KK & Ellen jólatónleikar á Sögulofti 20. og 21. desember n.k. Miðapantanir 437-1600 og landnam@landnam.is
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
36. tbl. 8. árgangur
21. nóvember 2013
hátíðartónleikar í re ykholtskirkju Nóvember 2013 47. starfsár
Sunnudaginn 24. nóvember kl. 20
4. verkefni
Saxófónkvartett Íslands flytur verk eftir H. Isaac, J. Francaix, P. Quatour, M. Praetorius, M. Nyman, J. S. Bach, H. Schütz og A. Piazzolla
* Samvinnuverkefni Tónlistarfélagsins, Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastsdæmis *
Vigdís Klara Aradóttir sópran-saxófónn Sigurður Flosason alt-saxófónn Peter Tompkins tenór-saxófónn Guido Bäumer barítón-saxófónn Verið öll velkomin
Aðgangseyrir kr. 1500, frítt fyrir félaga og börn Eldri borgarar kr. 1000 Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum
Stjórn Tónlistarfélags Borgarfjarðar
Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Boðsbréf - Nafnspjöld Reikningseyðublöð - Ritgerðir - Skýrslur
Viðburðadagatal fi 21/11-20:00 Landnámssetur; Bjössi Thor og Bítlarnir fi 21/11-20:00 Hjálmaklettur; Íbúafundur um málefni háskóla héraðsins fö 22/11-14:00 Hjálmaklettur; Foreldradagur Heimilis og skóla fö 22/11-20:00 Landnámssetur; Hetjur la 23/11-20:00 Logaland; Gleðifundur su 24/11-14:00 Þinghamar; Afmælishátíð Björgunarsveitarinnar Heiðars su 24/11-20:00 Reykholtskirkja; Hátíðartónleikar Tónlistarfélagsins - Íslenski saxófónkvartettinn þr 26/11-15:30 Risið Borgarbr. 65; Söngkonur stríðsáranna - tónleikar þr 26/11-20:30 Snorrastofa; Dætur dalsins, fyrirlestur Óskars Guðmundssonar fi 28/11-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fö 29/11-20:00 Reykholtskirkja; VerdiWagner tónleikar Tónlistarskólans su 1/12-14:00 Tónlistarskólinn; Samlestur Leikd. Skallagríms á Stöngin inn su 1/12-20:00 Landnámssetur; EkkiAðventutónleikar Einarsnes-systra þr 3/12-20:30 Reykholtskirkja; Framhaldsprófstónleikar Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Hamarsvöllur; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 14.00 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga Ullarselið opið fi-fö-lau kl. 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
BARNAHORNIÐ
Verdi – Wagner tónleikar
Giuseppe Verdi (1813-1901)
Richard Wagner (1813-1883)
Reykholtskirkju 29. nóvember 2013 kl. 20:00 Flutt verða þekkt lög úr óperum Verdis og Wagners í tilefni af því að 200 ár eru frá fæðingu þeirra
Fram koma kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngfólk úr héraði, Freyjukórinn og Samkór Mýramanna Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Reykholtskirkja
Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
Íbúafundur í Hjálmakletti
Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar um málefni Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands. Fundurinn fer fram í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi lmmtudaginn 21. nóvember og hefst kl. 20.00. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um málefni skólanna. Sveitarstjórn Borgarbyggðar
Bjössi Thor & Bítlarnir
Lay Low í Landnámssetrinu Fimmtudagskvöldið 12. desember nk. mun Lay Low koma fram á hljómleikum í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Lay Low þarf vart að kynna fyrir fólki enda hefur hún fyrir löngu síðan vakið landsathygli fyrir einstaka hæfileika sína, frábærar lagasmíðar, þróttmikinn hljóðfæraleik og silkimjúka söngrödd. Lay Low gaf á dögunum út sína fjórðu breiðskífu sem ber heitið Talking About the Weather. Á nýju plötunni svífur andi sveitarinnar yfir, en Lovísa fluttist nýverið frá borginni suður á land þar sem hún hafði áður búið. Heimkoman í sveitina, friðurinn og kyrrðin, æskan og sjálfstæðisbarátta listakonunnar
urðu því nokkuð óvænt yrkisefni plötunnar þar sem áður ótroðnar slóðir eru fetaðar, segir í tilkynningu frá listakonunni. Á tónleikunum mun Lay Low njóta fulltingins hljómsveitar sinnar sem skipuð er þeim Birki Hrafni Gíslasyni og Bassa Ólafssyni og munu þau flytja lög af nýju plötunni í bland við eldra efni. Um upphitun sér Snorri Helgason en hann hefur verið á ferð og flugi og komið fram vítt og breitt til að fylgja eftir útgáfu plötu sinnar ,,Autumn Sky” frá í haust. Húsið opnar klukkan 21.00 og hefjast hljómleikarnir hálftíma síðar.
