Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
17. tbl. 9. árgangur
Sýning á laugardag
Bifjólafélagið Raftar og Fornbílafjelag Borgarfjarðar taka höndum saman um sýningarhald í Brákarey á laugardaginn. Á myndinni eru Benedikt Gunnar Lárusson og Dóra Sigríður Gísladóttir.
8. maí 2014 Á laugardaginn verður 12. sýningin sem Bifhjólafélagið Raftar stendur fyrir í Borgarnesi. Að þessu sinni taka Raftarnir höndum saman við Fornbílafjelagið og verður sýningin haldin í Samgöngusafninu í Brákarey og mun standa frá kl. 13-17 næsta laugardag. Guðjón Bachmann segir að það stefni í flotta sýningu og vonast eftir að sem flestir láti sjá sig. Á sýningunni verða gamlir bílar í eigu Fornbílafjelaga og hjól í eigu félaga í Röftum. Auk þess má búast við heimsókn fornbíla og mótorhjóla frá öðrum byggðarlögum. Aðgangur er ókeypis en selt verður vöfflukaffi.
Framsóknarflokkurinn opnar kosningaskrifstofu flokksins og býður í vöfflukaffi sunnudaginn 11. maí að Brákarbraut 1 kl. 14:00.
Frambjóðendur kynna málefni flokksins. Hlökkum til að sjá ykkur.
Viðburðadagatal fö 9/5-20:00 Félagsbær; Félagsvist fö 9/5-20:00 Hjálmaklettur; Styrktartónleikar Fjöliðjunnar la 10/5-13:00 Brákarey; Stórsýning Rafta og Fornbílafjelags Borgarfjarðar la 10/5-14:00 Hernámssetrið Hlöðum; Orrustubeitiskipið HMS Hood afhjúpað su 11/5-11:00 Íþróttamiðstöðin Bgn; Styrktargangan Göngum saman su 11/5-14:00 Brákarbraut 1; Opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins su 11/5-14:00 Borgarneskirkja; Messa má 12/5-18:00 Tónlistarskólinn; Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar má 12/5-20:00 Logaland; Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar má 12/5-20:00 Alþýðuhúsið; Fræðslufundur um Birkikynbætur þr 13/5-18:00 Tónlistarskólinn; Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar þr 13/5-20:00 Tónlistarskólinn Söngdeildartónleikar mi 14/5-17:00 Tónlistarskólinn; Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar mi 14/5-20:00 Logaland; Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar mi 14/5-20:00 UMSB-ganga; Hafnarfjall fi 15/5-17:00 Tónlistarskólinn; Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar mi 21/5-20:00 UMSB; Gönguæfing la 24/5 Faxaborg; Gæðingakeppni mi 28/5-20:00 UMSB-ganga; Hallarmúli mi 4/6-20:00 UMSB; Gönguæfing mi 11/6-20:00 UMSB; Varmalækjarmúli la 14/6 Reykholt; Gróðursetningardagur Skógræktarf.Borgarfj. Grill á eftir Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ
Varúð!
Garður
Geturðu fundið leiðina úr húsinu í trjáhúsið án þess að brenna þig á grillinu?
Breytt viðhorf til birkiræktunar Góður árangur af ræktun yrkisins Emblu hefur breytt viðhorfum í ræktun birkis í skógi og borg. Nýtt og spennandi yrki Kofoed er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli, segir í frétt frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur mun flytja erindi um kynbætur á íslenska birkinu í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi n.k. mánudagskvöld (12. maí) kl. 20.00. Kynbótastarfið beinist að verulegu leiti að því að skapa yrki af íslenskri ilmbjörk með háu hlutfalli af kröftugum beinstofna og hvítstofna trjám sem klæða sig vel. Auk áframhaldandi þróunar Emblu-yrkisins er unnið að
kynbótum þar sem norrænt birki er notað til að fá breytt og bætt vaxtarlag og er nýja yrkið, Kofoed, árangur þess. Það er nefnt eftir fyrsta skógræktarstjóra Íslands Agner Fransico Kofoed-Hansen sem var frumkvöðull í verndun og nýtingu íslenska birkisins. Stutt er í að ræktendum bjóðist yrki með rauðan blaðlit og hvítan stofn sem mun henta vel sem garðtré. Líka verður gerð grein fyrir mjög áhugaverðum möguleikum sem felast í tilraunum og ræktun nýrra birkitegunda sem eiga uppruna sinn í Asíu. Efnið er spennandi fyrir garðyrkju- og skógræktarfólk og ekki síður sumarbústaðaeigendur.
Göngum saman Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 11. maí, kl. 11.00. Í Borgarnesi verður gengið frá Íþróttamiðstöðinni að Geirabakaríi. Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman. Í ár verða meðal annars seldir bolir og höfuðklútar sem hannaðir voru sérstaklega fyrir félagið af Kron by Kronkron. Styrktarfélagið Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 8. – 11. maí í tengslum við mæðradaginn. Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna. Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Göngum saman leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins.
Snorrastofa í Reykholti
Sumarvinna Snorrastofa í Reykholti óskar eftir að ráða sumarstarfsmann í útiverk, slátt og umhirðu staðarins. Bílpróf er nauðsynlegt. Upplýsingar veita Tryggvi Konráðsson s. 894 5150 og Bergur Þorgeirsson s. 893 1492 Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is
Birkikynbætur Garðyrkjufélag Íslands og Skógræktarfélag Borgarfjarðar standa fyrir fræðslufundi um birkikynbætur í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi mánudagskvöldið 12. maí kl. 20:00. Erindið flytur Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur. Kaffigjald er krónur 500. Allir velkomnir.
AUGLÝSING UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA Í BORGARBYGGÐ 31. MAÍ 2014. Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 31. maí 2014 rennur út kl. 12,oo á hádegi, laugardaginn 10. maí 2014. Framboðslistar skulu hafa borist undirrituðum formanni ylrkjörstjórnar fyrir ofangreindan tíma. Á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is eru leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista. Ylrkjörstjórn verður í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi laugardaginn 10. maí 2014 frá kl. 11,oo – 12,oo og veitir þar framboðslistum viðtöku.
F.h. yïrkjörstjórnar Hilmar Már Arason Kjartansgötu 1 310 Borgarnes
Tilboรฐ รก Stรถรฐinni Akranesi og Borgarnesi stรณr skammtur af frรก ร lgerรฐinni
Allar ve vefjur af matseรฐli eรฐ
Stรถรฐin Skagabraut: Mรกn-fรถs: 7:30-23:30, lau-sun: 9:00-23:30 - Sรญmi: 431 1856 6WยธยฒLQ %UยผDUWRUJL 0ยฃQ ฦ P IยธVW ODX VXQ 6ยฏPL