Íbúinn 13. mars 2013

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

9. tbl. 9. árgangur

13. mars 2014

tó ABB nl A is t

Leikdeild Umf. Skallagríms kynnir Söng- og gamanleikinn

Stöngin inn

eftir Guðmund Ólafsson - í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar

Frumsýning í Lyngbrekku föstudaginn 14. mars kl. 20:30 ÖRFÁ SÆTI LAUS

2. sýning sunnudaginn 16. mars kl. 20:30 ÖRFÁ 3. sýning miðvikudaginn 19. mars kl. 20:30 SÆTI LAUS 4. sýning fimmtudaginn 20. mars kl. 20:30 5. sýning föstudaginn 21. mars kl. 20:30 6. sýning sunnudaginn 23. mars kl. 20:30 Miðapantanir í síma 846 2293 og á midi.is Veitingasala á sýningum - enginn posi á staðnum


Viðburðadagatal fi 13/3-19:15 „Fjósið“ Dominosdeildin Skallagrímur-Haukar fi 13/3-20:30 Logaland; 3. sýning á „Ert‘ ekk‘ að djóka“ (elskan mín)? fö 14/3-20:00 Samgöngusafnið; Stofnfundur víkingafélags fö 14/3-20:30 Lyngbrekka; Frumsýning á söng- og gamanleiknum Stöngin inn fö 14/3-20:30 Logaland; 4. sýning á „Ert‘ ekk‘ að djóka“ (elskan mín)? la 15/3 Faxaborg; KB-mótaröð la 15/3-20:30 Logaland; 5. sýning á „Ert‘ ekk‘ að djóka“ (elskan mín)? su 16/3-20:30 Lyngbrekka; 2. sýning á söng- og gamanleiknum Stöngin inn má 17/3-13:00 Safnahús; Þórðar blinda á Mófellsstöðum minnst mi 19/3-20:30 Lyngbrekka; 3. sýning á söng- og gamanleiknum Stöngin inn fi 20/3-20:30 Lyngbrekka; 4. sýning á söng- og gamanleiknum Stöngin inn fi 20/3-20:30 Hótel Borgarnes; Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga fö 21/3-20:00 Reykholtskirkja; Tónleikar Ungfóníu og Háskólakórsins fö 21/3-20:30 Lyngbrekka; 5. sýning á söng- og gamanleiknum Stöngin inn fö 21/3-22:00 Edduveröld; Trúbador su 23/3-16:00 Landnámssetur; Baróninn á Hvítárvöllum su 23/3-20:30 Lyngbrekka; 6. sýning á söng- og gamanleiknum Stöngin inn mi 29/3 Faxaborg; Vesturlandssýning fö 4/4-20:00 Landnámssetur; Baróninn fö 11/4-20:00 Landnámssetur; Baróninn á Hvítárvöllum mi 16/4 Ferstikluskáli opnar Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN

Fundarboð! Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis boðar til aðalfundar þann 20. mars næstkomandi í Edduveröld kl 20.00 Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf en auk þess kemur í heimsókn framkvæmdastjóri VSSÍ og nýkjörinn kynningarfulltrúi sambandsins og þeir munu kynna nýja áætlun um samstarf félaganna á komandi misserum.

Kaffiveitingar að venju í fundarhléi. Félagsmenn eru minntir á orlofsstyrk félagsins og einnig að tilkynna breytingar á aðsetri og netföngum sem auðveldar mjög samskipti. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Einar: einaro@limtrevirnet.is eða Jón: jonh@limtrevirnet.is.

Stefán Ingi Ólafsson Rafvirki GSM 898-9243 Öll almenn raflagnavinna Nýlagnir • Viðhald • Breytingar Brunakerfi • Loftnet • Heitir pottar • Varmadælur

Löggiltur rafverktaki alvegsama@simnet.is

frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Boðskort - Afmæliskort Tækifæriskort - Dagatöl Persónuleg með þínum ljósmyndum


