Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
15. tbl. 9. árgangur
23. apríl 2014
Viðburðadagatal mi 23/4-20:00 Alþýðuhúsið Bgn; Aðalfundur Grímshúsfélagsins mi 23/4-20:30 Reykholtskirkja; Vortónleikar Freyjukórsins og Magga Eiríks fi 24/4 Sumardagurinn fyrsti fi 24/4-13:00 Safnahús Borgarfjarðar; 110 ár frá fæðingu Guðmundar Böðvarssonar fi 24/4-15:00 Landnámssetur; Kynningarfundur Þjóðræknisfélagsins um V. Íslendinga fö 25/4-20:00 Félagsbær; félagsvist fö 25/4-20:30 Lyngbrekka; Vorhátíð Samkórs Mýramanna; hagyrðingar, kaffihlaðborð su 27/4-11:00 Borgarneskirkja; Messa fi 1/5 Verkalýðsdagurinn la 3/5 Faxaborg; Íþróttam. Faxa & Skugga Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla virka daga Ullarselið opið fi-fö-lau kl. 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
- Grímshúsfélagið -
Aðalfundur Grímshúsfélagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. apríl 2014 kl. 20,00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkv. 11. gr. laga Grímshúsfélagsins. 2. Samkomulag við Borgarbyggð. 3. Innanhússhönnun og nýtingaráform Grímshúss. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.
- Grímshúsfélagið -
„Landið sem þér er gefið“ Minningarsýning um Guðmund Böðvarsson Á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl n.k. kl. 13.00 verður opnuð óvenjuleg sýning í Safnahúsinu í Borgarnesi. Um er að ræða minningarsýningu um Guðmund Böðvarsson skáld (1904-1974) og er sérstaða hennar fólgin í mikilli þátttöku ungs fólks, en verkefnið er unnið í samstarfi Safnahúss og Tónlistarskóla Borgarfjarðar með þátttöku grunnskólanna í héraðinu. Sýningarhönnun er í höndum tveggja ungra hönnuða, Magnúsar Hreggviðssonar og Sigursteins Sigurðssonar. Sýningin mun standa fram í september. Safnahús hefur unnið að verkefninu í náinni samvinnu við Böðvar Guðmundsson sem hefur valið ljóðin sem notuð eru til grundvallar og mun flytja erindi um föður sinn við opnunina. Þá munu nemendur Tónlistarskólans flytja tónlist sem þeir hafa frumsamið við ljóð Guðmundar. Einnig flytja þeir nokkur lög sem áður hafa verið samin við ljóðin. Þeir hafa unnið að undirbúningi þessa í vetur undir handleiðslu kennara sinna. Í tengslum við sýninguna hafa grunnskólanemendur (aðallega í 9. bekk
G r u n n s kó l a n s í Borgarnesi) einnig unnið að veggspjaldagerð út frá ljóðum og hugsjónum Guðmundar og verða þau hluti sýn ingar innar. Þess má einnig geta að myndbandsupptaka verður gerð af opnunardagskránni og eru það ungir nemendur í kvikmyndaáfanga við Grunnskólann í Borgarnesi sem annast það verk undir leiðsögn kennara síns. Á sýningunni er fyrst og fremst lögð áhersla á ljóð Guðmundar undir þemanu „Landið sem þér er gefið“ auk þess sem sýndir verða valdir útskurðarmunir eftir hann. Þannig er stórum hluta listsköpunar hans gerð skil í sýningunni. Fornbílafjelag Borgarfjarðar (Samgönguminjasafnið í Brákarey) mun í tilefni opnunarinnar stilla upp gömlum bílum við Safnahús, Guðmundi til heiðurs.
