Íbúinn 15. maí 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

18. tbl. 9. árgangur

15. maí 2014

Auglýsing – laus störf fyrir háskólanemendur Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar tvö störf sem ætluð eru háskólanemum. Skilyrði er að umsækjendur eigi lögheimili í Borgarbyggð og séu á milli anna í háskólanámi. 1.

Sundlaugarvarsla í Hreppslaug (í samstarï við Umf. Íslending)

Ungmennafélagið Íslendingur leitar að einstaklingi til starfa sem sundlaugarvörður við Hreppslaug í Skorradal. Um er að ræða 100 % starf á tímabilinu 6. júní – 10. ágúst 2014. Vinnutími er lmmtudagur - föstudagur kl. 18.30- 23.00 og laugardagur - sunnudagur kl. 12.30-22.00. Helstu verkefni eru öryggisgæsla, afgreiðsla, baðvarsla og ræstingar. Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem er þjónustulundur og reglusamur og hefur góð tök á íslensku og ensku. Hann þarf að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp og hafa staðist sundpróf.

Nánari upplýsingar um þetta starf veitir Ulla R. Pedersen, formaður Ungmennafélagsins Íslendings í síma 865-0148 eða ullaogragnar@gmail.com

2.

Starf á golfvelli Glanna í Norðurárdal (í samstarï við Golfklúbbinn Glanna) Starfsmaður óskast til almennra starfa á Golfvellinum Glanna. Um er að ræða umhirðu, vökvun, slátt og önnur störf sem upp koma. Vinnutími er frá kl. 8.00 - 16.00

Umsækjandi þarf að vera vinnusamur og stundvís og eiga gott með að vinna með öðrum. Nánari upplýsingar um starïð gefur Kolbeinn í gegn um netfangið kolbeinnp@gmail.com

Áhugasamir háskólanemar eru beðnir um að senda umsóknir um störïn, ásamt gögnum sem styðja umsóknina, á netfangið kristjangisla@borgarbyggð.is fyrir 21. maí n.k. Öllum umsóknum verður svarað. Sveitarstjóri


Viðburðadagatal fi 15/5 13-17 Tónlistarskólinn; Innritun fi 15/5-17:00 Tónlistarskólinn; Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fi 15/5-18:00 Brákarbraut 10 Bgn; Opnun kosningaskrifstofu Samfylkingar fö 16/5 13-17 Tónlistarskólinn; Innritun la 17/5-13:00 Skallagrímsgarður; Kynningarhátíð Vinstri-Grænna su 18/5-10:30 Skallagrímsvöllur; Mæðgna golf -golfkynning Golfklúbbsins má 19/5-20:30 Lindartunga; Framboðsfundur í Borgarbyggð þr 20/5-20:30 Logaland; Framboðsfundur í Borgarbyggð mi 21/5-20:00 Hjálmaklettur; Framboðsfundur í Borgarbyggð mi 21/5-20:00 UMSB; Gönguæfing fi 22/5-19:30 Íþróttamiðstöðin Bgn; Kynningarf. Landsmót UMFÍ 50+ Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla virka daga Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ

Er kominn veiðihugur í þig - geturðu fengið fiskinn til að bíta á öngulinn?

Taktu þátt í íþróttastarfi 50+ Kynningarfundur á keppnisgreinum á landmótinu verður í íþróttahúsinu í Borgarnesi fimmtudaginn 22. maí kl 19:30. Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ mætir á fundinn til að kynna mótið. Sérstök kynning verður á ringó að kynningu lokinni. Ringo svipar mjög til blaks. Sömu reglur eru í ringo og blaki nema hringir eru notaðir í stað bolta. Þetta er íþrótt sem allir geta tekið þátt í ungir sem eldri. Leikurinn er spilaður á venjulegum blakvelli og er mjög skemmtilegur. Á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is er hægt að sjá keppnisgreinar á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík. Áhugafólk um hreyfingu og íþróttir innan UMSB


1.479 kr.

1.495 kr.

Bearnaise-borgari arna ais iseisee-b bo bo org rga rg arii

9" pizza

franskar, lítið Prins Póló og gosglas

með eð 2 áleggjum og gosglas

Veitingatilboð 1.095 kr.

495 kr.

Samloka

Pylsa með öllu

með skinku, osti, káli og sósu, franskar og gosglas

og 0,5 l Coke í dós

N1 Borgarnesi Sími: 440 1333

Opið:

Alla daga 08:00-23:00 Grillið opið 11:00-22:00


Ljómalind ársgömul Sveitamarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi verður eins árs þann 17. maí næstkomandi. „Af því tilefni ætlum við að þakka heimamönnum fyrir frábærar viðtökur og bjóða öllum að kíkja við í okkar fjölbreyttu verslun því þar verður mikið líf á afmælisdaginn kl 15.00 – 17.00. Þar verður hægt að smakka söluvörur, tilboð verða í gangi, afmæliskaka og Mýrarnaut mun grilla. Tónlistarmenn úr héraðinu munu stíga á stokk,“ segir í tilkynningu. Opið hefur verið um helgar í vetur en í sumar verður opið alla daga kl. 11.00 – 18.00. Ljómalind er við hringtorgið norðan við Borgarnes.

Framboðsfundir í Borgarbyggð Framboðsfundir í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí n.k. verða haldnir á eftirtöldum stöðum: • • •

Mánudaginn 19. maí kl. 20,30 í félagsheimilinu Lindartungu Þriðjudaginn 20. maí kl. 20,30 í félagsheimilinu Logalandi Miðvikudaginn 21. maí kl. 20,00 í Hjálmakletti í Borgarnesi

Á fundunum verða öll framboð með framsögu og að þeim loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum framboðanna þar sem fundarmönnum gefst kostur á bera upp fyrirspurnir úr sal. Fundunum lýkur á „hraðstefnumóti“ við kjósendur. Kjósendur eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér stefnumál framboðanna. Frambjóðendur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.