Íbúinn 30. apríl 2015

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

16. tbl. 10. árgangur

30. apríl 2015

1. maí 2015 í Borgarnesi Hátíðarhöldin verða í Hjálmakletti og hefjast kl. 14.00 Dagskrá: 1. Hátíðin sett: Eiríkur Þór Theódórsson, stjórnarmaður í ASÍ-UNG og trúnaðarmaður hjá Stéttarfélagi Vesturlands 2. Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur 3. Ræða dagsins: Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands 4. Nemendur úr þriðja bekk Grunnskóla Borgarness 5. Söngfjölskyldan úr Kveldúlfsgötunni flytur nokkur lög, Zsuzsanna Budai leikur með á flygilinn 6. Internasjónalinn Kynnir: Hrefna Ásgeirsdóttir trúnaðarmaður Kjalar Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Útskriftarnemar Menntaskólans sjá um kaffihlaðborðið. Tvær kvikmyndasýningar verða fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa. Logo beggja félaganna

Stéttarfélag Vesturlands

Kjölur stéttarfélag starfsmann í almannaþjónustu


Viðburðadagatal fö 1/5-11:00 Ljómalind opnar nýja verslun fö 1/5-13:30 Óðal; Bíósýning v. 1. maí fö 1/5-14:00 Hjálmaklettur; Hátíðahöld í tilefni af 1. maí fö 1/5-15:30 Óðal; Bíósýning v. 1. maí la 2/5-14:00 Skallagrímsvöllur; Bikarinn Skallagrímur-Stokkseyri þr 5/5-20:00 Félagsbær; félagsvist mi 6/5-19:00 Hjálmaklettur; Stefnumótunar- og markmiðasetning UMSB fö 8/5-20:00 Landnámssetur; Hallgrímur og Guðríður Steinunnar Jóhannesdóttur la 9/5-13:00 Brákarey; Stórsýning Rafta og Fornbílafjelgas Borgarfjarðar la 9/5-17:00 Landnámssetur; Skálmöld su 10/5-09:00 UMSB ganga; Hafnarfjall Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Blómab. má-fi 11-19, f-l 11-22, s 13-18 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Golf - innipútt fyrir eldri borgara mánud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Rauði-krossinn fatabúð Borgarnesi opin fi 15-18, fö 14-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ

Prófaðu að lita reitina með punktunum, til dæmis í bleikum lit. Hvað ætli komi í ljós?

Ljómalind flytur Ljómalind Sveitamarkaður opnar á nýjum stað í Borgarnesi á morgun, föstudaginn 1. maí. Sveitamarkaðurinn er rekinn af tíu konum frá Vesturlandi sem allar selja vörur í versluninni. Ljómalind hefur nú hreiðrað um sig á Brúartorgi 4, við hlið Framköllunarþjónustunnar og

gengt N1. Á nýja staðnum verður enn fjölbreyttara úrval handverks og matvöru af Vesturlandi og nýjar vörur í hverri viku. Í sumar verður Ljómalind opin alla daga klukkan 11-18. Kveðjur Ljómalindarkonurnar

Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783

ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR


1.595 kr.

Stór ostborgari Stó tb i

franskar, lítið Kit Kat og gosglas

1.745 kr.

Steikarsamloka

franskar og gosglas

Veitingatilboð 995 kr.

Samloka k

með skinku, osti, iceberg og sósu og gosglas

N1 Borgarnesi Sími: 440 1333

1.945 kr.

16" pizza

með þremur áleggjum


Skallagrímur-Stokkseyri Skallagrímsvöllur Borgunarbikarinn Laugardaginn 2. maí kl. 14:00

Allir á völlinn UMSB Stefnumótun og markmiðasetning Miðvikudagskvöldið 6. maí nk. kl.19 verður stefnumótunar/markmiðasetningarfundur fyrir UMSB í Hjálmakletti. Á sambandsþingi UMSB 2013 var samþykkt stefna UMSB ásamt framtíðarmarkmiðum sambandsins bæði skammtíma (2013-2015) og langtíma (2016-2020) og nú er komið að því að taka stöðuna, fara yfir hvernig gekk og setja okkur ný metnaðarfull markmið.

Allir velkomnir - heitt á könnunni!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.