Hinn landskunni gítarleikari Björn Thoroddsen heldur tónleika í Landnámssetrinu í kvöld, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 2.000. Björn hefur árum saman unnið með lagasmíðar Bítlanna enda ætlaði hann að ganga í hljómsveitina á yngri árum, eins og segir í tilkynningu. Úr því varð ekki. Bítlarnir vissu ekki af honum og hættu, reyndar áður en drengurinn lærði almennilega á gítar. Bítlalögin hafa gegnum árin verið á efnisskrá Björns, oft í mögnuðum útsetningum. Hann hefur brotið lögin niður í frumeindir og byggt þau upp að nýju. Á nýrri plötu sinni spilar hann lögin einn og óstuddur þótt stundum hljómi þau eins og í flutningi hefðbundinnar Bítlahljómsveitar með tveimur gíturum, bassa og trommum. Túlkun Björns á Bítlalögunum hefur vakið verðskuldaða athygli á tónleikum hans víða um lönd að undanförnu. Nú geta aðdáendur Bjössa og Bítlanna notið þeirra á tónleikum í Landnámssetrinu.
Björgunarsveitin Heiðar fertug
Á myndinni eru nokkrir valinkunnir félagar í Björgunarsveitinni Heiðari við Úlfsvatn í vetrarferð sem farin var upp úr 1990. Í tilefni þess að Björgunarsveitin Heiðar varð 40 ára þann 31. mars síðastliðinn verður sveitin með afmæliskaffi og opið hús í Þinghamri sunnudaginn 24. nóvember nk. milli kl. 14 og 17.
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
Borgarbyggð
Ný nefnd
Hátíðartónleikar Tónlistarfélagsins
Íslenski saxófónkvartettinn Það er óhætt að segja að Tónlistarfélag Borgarfjarðar slái ekki slöku við þessa dagana. Næsta sunnudag verða fjórðu tónleikar félagsins á starfsárinu og jafnframt hátíðartónleikar félagsins. Tónleikarnir sem félagið heldur í samvinnu við Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastsdæmi verða í Reykholtskirkju sunnudagskvöldið 24. nóvember næstkomandi og hefjast kl. 20.00. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir tónskáldin Jean Francaix, Michael Pretorius,
Michael Nyman, Johann Sebastian Bach, Heinrich Schuts og Astor Piazzolla. Íslenski saxófónkvartettinn er fyrsti og eini starfandi klassíski saxófónkvartettinn á Íslandi en hann skipa Vigdís Klara Aradóttir sópran-saxófónn, Sigurður Flosason alt-saxófónn, Peter Tompkins tenór-saxófónn og Guido Bäumer barítónsaxófónn. Aðgangseyrir er 1500 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara og frítt fyrir börn og félaga í Tónlistarfélaginu.
Á myndinni eru tvær af þremur stjórnarmeðlimum Tónlistarfélags Borgarfjarðar, þær Steinunn S. Ingólfsdóttir og Jónína Eiríksdóttir ásamt Arnaldi Arnarssyni gítarleikara eftir vel heppnaða tónleika hans í Reykholtskirkju þriðjudagskvöldið 12. nóv. sl. Á myndina vantar Önnu Guðmundsdóttur sem er einnig í stjórn Tónlistarfélagsins.
Breyting hefur orðið á nefndaskipan hjá Borgarbyggð. Á sveitarstjórnarfundi þann 14. nóvember síðastliðinn kaus sveitarstjórn Borgarbyggðar í nýja Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd. Samkvæmt nýrri samþykkt um stjórn sveitarfélagsins verður breyting á nefndum. Tómstundanefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd, landbúnaðarnefnd og Borgarfjarðarstofa hætta störfum og verkefni þeirra flytjast í aðrar nefndir. Í nýrri umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd sitja sem aðalmenn: Ingibjörg Daníelsdóttir formaður og Sigurður Guðmundsson varaformaður. Ásamt þeim eru: Jónína Erna Arnardóttir, Kolbeinn Magnússon og Þór Þorsteinsson aðalmenn, en varamenn þau: Friðrik Aspelund, Heiða Dís Fjeldsted, Haraldur Már Stefánsson, Sigríður G. Bjarnadóttir, María Júlía Jónsdóttir. Ekki verða breytingar á skipan annarra nefnda. Þá var einnig samþykkt breyting á skipan byggðarráðs frá og með 1. janúar 2014 en þá tekur Jóhannes F. Stefánsson sæti Geirlaugar Jóhannsdóttur í byggðarráði en Geirlaug verður varamaður í ráðinu.
DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM
Stríðsárarómantík Á tónleikum sem haldnir verða í Risinu, Borgarbraut 65a á þriðjudaginn kemur kl. 15:30 mun Kristjana Skúladóttir leikkona flytja dægurlög nokkurra helstu söngkvenna styrjaldaráranna og segja frá afrekum þeirra. Margar þessara söngkvenna ferðuðust á milli herstöðva til að stappa stálinu í stríðsþreytta hermenn og unnu mikilvægt starf á því sviði. Þar koma við sögu Vera Lynn, Marlene Dietrich og Andrews systur. Kristjana segir einnig frá því hvernig hernámsliðið hristi upp í Íslendingum á þessum tíma og kom með nýja tónlistarstrauma til landsins. Þá var Hallbjörg Bjarnadóttir fremst í flokki íslenskra söngkvenna og hlaut hún bæði lof og gagnrýni fyrir framandi tónlistarflutning og sviðsframkomu. Fleiri söngkonur koma einnig við sögu en tónleikarnir eru einstakt tækifæri til að ferðast aftur til fortíðar og upplifa stríðsárarómantíkina eins og hún gerist best. Tónleikarnir eru ætlaðir eldri borgurum á svæðinu en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.Aðgangseyrir er 1000 kr.
Júní 2014
Ágúst 2014
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Júlí 2014
10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
S
M
Þ
M
F
3
4
5
6
7
F
L
1
2
8
9
10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23
22 23 24 25 26 27 28
24 25 26 27 28 29 30
29 30
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
31
Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og sendum þér tilbúið dagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hunda- og kattahreinsun 2013 Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. - Hvanneyri mánudaginn 25. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 19:00. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina. - Bifröst þriðjudaginn 26. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. - Borgarnesi miðvikudaginn 27. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda með skráningarnr. 1- 250 kl. 16:30 -17:30. Fyrir hunda með skráningarnr. 251- 400 kl. 17:30 – 19. Fyrir ketti kl. 19:15 – 20:15. Þeir sem ætla að skrá hunda sína á staðnum eða muna ekki númer hundsins sem þeir eru með á skrá geta valið á milli þeirra tíma sem eru í boði. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. - Reykholti Àmmtudaginn 28. nóvember kl. 17:00 – 19:00. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina. Boðið verður upp einn viðbótardag verði margir sem ekki geti nýtt sér þjónustuna ofangreinda daga. Það verður auglýst sérstaklega á heimasíðu Borgarbyggðar. Þeir eigendur hunda og katta í þéttbýli Borgarbyggðar sem ekki mæta með dýr sín til þessarar hunda- og kattahreinsunar eru beðnir um að skila vottorði á skrifstofu Borgarbyggðar fyrir áramót um að dýr þeirra haÀ verið hreinsuð annars staðar. Samkvæmt hollustuháttareglugerð nr. 941/2002, 15. kaÁa, er hunda- og kattaeigendum skilt að láta ormahreinsa dýr sín árlega. Skilt er að ormahreinsa alla hunda 4 mánaða og eldri og nýgotnar tíkur og 3-4 vikna hvolpar skulu spóluormahreinsaðir sérstaklega. Skilt er að ormahreinsa alla ketti 4 mánaða og eldri. Öllum hunda- og kattaeigendum í Borgarbyggð býðst að nota sér þessa þjónustu. Árleg hreinsun fer að jafnaði fram milli loka október og byrjun desember. Skráningareyðublöð verða á staðnum fyrir þá sem ekki hafa skráð dýr sín nú þegar, en skráningarskylda er á öllum hundum og köttum í þéttbýli Borgarbyggðar. Ormahreinsun hunda og katta er innifalin í leyÀsgjöldum sveitarfélagsins. Með öðrum orðum þurfa þeir sem þegar hafa skráð hunda sína og ketti hjá sveitarfélaginu og greitt hafa leyÀsgjaldið fyrir árið 2013 ekki að greiða sérstaklega fyrir ormahreinsunina. Hinsvegar þarf að greiða fyrir aðra dýralæknaþjónustu sem dýralæknar bjóða upp á við þetta tækifæri s.s. ormahreinsun gæludýra í dreifbýli, smáveirusóttarbólusetningu, ófrjósemissprautu, örmerkingu og sprautu gegn kattarfári (gera má ráð fyrir að sá kostnaður sé 2.500 – 4.000 kr. fyrir hverja bóluseningu, ófrjósemissprautu, ormahreinsun gæludýra frá lögbýlum og örmerkingu). Upplýsingar um samþykktir um hunda- og kattahald í Borgarbyggð oÁ. er að Ànna á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is undir hreinlætismál. Einnig er hægt að hafa samband við umhverÀs- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433 7100 eða gegnum netfangið bjorg@borgarbyggd.is.