Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
14. tbl. 10. árgangur
16. apríl 2015
Góður gestur Golfklúbbur Borgarness (GB) fékk Birgi Leif Hafþórsson í heimsókn á dögunum. Hann er margfaldur íslandsmeistari og eini íslenski kylfingurinn sem hefur unnið sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröð atvinnumanna. Birgir Leifur stýrði æfingu barna- og unglinga GB og hélt fyrirlestur um hvernig hann náði þeim árangri sem hann hefur náð. Krakkarnir hlustuðu af miklum áhuga og höfðu með sér veganesti út í lífið. Umræðan
Áhugasamir golfarar úr ungmennahópnum ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni (bláklæddum). Mynd GB
snerist ekki eingöngu um golf heldur líka um aðrar íþróttir og lífið almennt. Birgir Leifur talaði mikið um aga, heilbrigðan lífsstíl og eljusemi. Bráðlega fer að fjölga æfingum
í barna- og unglingastarfi GB og þær færast út í vorið þegar veður leyfir. Fá má upplýsingar um ungmennastarf klúbbsins á FB síðunni: Golfhópur ungmenna í Borgarbyggð.
Lúðar og létt tónlist Stórskemmtikvöld í Hjálmakletti Borgarnesi 24. apríl kl. 20.00
Hvanndalsbræður - Gísli Einars - Sóli Hólm Miðasala á :www.tix.is Fíflagangur og fjörug lög Síðast komust fleiri að en vildu!
Viðburðadagatal fö 17/4-20:00 Landnámssetur; Hallgrímur og Guðríður Steinunnar Jóhannesdóttur la 18/4-10:00 Skotvest; Innanfélagsmót su 19/4-10:00 UMSB ganga; Snjófjöll, gengið frá Fornahvammi su 19/4-10:30 Hlaðir; Ökuleikni fornbíla su 19/4-11:00 Borgarneskirkja; Messa su 19/4-14:50 Brúarás; Kleinur, kaffi og fornbílar frá breskum akstursíþróttaklúbbi su 19/4-17:00 Söngskólinn í Rvk; Framhaldsprófstónleikar Hönnu Ágústu Olgeirsdóttur og Steinunnar Þorvaldsdóttur su 19/4-20:30 Reykholtskirkja; Tóneikar Söngbræðra á 100 ára ártíð Bræðranna Þr 21/4-17.30 Félagsbær; Opin æfing hjá Kór eldri borgara, kaffi á könnunni þr 21/4-20:00 Alþýðuhúsið Bgn.; Aðalfundur Grímshúsfélagsins þr 21/4-20:00 Félagsbær; félagsvist mi 22/4-20:30 Reykholtskirkja; 100 ára kosningaafmæli kvenna - Fjölskylduhátíð fi 23/4 Sumardagurinn fyrsti fi 23/4-15:00 Safnahús; Tónleikar Tónlistarskóla og Safnahúss Borgarfjarðar og opnun sýningar: Gleim þeim ei fö 24/4-20:00 Hjálmaklettur; Lúðar og létt tónlist má 27/4-16:00 Grunnsk.Borgarnesi; Rauðakrossnámskeið: Börn og umhverfi mi 29/4-18:00 Rauðakrossnámskeið; Skyndihjálp fö 8/5-20:00 Landnámssetur; Hallgrímur og Guðríður Steinunnar Jóhannesdóttur Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ
Ratarðu í gegn?
- Grímshúsfélagið -
Aðalfundur Grímshúsfélagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi þriðjudaginn 21. apríl 2015 kl. 20,00. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkv. 11. gr. laga Grímshúsfélagsins. Áhugafólk um endurbyggingu Grímshúss í Brákarey er hvatt til að mæta.
- Grímshúsfélagið -
Sumarstarf í Borgarnesi N1 óskar eftir kraftmiklu og áreiðanlegu starfsfólki til sumarafleysinga á þjónustustöð N1 í Borgarnesi. Helstu verkefni: • Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni Hæfniskröfur: • Þjónustulund • Samskiptafærni • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Skal vera 18 ára eða eldri Áhugasamir sæki um á www.n1.is
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson stöðvarstjóri í síma 660-3437
Hluti af atvinnulífinu
Námskeið framundan hjá Rauða krossinum í Borgarfirði:
Börn og umhverfi Rauði krossinn í Borgarfirði heldur námskeiðið Börn og umhverfi fyrir börn í Borgarbyggð fædd árið 2003 (og eldri). Á námskeiðinu, sem er 12 klukkustundir, er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Kristín Einarsdóttir grunnskólakennari og Elva Pétursdóttir skyndihjálparleiðbeinandi. Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal. Námskeiðið veitir ekki réttindi til að starfa sem barnfóstra þar sem leyfilegur aldur barnfóstru er 15 ára og eldri.
Námskeiðið er haldið dagana 27.-30. apríl frá kl. 16:00-19:00 alla dagana í Grunnskólanum í Borgarnesi. Námskeiðsgjald er 6.000 kr. (ath. niðurgreitt námskeiðsgjald). Skráning hjá Elínu (elin@grunnborg.is eða í síma 8629972) Önnur námskeið í boði fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins í Borgarfirði: • • •
miðvikudaginn 29. apríl kl. 18-22 Skyndihjálp. Leiðbeinandi Árný Helgadóttir. miðvikudaginn 20. maí kl. 18-22 Sálrænn stuðningur. Leiðbeinandi Árný Helgadóttir. miðvikudaginn 27. maí kl. 18-22 Inngangur að neyðarvörnum. Leiðbeinandi Guðjón Svansson.
Þessi námskeið eru sjálfboðaliðum með samning við Rauða krossinn að kostnaðarlausu. Við erum alltaf að leita að góðum sjálfboðaliðum, sérstaklega til að taka vaktir í versluninni okkar. Ef þú hefur áhuga á því að ganga til liðs við okkur og taka 1-2 vaktir á mánuði þá endilega vertu í sambandi.
Vinsamlegast skráið ykkur hjá Elínu (elin@grunnborg.is eða í síma 8629972)
Markhönnun ehf
Kræsingar & kostakjör
Úrval fatnaðar fyrir alla fjölskylduna Fóðraðir pollagallar Fóð kr. 13.980,-
Nettó Borgarnes Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.