Íbúinn 11. maí 2017

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

16. tbl. 12. árgangur

11. maí 2017

FRAMHALDSPRÓFSTÓNLEIKAR

Olgeir Helgi Ragnarsson tenór heldur framhaldsprófstónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 14. maí 2017 kl. 17:00 Meðleikari: Jónína Erna Arnardóttir

Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis Tónlistarskóli Borgarfjarðar


Viðburðadagatal la 13/5-12:00 Brákarey; Stórsýning Rafta og Fornbílafjelags Borgarfjarðar 2017 su 14/5-11:00 Íþróttamiðstöðin Bgn; Gengið saman á mæðradaginn su 14/5-17:00 Borgarneskirkja; Framhaldsprófstónleikar Olgeirs Helga má 15/5-17:00 Tónlistarsk.; Vortónleikar þr 16/5-16:00 Tónlistarsk.; Forskólanem þr 16/5-17:00 Tónlistarsk.; Vortónleikar þr 16/5-20:00 Logaland; Vortónl. TskB þr 16/5-17:00 Tónlistarsk.; Vortónleikar þr 17/5-20:00 Logaland; Vortónl. TskB mi 17/5-20:00 Snorrastofa; Kvæðamannafélagið Snorri fi 18/5-20:00 Hjálmaklettur; Íbúafundur um heilsueflandi samfélag

Tónlistarskóli og Safnahús Safnahús og Tónlistarskóli Borgarfjarðar stóðu fyrir tónleikum á sumardaginn fyrsta, þar sem nemendur skólans fluttu frumsamin verk sín við ljóð Halldóru B. Björnsson frá Grafardal. Verkefnið var stutt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Það hefur verið í undirbúningi síðan í september s.l. og hafa nemendurnir sett orð í tóna undir handleiðslu

kennara sinna. Fjölmenni var á tónleikunum þar sem flutt voru hátt á anna tug verka. Um þessar mundir eru liðin 110 ár frá fæðingu Halldóru. Voru fulltrúar fjölskyldu hennar viðstaddir tónleikana, m.a. dóttir hennar Þóra Elfa Björnsson sem var Safnahúsi innan handar við val á ljóðum í ljóðahefti og formála að því.

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

Ræstingar – Borgarnesskrifstofa Laust er til umsóknar ræstingastarf, við embætti sýslumannsins á Vesturlandi, Borgarnesskrifstofu.

Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og formaður ritnefndar um sögu Borgarness afhenda forseta Íslands fyrstu eintök bókarinnar. F.v. Bjarki Þorsteinsson, Guðni Th. Jóhannesson og Birna Konráðsdóttir. Mynd: Olgeir Helgi

Saga Borgarness komin út Bókin Saga Borgarness kom formlega út á fjölmennum hátíðahöldum í Hjálmakletti í tilefni af 150 ára verslunarafmæli Borgarness. Bókin er í tveimur bindum, sem heita annars vegar Byggðin við Brákarpoll og hins vegar Bærinn við brúna. Höfundar eru frændurnir Egill Ólafsson heitinn og Heiðar Lind Hansson.

Starfið Starfið felur í sér almenn þrif á skrifstofuhúsnæði embættisins í Borgarnesi. Starfið skal innt af hendi á dagvinnutímabili milli kl. 08:00 og 11:00 tvisvar í viku. Starfshlutfall er 15%. Allar upplýsingar um starfið gefur Eva Eðvarsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og fjármála-og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Umsóknarfrestur er til 29. maí n.k. Umsóknir skulu sendar á netfangið eva@syslumenn.is eða í pósti á Sýslumaðurinn á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnesi. Sýslumaðurinn á Vesturlandi Ólafur K. Ólafsson


Borgarnes 150 ára afmælishátíð

Það var fjölmenni í Hjálmakletti þegar haldið var upp á 150 ára verslunarafmæli Borgarness. Myndir: Olgeir Helgi

Unga kynslóðin lét ekki sitt eftir liggja og sýndi gestum fram á að framtíðin er björt.

BARNAHORNIÐ

Kvenfélag Borgarness sá um veitingar og var forsetahjónunum boðið fyrst að veisluborðinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra steig í pontu og rifjaði upp ýmis strákapör frá æskuárunum í Borgarnesi.

Íris Líf Stefánsdóttir kom fram í hlutverki Línu langsokks og lífgaði upp á samkomuna.


Íbúafundur um heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð Í tilefni af því að Borgarbyggð er að verða heilsueflandi samfélag er boðað til íbúafundar fimmtudaginn 18. maí kl. 20:00 í Hjálmakletti

Dagskrá: o Allt til alls – í heimabyggð – Íris Grönfeldt o Áfram Borgarbyggð! – Magnús Scheving o Samningur undirritaður – Héðinn Svarfdal Björnsson, Embætti landlæknis o Umræður í hópum um helstu þætti heilsueflandi samfélags: Hreyfing – Næring – Líðan – Lífsgæði o Helstu niðurstöður og næstu skref

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

SKESSUHORN 2017

Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um heilsueflandi aðgerðir í Borgarbyggð


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.