag Áfram
Fimmtudaginn 9. janúar kl: 19.15 í Fjósinu í Borgarnesi
23. jan kl: 19.15
31. jan kl: 19.15
-ALGJÖR 4 STIGA LEIKUR6. feb kl: 19.15
Íslenzkur körfuknattleikur -Móðir allra íþrótta-
WWW.
www.skallagrimur.is/karfa
www.facebook.com/skallagrimur.korfubolti
Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Umsókn þarf að fylgja: Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. sex mánaða. Staðfest ljósrit af skattframtölum þeirra sem búa í íbúðinni. Launaseðlar þeirra sem búa í íbúðinni. Hal fylgigögnum verið skilað áður þá halð samband við starfsmann; kristjangisla@borgarbyggd.is - s: 4337100. Umsóknum skal skilað í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, en einnig er hægt að sækja um á heimasíðu sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is