Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
27. tbl. 9. árgangur
Horft af Skeiðhóli inn Hvalfjörð á sólbjörtum sumardegi. Þyrill fyrir miðju.
21. ágúst 2014
Mynd: Olgeir Helgi
Hvalfjarðardagarnir verða um aðra helgi Hvalfjarðardeginum vex fiskur um hrygg og er nær lagi að tala um Hvalfjarðardagana enda stendur hátíðin þetta árið frá föstudegi til sunnudags síðustu helgina í ágúst, þó með flestum dagskrárliðum laugardaginn 30. ágúst nk. Viðburðurinn er unninn í samstarfi menningar- og atvinnuþróunarnefndar Hvalfjarðarsveitar, ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu, fyrirtækja og annarra sem áhuga hafa á að taka þátt í hátíðahöldunum. Kristján Karl Kristjánsson í Ferstikluskála er einn þeirra sem stendur að Hvalfjarðardögunum.
Í samtali við Íbúann segir hann að dagskráin hefjist með sveitagrilli í Fannahlíð á föstudagskvöldinu og vonast Kristján Karl eftir því að sá dagskrárliður eigi eftir að verða vinsæll og festa sig í sessi. Grillið verður klárt á staðnum en gestir mæta með sinn mat til að elda. Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar hefur umsjón með grillinu, skipuleggur leiki og kvöldvöku. Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá hér og þar í Hvalfjarðarsveit: Gönguferðir, sjósund, ókeypis ís og pylsur ásamt fjölbreyttum menningarviðburðum. Á sunnu-
deginum verður m.a. gengið að Glym, hæsta fossi landsins og boðið upp á kökuhlaðborð í Ferstikluskála þar sem Kristján Karl mun sjálfur annast baksturinn sem er sérstakt áhugamál hans. Verið er að leita að nafni á hátíðina sem gæti auðkennt hana á næstu árum, þegar eru komnar nokkrar góðar hugmyndir sem menningarmálanefnd Hvalfjarðarsveitar mun vinna úr. Þeir sem hafa áhuga á að vera með viðburð á hátíðinni sendi tölvupóst á netfangið: jonella.sigurjonsdottir@ hvalfjardarsveit.is.
Viðburðadagatal fi 21/8-10:00 Kleppjárnsreykir; skólasetning grunnskólans fi 21/8-12:00 Hvanneyri; Skólasetning grunnskólans fi 21/8-14:00 Þinghamar; Skólasetning grunnskólans fi 21/8-14:00 Laugargerði; Skólasetning fi 21/8-16:00 Heiðarskóli; Skólasetning fö 22/8 Skólasetn. Grunnskólans í Bgn. la 23/8-13:00 Nes Reykholtsdal; Sveitamarkaður Framfarafélags Borgfirðinga su 24/8-14:00 Ölver; Kaffisala KFUM og K la 30/8 Hvalfjarðarsveit; Hvalfjarðardagur la 30/8 Ljómalind; Skottmarkaður la 6/9 Andakílsárvirkjun; Námskeið Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 10.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið lokað v. flutnings Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður alla d. 11-18 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið alla daga kl. 12-18 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ
Getur þú hjálpað Láru að komast í veskið sitt?
Nú eru skólarnir að byrja, Grunnskóli Borgarfjarðar, Heiðarskóli og Laugargerðisskóli eru settir í dag, fimmtudag og Grunnskólinn í Borgarnesi á morgun föstudaginn 22. ágúst. Starf Tónlistarskóla Borgarfjarðar hófst einnig í þessari viku, en kennsla hefst mánudaginn 25.ágúst. Myndin var tekin þegar 6 ára börn komu í heimsókn í Tónlistarskólann og kynntu sér hvað væri í boði í vetur.
Eru útgáfumálin að kaffæra þig?
Léttu þér lífið Láttu okkur prenta skýrslurnar
Hágæðaprentun í vönduðum vélum Innbinding að þínum óskum
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Baldursbrá - einkennisblóm Vesturlands.
Mynd: Helgi Halldórsson/Freddi
Baldursbrá er blóm Vesturlands Baldursbrá varð hlutskörpust sem einkennisblóm Vesturlands í skoðanakönnun sem aðstandendur sveitamarkaðarins Ljómalindar í Borgarnesi stóðu fyrir í sumar. Könnunin var gerð í samráði við Markaðsstofu Vesturlands og Náttúrustofu Vesturlands. „Þar sem búið er að velja einkennisfugl Vesturlands, brandugluna, datt aðstandendum
Ljómalindar í hug að einnig mætti velja einkennisblóm Vesturlands. Þetta er meðal annars gert til að koma til móts við óskir erlendra ferðamanna sem vilja vita hvað er sérstakt við landshlutann okkar, og ef til vill hafa með sér dálitla minningu um hann í töskunni heim,“ segir í frétt frá Ljómalind um málið. Gleym-mér-ei varð í öðru
sæti, en tíu blóm voru tilnefnd, meðan annarra Hvönn, Mjaðjurt og Hrafnaklukka. Í athugasemd frá einum kjósanda sagði að: „Baldursbráin væri blóm barnanna og minninganna.“ Baldursbráin er þekkt lækningajurt við ýmsum kvillum og var þar af leiðandi einnig nefnd „fuðarurt“ og „móðurjurt.“
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
Atvinna
Við í Nettó Borgarnesi óskum eftir starfsfólki í fullt starf og fólki í kvöld- og helgarvinnu fyrir veturinn Tekið við umsóknum á staðnum eða á heimasíðunni www.samkaup.is
Opnunartími út ágúst: Virka daga 9-20 - -Laugardaga kl 9-18 - Sunnudaga kl 12-18 Samkaup úrval,kl Borgarnesi Pöntunarsími : 430-5536
Bestu óskir um Persónuleg kort fyrir öll tækifæri 2013
Gleðileg jól
Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
og farsælt nýtt ár!