Íbúinn 31. tbl 2012

Page 1

Hollt & gott í hádegi alla daga!

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

31. tbl. 7. árgangur

Náttúrufræði í Menntaborg Menntaskóli Borgarfjarðar (MB) og Landbúnaðarháskólinn (Lbhí) hafa undirritað samstarfssamning um tilraunakennslu náttúrufræðibrautar með búfræðisviði til stúdentsprófs. Allt að fimm nemendur sem innritast á brautina hjá MB árin 2012 – 2015 eiga vísa skólavist í búfræði hjá LbhÍ eftir að hafa lokið þeim hluta námsins sem fram fer í MB. Við inntöku nemenda á hina nýju braut er miðað við að þeir hafi reynslu af störfum í landbúnaði og uppfylli önnur inntökuskilyrði LbhÍ.

25. október 2012

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta

sími: 437 2360

T AMNING ! Þ JÁLFUN !

Er með laus pláss í tamningu og þjálfun frá 1.nóv. Vönduð Vinnubrögð Ingvar Þór Jóhannsson FT félagi Borgarnesi Sími: 843-9156 @AuðurÓsk

Nýtt í Borgarsport Lores Concorde sokkabuxur- 60 den Lores Concorde eru hágæða Ítalskar sokkabuxur fáanlegar í 22 litum og fjórum stærðum

Kynningartilboð aðeins 990 kr.


Viðburðadagatal fi 25/10-9.00 Hvanneyri, námskeið; Skjól, skógur og skipulag fö 26/10-13.30 Félagsstarf eldri borgara; Tónlistarskólinn í heimsókn fö 26/10-19.15 „Fjósið“ Skallagrímur-ÍR takast á í meistaraflokki kk í körfu fö 26/10-20.00 Félagsbær; félagsvist la 27/10-20.00 Landnámssetur; Geðveiki í Egilssögu su 28/10-11.15 Bgnkirkja; Barnaguðsþj. su 28/10-15.00 Félagsbær; Opið hús FEBBN fyrir 60 ára og eldri su 28/10-16.00 Landnámssetur; Geðveiki í Egilssögu þr 30/10_10-17 Hyrnan; Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi þr 30/10-10.00 Hvanneyri; Vinnuverndar og réttindanámskeið f. bændur fö 2/11-15.00 Miðfossar, námskeið; Frumtamning Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-18 alla daga Hamarsvöllur; pútt fyrir eldri borgara miðvikudaga kl. 14.00 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið opið eftir samkomul. Landnámssetur sýningar daglega 11-17 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Samgöngusafnið fi 20-22, lau 13-17 Snorrastofa sýningar alla daga Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður fö 15-18 laugard. og sunnud. 10-16 Samantekt: Borgarbyggð og Íbúinn

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ Byrjun

Endir

Bók eftir Ágúst um menningarhagfræði Háskólinn á Bifröst hefur gefið út bókina Menningarhagfræði eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor og fyrrverandi rektor skólans. Þetta er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um hagfræði menningar. Í bókinni er m.a. fjallað um virði, skapandi atvinnugreinar, eftirspurn og framboð innan menningar, hlutverk stjórnvalda og markmið og mótun menningarstefnu. Fjallað er jafnframt um menningarlega arfleifð og tengsl menningar við þróunarmál sem og alþjóðlega verslun, markaðsmál, fjármál og stjórnun í menningariðnaði. Framleiðsla og sala á menningarlegum afurðum getur verið enn umfangsmeiri í íslensku efnahagslífi en nú er sem felur í sér margvísleg tækifæri til betri lífskjara í framtíðinni. Bókin er 232 bls. og mikill fengur er að þessari bók fyrir alla sem láta sig menningu varða.

Opið hús 60+ Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni

Opið hús fyrir 60 + Félag eldri borgara í Borgarnesi verður með Opið hús í Félagsbæ sunnudaginn 28. október kl. 15:00. Aðgangseyrir kr. 500 innifalið kaffi og meðlæti.

Þessi samkoma er fyrir ALLA 60 ára og eldri. Hlökkum til að sjá sem flesta. Stjórn og skemmtinefnd FEBBN


Barátta í körfunni

Á bekknum sitja brúnaþungir Njarðvíkingar og fylgjast með þegar Birgir Þór Sverrisson undirbýr eina af mörgum körfum Skallagríms í „Fjósinu“ í fyrsta heimaleik meistaraflokksins í haust. Sá leikur varð ógleymanlegur háspennuleikur áður en yfir lauk - jafnt milli liða þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Verður spennan jafn mikil annað kvöld þegar strákarnir mæta ÍR í „Fjósinu“? Mynd: Olgeir Helgi

Strákarnir í meistaraflokki Skallagríms í körfu öttu kappi við íslandsmeistara Grindavíkur á Suðurnesjum síðasta mánudag en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að vera yfir í hálfleik. Næsti leikur er annað kvöld en þá heimsækir lið ÍR „Fjósið“ og má búast við fjörugum leik og sprækum stuðningsmönnum. Stelpurnar í 1. deild tóku á móti Ísfirðingum síðasta sunnudag og áttust liðin við í hörkuleik þar sem hvort um sig hefði getað farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir harða baráttu okkar stúlkna höfðu Ísfirðingarnir nauman sigur en lokatölurnar voru 65-66. Næsti leikur kvennaliðsins verður fyrir norðan, við Þór á Akureyri 17. nóvember nk.

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Borgfirðingar keppa í Dans-Dans-Dans

Glæsilegt ungt danspar, Erna Dögg Pálsdóttir frá Signýjarstöðum í Hálsasveit og Ármann Hagalín Jónsson frá Kjaransstöðum í Hvalfjarðarsveit, tekur þátt í Dans-dans-dans í RUV næsta laugardag. Meðfylgjandi mynd var tekin af þeim á íslandsmeistaramóti í dansi síðasta vetur. Mynd: Olgeir Helgi gdsggdfggf

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna þriðjudaginn 30. október frá kl. 10:00-17:00. Allir velkomnir.

Glæsilegt ungt danspar, Erna Dögg Pálsdóttir frá Signýjarstöðum í Hálsasveit og Ármann Hagalín Jónsson frá Kjaransstöðum í Hvalfjarðarsveit, sem lært hafa dans hjá Dansskóla Evu Karenar undanfarin ár vöktu verðskuldaða athygli í Dansdans-dans sjónvarpsþættinum sem sýndur var á laugardag á RUV. Erna Dögg og Ármann hafa náð góðum árangri og vakið athygli fyrir glæsilegan dans á undanförnum árum. Þau eru bæði 19 ára. Erna Dögg hefur verið í dansnámi frá 9 ára aldri en Ármann frá því hann var 16 ára. „Okkur datt í hug að gera eitthvað öðruvísi, þetta er semsagt sjóræningjaþema,“ segir Erna Dögg í samtali við Íbúann um atriðið sem þau sömdu fyrir sjónvarpsþáttinn, en í þættinum dansa þau við lag úr kvikmyndinni Pirates of the Carabian. Næsta laugardag tekur alvaran við, en þá keppa þau um að komast áfram í lokakeppnina. Það munu aðeins tvö atriði komast áfram, annað valið af dómnefnd en hitt af áhorfendum í símakosningu: „Við erum ótrúlega spennt, pínu stress en aðallega spenna,“ segir Erna Dögg. Íbúinn hvetur Borgfirðinga til að styðja sitt fólk á laugardaginn enda eiga þessir flottu fulltrúar héraðsins á dansgólfinu það virkilega skilið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.