ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
ÍBÚINN
Auglýsingasími: 437 2360
frétta- og auglýsingablað
16. tbl. 14. árgangur
9. maí 2019
Leiklistarnámskeið í Borgarnesi Dagana 1.-5. júlí í sumar fer fram fimm daga leiklistarnámskeið fyrir börn og fullorðna, á vegum leikhópsins Flækju. Kennarar eru þær Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Júlíana Kristín Jónsdóttir starfandi leikkonur. Námskeiðinu verður skipt upp í hópa eftir aldri og kennt daglega:
Hópur I: Efstu deildir leikskóla Einblínt verður á leikgleði og er markmiðið að skemmta sér saman á skapandi hátt. Börnin munu fara í leiki þar sem reynt er á athygli og ímyndunarafl.
Hópur III: 9-11 ára Einblínt verður á samvinnu í hóp og leikræna túlkun á gefnum aðstæðum. Lokaútkoman er örleikrit unnið út frá beinagrind að handriti sem sýnt verður aðstandendum.
Hópur IV: 12-16 ára Hópur II: 6-8 ára Einblínt verður á samvinnu og lausnir á skapandi verkefnum. Lokaútkoman er frumsamið örleikrit sem sýnt verður aðstandendum.
Einblínt verður á skapandi hugsun og tjáningu, auk þess sem farið verður í grunntækni í karaktersköpun.
Hópur V: Kvöldnámskeið 16+ Námskeið fyrir þá sem vilja bæta við sig tæknilegri þekkingu í leiklist. Námskeiðið hentar bæði áhugaleikurum og þeim sem langar að leggja leiklist fyrir sig.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vefsíðu hópsins: www.flaekja.com/leiklistarnamskeid
Viรฐburรฐadagatal
mi 8/5 Reykholt; Barnamenningarhรกtรญรฐ. Listrรฆnn vettvangur barna รญ Borgarfirรฐi og Dรถlum รพar sem miรฐaldir Snorra Sturlusonar skapa umgjรถrรฐina fi 9/5-16:00 Brรกkarhlรญรฐi; Jรณhannes Sigurbjรถrnsson Vogalรฆk 80 รกra fi 9/5-17:00 Hjรกlmaklettur; ร รพrรณttafataskiptimarkaรฐur UMSB. fi 9/5-19:30 Kaffi kyrrรฐ; Sรถlvi Tryggvason fyrirlestur: ร eigin skinni - Grunnatriรฐi gรณรฐrar heilsu fi 9/5-20:00 Snorrastofa; Prjรณna-bรณkakaffi. Lokakvรถld la 11/5-13:00 Brรกkarey; Stรณrsรฝning Rafta og Fornbรญlafjelags Borgarfjarรฐar la 11/5-14:00 ร รฐal; Galdranรกmskeiรฐ meรฐ Einari Mikael fyrir 6-12 รกra 12.-15. maรญ Vortรณnleikar & skรณlaslit Tรณnlistarskรณla Borgarfjarรฐar su 12/5-20:00 Menntask. Borgarfjarรฐar; Fyrirlestur um tengsl รกfalla รญ รฆsku og streitu รก fullorรฐinsรกrum รพr 14/5-17:00 Landnรกmssetur; Grettissaga Einars Kรกrasonar
Birting viรฐburรฐa er รกn endurgjalds og tรญmasetningar ekki sannreyndar
2 " ' ' ) ! ' ) ) (( 4 & () ) &) !'()& " (# *)% ! -( ' & )$$ -' ( &) * ! ' $) # * ) &# % " )'() ) ! ) ' ' $() '( (() '()& , ' ' & ) '(#& ) & !'()& ) ( % (( %&") )$$ -' '(# * & $$ -' # ( & ' $( ! ' * * & % " )'() $$ -' # ) & '( )& ( * & & )$$ -' & ! ) '" &2 ,5+ '(3 '
Getum viรฐ aรฐstoรฐaรฐ รพig?
