Íbúinn 23. október 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

33. tbl. 9. árgangur

23. október 2014

Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti stendur í einu byssubyrgjanna í Þjóðólfsholti. En í holtinu er hátt í tugur byrgja frá því á árum síðari heimstyrjaldarinnar.

Stríðsminjar á Þjóðólfsholti Á Þjóðólfsholti við Ferjukot eru merkilegar minjar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar eru leifar hátt í tíu hlaðinna byssubyrgja. Ritstjóri Íbúans fékk leiðsögn Þorkels Fjeldsted í Ferjukoti um minjarnar. Tilgangurinn með byrgjunum var líklega að verjast sókn þjóðverja eftir þjóðveginum ef af innrás þeirra yrði. Byrgin eru staðsett þannig að mögulegt var að skjóta á bílalestir hvort sem þær kæmu að vestan yfir Ferjukotssíkin eða yfir Hvítárbrú. Sprengjuhleðslur voru á Hvítárbrúnni til að sprengja hana

ef á þyrfti að halda og nyrstu byrgin væntanlega ætluð til að halda uppi skothríð á þjóðverja

freistuðu þeir þess að komast yfir Hvítá á sandeyrunum norðaustan brúarinnar.

Á holtinu, Ferjukotsmegin við Hvítárbrúna eru greinileg merki virkis sem þar var ætlað til að verjast mögulegri sókn Þjóðverja yfir brúna yrði af innrás þeirra. Einnig voru sprengjuhleðslur á brúnni.


Viðburðadagatal má 27/10 Alþjóðlegi bangsadagurinn mi 29/10-20:00 Borgarneskirkja; Styrktartónleikar Freyjukórsins - ágóði rennur til Bleiku slaufunnar 27-30/10 Tónlistarskólinn; Þemavika. Samspil á öllum starfsstöðvum skólans með fyrirvara um verkfall tónlistarkennara má 3/11-20:00 Borgarbraut 65a; Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfj. Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

BARNAHORNIÐ Út

Inn

Inn

Inn Það eru þrír inngangar í þetta völundarhús. Kemst þú í gegn?

Opið hús Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni

Opið hús hjá Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni. Sunnudaginn 26. október kl. 15:00 verður opið hús í Félagsbæ fyrir alla 60 ára og eldri (félagsmenn og aðra). Bjartmar Hannesson ætlar að skemmta okkur af sinni alkunnu snilld.

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum.

Kaffi og meðlæti kr. 500.Mætum vel og eigum góða stund saman.

Auglýsingasími: 437 2360

FEBBN.


Styrktartónleikar Freyjukórsins Miðvikudaginn 29. október n.k. verður Freyjukórinn með styrktartónleika í Borgarneskirkju kl. 20:00

Aðgangur ókeypis, en söfnunarbaukur verður á staðnum. Allir gefa vinnu sína við tónleikana og allur ágóði rennur til BLEIKU SLAUFUNNAR.

Skrifstofuhúsnæði til leigu Skrifstofuhúsnæði til leigu á besta stað í miðbæ Borgarness. Um er að ræða 12,5 m2 skrifstofu á annarri hæð að Borgarbraut 61. Leigist með húsgögnum. Sameiginleg kaffistofa með öðru starfsfólki á hæðinni. Hlökkum til að fá fleira gott fólk. Nánari uppl. veitir Sigurbjörg í s: 898 9254

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360 Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort


Opnun fjöldahjálparstöðva -Eldað fyrir Ísland Okkur í Rauða krossinum í Borgarfirði langar til að þakka öllum þeim sem komu að æfingunni við opnun fjöldahjálparstöðvar sl. sunnudag. Rúmlega 300 íbúar Borgarbyggðar, sumarhúsagestir og aðrir gestir gerðu sér ferð í eina af þremur fjöldahjálparstöðvum sem við opnuðum, á Bifröst, Hvanneyri og í Borgarnesi, skráðu sig inn, þáðu súpu og skráðu sig út. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Með þessu móti gátum við æft okkur í að setja upp fjöldahjálparstöð, koma merkingum fyrir, fara yfir tiltækan búnað, setja upp skráningarkerfi, vinna á miðlægum gagnagrunni og með fjarskiptatæki auk þess að huga að öðrum fjölmörgum þáttum sem nauðsynlegir eru í aðstæðum sem þessum. Félag matreiðslumanna og ýmsir styrktaraðilar gerðu okkur kleift að bjóða upp á dýrindis súpu og þökkum við Magnúsi kokki sérstaklega fyrir hans framlag. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum

Eva Eðvarsdóttir sjálfboðaliði, Þorvaldur Magnús Nielsson Hansen kokkur frá klúbbi matreiðslumanna og Elín Kristinsdóttir formaður Rauða krossins í Borgarnesi og fjöldahjálparstjóri. Ljósmynd: Helgi Ívarsson

sem tóku þátt í æfingunni voru um 30 talsins og er mikill styrkur fyrir okkur á svæðinu að vita af þeim mannskap sem er tilbúinn að bregðast við ef á þarf að halda. Bestu þakkir fyrir daginn. Elín Kristinsdóttir, formaður Rauða krossins í Borgarfirði

Persónuleg kort fyrir öll tækifæri Bestu óskir um 2013

Gleðileg jól p

kau Brúð

og farsælt nýtt ár!

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.