Íbúinn 23. mars 2017

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

10. tbl. 12. árgangur

23. mars 2017

Við Hraunfossa í byrjun mars 2017.

Vinnuhópur um fjölfarna ferðamannastaði boðar til kynningarfundar um skýrslu hópsins miðvikudaginn 29. mars n.k. í Hjálmakletti og hefst fundurinn kl. 20. Guðveig Eyglóardóttir formaður vinnuhópsins kynnir efni skýrslunnar og síðan verða almennar umræður um efnið.

Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

fi 23/3-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi í Bókhlöðunni þr 28/3-18:00 Hjálmaklettur; Bingókvöld útskriftarhóps Menntaskóla Borgarfjarðar mi 29/3-20:00 Hjálmaklettur; Kynningarfundur - Fjölfarnir ferðamannastaðir mi 30/3-20:30 Brautartunga; Hafið fö 31/3-20:00 Landnámssetur; Eftirherman og orginalinn-Jóhannes og Guðni fö 31/3-20:30 Brautartunga; Hafið su 2/4-20:30 Brautartunga; Hafið þr 4/4-20:00 Snorrastofa; Námskeið - Borgfirðinga sögur - Bjarnar saga Hítdælakappa fi 6/4-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi í Bókhlöðunni fö 7/4-20:00 Landnámssetur; Eftirherman og orginalinn-Jóhannes og Guðni mi 19/4-20:00 Snorrastofa; Kvæðamannafélagið Snorri fi 20/4-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi í Bókhlöðunni þr 25/4-20:30 Snorrastofa; Fyrirlestur - Er það Mímir við sinn brunn?

Skrifstofuhúsnæði til leigu Skrifstofuhúsnæði til leigu á besta stað í miðbæ Borgarness. Um er að ræða tvær samliggjandi skrifstofur á annarri hæð að Borgarbraut 61. Leigist með eða án húsgagna. Sameiginleg kaffistofa með öðru starfsfólki á hæðinni. Hlökkum til að fá fleira gott fólk. Nánari uppl. veitir Sigurbjörg í s: 898 9254

Takk fyrir Hafið

Um þessar mundir sýnir leikdeild Ungmennafélagsins Dagrenningar leikverkið Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson í samkomuhúsinu Brautartungu. Ég brá mér á sýningu og vil fá að þakka leikdeildinni og öllum Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

sem koma að þessu verki fyrir skemmtunina og óska þeim jafnframt til hamingju með vel unnið verk. Um leið vil ég hvetja sem flesta til að láta leikverkið ekki framhjá sér fara. Hulda á Fitjum.

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Boðsbréf Reikningseyðublöð Ritgerðir - Skýrslur


Sjálfboðaliðinn fjarverandi í sjálfboðastarfi Rósa Marinósdóttir var fjarverandi og upptekin við sjálfboðastörf í þágu kvenfélags sem var að annast kaffiveitingar fyrir sjálfboðaliða í björgunarsveit þegar veita átti henni viðurkenningu fyrir sjálfboðastörf á sambandsþingi Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) sem haldið var nú fyrr í marsmánuði í Hjálmakletti. Rósa vann flestar vinnustundir allra sjálfboðaliða í tengslum við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmótsins sem haldið var í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 2016. Dóttir Rósu tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd á þinginu, en síðar um daginn fór Sólrún Halla Bjarnadóttir sambandsstjóri UMSB og hitti Rósu. Dagskrá þingsins var hefðbundin samkvæmt lögum sambandsins. Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar færði kveðjur frá ÍSÍ en

hann situr í stjórn ÍSÍ og Guðmundur Sigurbergsson færði kveðju UMFÍ ásamt því að hann veitti Írisi Grönfeldt starfsmerki UMFÍ fyrir störf hennar í þágu ungmenna og íþróttastarfs í gegnum árin. Íris Grönfeldt sem aftur situr í stjórn afreksmannasjóðs UMSB tilkynnti um styrkveitingar úr

sjóðnum fyrir afrek ársins 2016. Sex íþróttamenn sem hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni: Bjarki Pétursson golfari, Birgitta Dröfn Björnsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson dansarar, Bjarni Guðmann Jónsson og Sigurður Aron Þorsteinsson körfuboltamenn og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir badmintonkona.

Rósa Marinósdóttir tekur við viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastörf úr hendi Sólrúnar Höllu Bjarnadóttur sambandsstjóra UMSB.

Valgreiðsla í heimabanka Eins og flestum er kunnugt hefur mikið verið um að vera í körfunni í vetur. Bæði meistaraflokkslið okkar hafa verið á útopnu í deildum þeirra bestu, Dominosdeild, stelpurnar í toppbaráttu og komust í úrslitaleik bikarkeppninnar og ungt og efnilegt lið okkar í karlaboltanum var í mikilli baráttu sem því miður endaði þannig að liðið leikur í 1. deild á næsta keppnistímabili. Engu að síður má segja að við séum að uppskera ríkulega úr öflugu yngriflokkastarfi síðustu ára þar sem uppistaða liðanna

er uppalið Skallagrímsfólk. Slík forréttindi skapa mikinn stöðugleika sem er forsenda framfara. Yngri flokkunum okkar hefur einnig gengið vel í vetur og hefur iðkendum, bæði stelpum og strákunum, fjölgað all nokkuð. Fyrir skömmu voru tilkynntir landsliðshópar yngri landsliða og eigum við þar 3 glæsilega fulltrúa. Til að tryggja stöðugleika í rekstri þarf utanaðkomandi fjármagn og nú leitum við til þín. Með því að greiða valgreiðslu í heimabanka að upphæð kr. 3.900.- styður þú dyggilega

við uppbyggingarstarf okkar. Valgreiðsluna má greiða í bútum með því að leggja inná hana eða greiða hluta hennar. Allt eftir aðstæðum og vali hvers og eins. Eins geta þeir sem einhverra hluta vegna fá ekki valgreiðslu í heimabankann sinn lagt inn á reikning deildarinnar, banki 0326-26-2159, kt.590593-2499. Við fjárfestum til framtíðar. Með vinsemd, virðingu og þakklæti fyrir stuðninginn Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.