Framboðslistar til sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð í vor -Fjórir listar hafa tilkynnt um framboðFramsóknarflokkur: 1. Guðveig Eyglóardóttir, Borgarnesi 2. Helgi Haukur Hauksson, Bifröst 3. Finnbogi Leifsson, Hítardal 4. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Borgarnesi 5. Kolbeinn Magnússon, Stóra-Ási 6. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi 7. Einar Guðmann Örnólfsson, Sigmundarstöðum í Þverárhlíð 8. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, Grímsstöðum 9. Hjalti Rósinkrans Benediktsson, Borgarnesi 10. Sigríður Þorvaldsdóttir, Hjarðarholti 11. Sigurjón Helgason, Mel 12. Halla Magnúsdóttir, Borgarnesi 13. Sigrún Ólafsdóttir, Hallkelsstaðahlíð 14. Kristján Axelsson, Bakkakoti 15. Dagný Sigurðardóttir, Inni-Skeljabrekku 16. Sveinn Hallgrímsson, Vatnshömrum 17. Jenný Lind Egilsdóttir, Borgarnesi 18. Ásmundur Einar Daðason, Þverholtum Samfylkingin: 1. Geirlaug Jóhannsdóttir, verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst 2. Magnús Smári Snorrason, forstöðum. símenntunar við Háskólann á Bifröst 3. Björk Jóhannsdóttir, myndlistarkennari 4. Unnsteinn Elíasson, grjóthleðslumaður og háskólanemi 5. Maj Brit Hjördís Briem, lögfræðingur 6. Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri 7. Erla Stefánsdóttir, BS í viðskiptalögfræði 8. Jón Arnar Sigurþórsson, lögreglumaður 9. Inga Björk Bjarnadóttir, listfræðinemi 10. Jóhannes F. Stefánsson, húsasmiður 11. Monica Mazur, leikskólakennari 12. Sölvi Gylfason, nemi í afbrotafræði og knattspyrnuþjálfari 13. Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur 14. Ólafur Þór Jónsson, sálfræðinemi 15. Sóley Sigþórsdóttir, kennari 16. Sveinn G. Hálfdánarson, fv. form. Stéttarfélags Vesturlands 17. Ingigerður Jónsdóttir, kjötiðnaðarmeistari 18. Jenni R. Ólason, eldri borgari
Sjálfstæðisflokkur: 1. Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri og formaður byggðaráðs, Borgarnesi 2. Jónína Erna Arnardóttir tónlistarkennari og sveitarstjórnarmaður, Borgarnesi 3. Hulda Hrönn Sigurðardóttir bóndi og sveitarstjórnarmaður, Geirshlíð Flókadal 4. Lilja Björg Ágústsdóttir grunnskólakennari og laganemi, Signýjarstöðum Hálsasveit 5. Sigurður Guðmundsson viðskiptafræðingur, Borgarnesi 6. Heiða Dís Fjeldsted bóndi og reiðkennari, Ferjukoti 7. Haraldur Már Stefánsson grasvalla- og íþróttafræðingur, Borgarnesi 8. Pétur Már Jónsson menntaskólanemi, Lækjarbug 9. Maren Sól Benediktsdóttir verkfræðinemi, Borgarnesi 10. Gunnar Ásgeir Gunnarsson verkamaður, Felli Reykholtsdal 11. Pálmi Þór Sævarsson tæknifræðingur, Borgarnesi 12. Íris Gunnarsdóttir viðskiptafræðinemi, Borgarnesi 13. Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir, Hvanneyri 14. Hildur Hallkelsdóttir kennaranemi, Borgarnesi 15. Guðrún Ingadóttir laganemi, Borgarnesi 16. Ólafur Pálsson verkamaður og frístundabóndi, Haukatungu syðri 1 17. Guðrún María Harðardóttir, fv. Póstmeistari, Borgarnesi 18. Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst Vinstri grænir: 1. Ragnar Frank Kristjánsson, Hvanneyri 2. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Borgarnesi 3. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti 4. Friðrik Aspelund, Hvanneyri 5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Kleppjárnsreykjum 6. Stefán Ólafsson, Borgarnesi 7. Anna Berg Samúelsdóttir, Hvanneyri 8. Bjarki Grönfeldt Gunnarsson, Brekku í Norðurárdal 9. Hanna Þorgrímsdóttir, Bæheimum, Bæjarsveit 10. Finnbogi Rögnvaldsson, Borgarnesi 11. Ingibjörg Daníelsdóttir, Fróðastöðum í Hvítársíðu 12. Sigurður Helgason, Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi 13. Guðný Dóra Gestsdóttir, Hvanneyri 14. Gunnar Jónsson, Króki í Norðurárdal 15. Ingibjörg Jónasdóttir, Hvanneyri 16. Kristberg Jónsson, Baulu í Stafholtstungum 17. Guðbrandur Brynjúlfsson, Brúarlandi í Álftaneshreppi 18. Vigdís Kristjánsdóttir, Borgarnesi
BORGARNES
FUNDIR Í FÉLAGSBÆ: Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Borgarbyggð boða til funda um málefni sveitarfélagsins, í Félagsbæ:
„Vinir handan hafs“ Létt spjall um Vestur-Íslendinga Kynningarfundur á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi, fimmtudaginn 24. apríl kl 15.00 – á sumardaginn fyrsta
Mánudaginn 28. apríl kl. 20.00: Stjórnsýsla - fjármál - öryggismál skipulagsmál - umhverfismál.
Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.00:
•
Atvinnumál - samgöngumál menningarmál - landbúnaðarmál.
•
Miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.30:
•
Fræðslumál - íþrótta - og tómstundamál velferðarmál. Allir velkomnir
• •
1. Böðvar Guðmundsson, rithöfundur: Skyggnst bak við leiktjöld bóka minna 2. Atli Ásmundsson, fyrrum ræðismaður: Sögur úr starfinu vestra Fundarstjóri: Jónína Erna Arnardóttir, tónlistarkennari Ábendingar og fyrirspurnir Svavar Gestsson gerir grein fyrir starfi Þjóðræknisfélagsins Samvinnuverkefni Þjóðræknisfélagsins og Utanríkisráðuneytisins
Borgarneskirkja Messa við upphaf héraðsfundar Vesturlandsprófastsdæmis sunnudaginn 27. apríl kl. 11.00. Séra Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Dalaprestakalli predikar. Altarisþjónustu annast séra Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholtsprestakalli og séra Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur. Kirkjukór Borgarneskirkju syngur. Organisti Steinunn Árnadóttir. Verið velkomin.