Sjóðið vatnið

Leikdeild Umf. Skallagríms frumsýnir Stöngin inn í Lyngbrekku

Kynslífsbann Leikdeild Umf Skallagríms frumsýnir söng- og gamanleikinn Stöngin inn í Lyngbrekku föstudaginn 14. mars nk. Stöngin inn er bráðskemmtilegt nýtt verk eftir Guðmund Ólafsson leikara. Stöngin inn var frumsýnd í fyrsta sinn fyrir ári hjá sameiginlegu leikfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og hlaut á síðasta ári verðlaun sem athyglisverðasta leiksýning áhugaleikfélaganna og var í kjölfarið sýnd í Þjóðleikhúsinu. „Leikritið vísar í forngríska gamanleikinn Lýsiströtu þar sem konurnar reyna að fá karlana til að láta af stríðsrekstri með því að setja þá í kynlífsbann, en hér eru það konurnar í litlu bæjarfélagi sem freista þess að fá karlana til að sýna sér meiri athygli, og hætta að horfa á fótbolta í tíma og ótíma, með kynsvelti. Hugmyndin virkar þrælvel og er vel heppnað og gamansamt innlegg í umræðuna um samskipti kynjanna.“ (úr umsögn dómnefndar um verkið) Leikarar á sviðinu eru sextán talsins og þar af eru átta nýliðar í Leikdeild Umf. Skallagríms en alls koma yfir þrjátíu manns að sýningunni með einum eða

öðrum hætti. Samlestur hófst í byrjun desember. Falleg og fjörug Abbalög leika stórt hlutverk og var leikhópurinn við stífar söngæfingar hjá Theodóru Þorsteinsdóttur í Tónlistarskóla Borgarfjarðar í janúar. Í febrúar tóku við sviðsæfingar í Lyngbrekku undir leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar leikstjóra sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir leiksýningar sem hann hefur stýrt á undanförnum árum. Birna Hafstein stýrir dansatriðum. Þriggja manna hljómsveit leikur með á sýningum undir stjórn Steinunnar Pálsdóttur. Kaffiveitingar verða til sölu á sýningum. Enginn posi er á staðnum. Almennt miðaverð er kr. 2.500 en hópar (10 og fleiri) og eldri borgarar fá miðann á kr. 2.000. Miðapantanir eru í síma 846 2293 og á midi.is. Allar sýningar hefjast kl. 20.30. Frumsýning föstud. 14. mars 2. sýning sunnudaginn 16. mars 3. sýning miðvikud. 19. mars 4. sýning fimmtud. 20. mars 5. sýning föstudaginn 21. mars 6. sýning sunnudaginn 23. mars

Íbúar Hvalfjarðasveitar og notendur vatns á svæði Vatnsveitufélags Hvalfjarðasveitar eru hvattir til að sjóða neysluvatn samkvæmt tilkynningu frá Vatnsveitufélaginu. Vegna lítils vatns í vatnsbólum er síað yfirborðsvatn leitt tímabundið inn á neysluvatnslögn. Unnið er að lagfæringum.

Tónleikum frestað Tónleikunum sem vera áttu í Landnámssetrinu föstudaginn 14. mars með Ellen Kristjánsdóttur, Eyþóri Gunnarssyni og dætrum þeirra hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er sú að afhending tónlistarverðlaunanna verður í Hörpu þetta kvöld og hljómsveitin Mezzoforte hefur verið beðin um að spila. Eins og flestir vita er Eyþór einn af aðalmönnunum í þeirri frægu hljómsveit og því ómissandi í bandinu.

Stofnfundur Víkingafélags Hópur fólks hefur áhuga á því að stofna víkingafélag í Borgarnesi. Félaginu er ætlað að heiðra víkingarhætti, bardagatækni, forn handbrögð svo sem vopnasmíði, matargerð, leiki, leðurvinnslu, útskurð í við, eldsmíði, bogfimi, saumaskap, tónlist og margt fleira sem tengist þessu. Stofnfundur mun fara fram í Samgöngusafninu í Brákarey föstudaginn 14. mars kl 20.00.


16” pizza með 3 áleggjum og 12” hvítlauksbrauð eða brauðstangir 2.595 kr.

Helgartilboð

8 kjúklingabitar stór franskar, 2 kokteilsósur og 2 l Coke 2.895 kr. Helgartilboð gildir föstudaga, laugardaga og sunnudaga

N1 Borgarnesi Sími: 440 1333

Opnunartími Alla daga 08:00 til 23:00 Grillið opið 11:00 til 22:00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.