Fjรถlritunar- og รบtgรกfuรพjรณnustan sรญmi: 437 2360
Jรณhannes Sigurbjรถrnsson รก Vogalรฆk 80 รกra Afmรฆlisboรฐ verรฐur haldiรฐ รญ Brรกkahlรญรฐ รญ Borgarnesi kl. 16-18 รก afmรฆlisdegi hans fimmtudaginn 9. maรญ
Hรถnnun prentgripa & alhliรฐa prentรพjรณnusta: Dreifibrรฉf - Boรฐsbrรฉf Reikningseyรฐublรถรฐ Ritgerรฐir - Skรฝrslur
Sumarferð 12. júní Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni
Sumarferð FEBBN miðvikudaginn 12. júní 2019 Lagt verður af stað frá Borgarbraut 65a kl: 9:45 Farin óhefðbundin leið á höfuðborgarsvæðið. Keyrt í Mosfellsbæ, farin Hafravatnsleið yfir á Nesjavallaleið og framhjá nýja fangelsinu á Hólmsheiði, niður á Suðurlandsveg. Þaðan liggur leiðin í Bláfjöll og gerð tilraun að sjá til hafs og höfuðborgarsvæðis. Komum í Kapelluhraun við Hafnarfjörð og keyrum Vellina. Þaðan liggur leiðin út á Álftanes, að Hliði, sem er veitingastaður, fáum þar súpu, brauð og kaffi. Þaðan verður farið í Hallgrímskirkjuturn, þar sem við óskum eftir góðu útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Við skoðum Grasagarðinn í Laugardal og þar fáum kaffisopa og köku. Þaðan förum við svo áleiðis heim um Hvalfjörð og borðum kvöldverð hjá Hótel Glym. Þessi ferð kostar 6500 fyrir félagsfólk (sama verð og í fyrra). Aðrir greiða fullt gjald, kr. 17.000 Skráning í ferðina er hjá ferðanefndinni í símum 892-2449 eða 862-8943 - einnig í Félagsstarfinu. Selt verður í ferðina í Félagsstarfinu þriðjudaginn 21. maí kl. 14 – 15. Fyrir þann tíma þarf að vera búið að skrá sig í ferðina. Ferðanefndin
Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
sími: 437 2360
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila
Fyrirlestur: Áföll og streita Sunnudaginn 12. maí nk. kl. 20:00 mun Auður Harpa Andrésdóttir halda fyrirlestur í Menntaskóla Borgarfjarðar. Fyrirlesturinn er haldinn að frumkvæði Guðrúnar Emilíu Daníelsdóttur og Dagnýjar Pétursdóttur og verður frítt inn. Vilja þær koma á framfæri þökkum til styrktaraðila fyrir að gera þeim kleift að bjóða upp á þennan fyrirlestur. „Hver kannast ekki við streitu? Hún þarf ekki að vera slæm ef að hún varir í skamma stund, langvarandi streita getur hinsvegar haft neikvæð áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega,“ segir í frétt frá þeim stöllum. Auður Harpa er með BA próf í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. Lokaritgerð hennar fjallaði um áhrif áfalla í æsku á heilsu seinna á ævinni og hlaut hún mikið lof fyrir.
Rarik hóf lagningu þriggja fasa rafmagnsstrengs að Leirulæk, Leirulækjarseli og Lambastöðum á Mýrum síðasta mánudag. Jafnhliða verður ljósleiðararör plægt niður. Mynd: Rarik
Þriggja fasa rafmagn lagt niður með Langá Rarik hóf lagningu þriggja fasa rafmagnsstrengs niður með Langá nú á mánudaginn. Í þessum áfanga verður lagt frá millispenni á Smiðjuhóli, Leirulæk, Leirulækjarseli, Brúarási endurvarp og að Lambastöðum. Jafnhliða verður ljósleiðararör plægt niður. Í
heildina verða lagðir tæpir 12 km núna. „Þeir reikna með að það verði kominn háspennustrengur að Lambastöðum þegar í næstu viku,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar í samtali við Íbúann.
Eru útgáfumálin að kaffæra þig?
Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum