Íbúinn 24. maí

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

18. tbl. 12. árgangur

24. maí 2017

Nemendur sem útskrifast í vor frá Menntaskóla Borgarfjarðar dimmiteruðu á föstudaginn var. Stúdentarnir verðandi settu svip á Borgarnes og vöktu kennara með söng og glensi um morguninn og borðuðu svo morgunverð með kennurum og starfsfólki í skólanum. Síðan var haldið út í vorið og litið við á ýmsum stöðum í bænum. Útskrift verður laugardaginn 27. maí nk og hefst kl. 14:00. Mynd: Menntaskóli Borgarfjarðar

Stjóra leitað Stjórn Hollvinasamtaka Borgarness leitar að aðila sem er tilbúinn til að stýra undirbúningsvinnu vegna hinnar árlegu Brákarhátíðar sem haldin verður 24. júní nk. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við formann samtakanna í síma 894-4618 eða í netfangið eirikur@landnam.is. Á aðalfundi Hollvinasamtakanna fyrr í maímánuði var kjörin ný stjórn. Eiríkur Þór Theodórsson er formaður, Geir Konráð Theodórsson ritari og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir gjaldkeri.

Skotfélagið styrkir Zonta Skotfélag Vesturlands styrkti starf Zontaklúbbs Borgarfjarðar um 32.500 kr. en það var upphæðin sem Zontakonur og gestir greiddu fyrir æfingu hjá SkotVest á dögunum. Zonta styrkir konur um víða veröld.


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

fi 25/5-14:00 Borgarneskirkja; Hátíðarguðsþjónusta. Víxlubiskup predikar fi 25/5-17:00 Reykholtskirkja; Drengjakór Reykjavíkur heldur tónleika. Frítt inn fi 25/5-21:00 Englendingavík; Mugison la 27/5-9:00 Vindás; Líflandsgæðingamót la 27/5-11:00 Borgarnes; Félag þjóðfræðinga heldur landsbyggðarráðstefnu fö 2/6-23:00 Faxaborg; Sveitaball með Made in sveitin su 4/6-11:00 Borgarneskirkja; Hátíðaguðsþjónusta su 4/6-14:00 Álftatungukirkja; Hátíðarguðsþjónusta má 5/6-14:00 Borgarneskirkja; Hátíðarguðsþjónusta

9 mánaða börn fái leikskólapláss Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 18. maí sl. að þróa leikskólastarf í Borgarbyggð á þann veg að allt að 9 mánaða ungum börnum bjóðist leikskóladvöl að loknu fæðingarorlofi. Þetta fyrirkomulag mun standa yfir

frá hausti 2017 í 12 mánuði til reynslu. Var fræðslunefnd, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og skólastjórnendum falin frekari útfærsla sem verður kynnt foreldrum bráðlega. Í frétt á vefsíðu sveitarfélagsins segir að faglegt leik-

Bátur til sölu Stöðugur, léttur og meðfærilegur Terhi Micro Fun bátur með 10 hestafla Tohatsu mótor, stýrisbúnaði og bátakerru. Ný skrúfa fylgir. Ásett verð kr. 690 þúsund Upplýsingar í síma 893 2361

skólastarf sé sá kostur sem þyki eftirsóknarverðastur fyrir börn og foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Leikskólar starfa samkvæmt lögum, reglugerðum og aðalnámskrá þar sem meðal annars er kveðið á um eftirlit sveitarfélaga og ráðuneytis með starfsemi leikskóla. Rannsóknir benda til þess að það sé verulegur faglegur ávinningur fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. Þetta á sérstaklega við um börn með seinkaðan þroska, börn sem búa við bága félagslega stöðu og börn af erlendum uppruna. Stjórnendur leikskóla Borgarbyggðar telja sig reiðubúna að vista börn frá því að fæðingarorlofi foreldra lýkur nú í haust ef húsnæði, starfsmannahald og fjárhagur leyfir. Vel hefur gengið að aðlaga 12 mánaða börn í leikskólana og hafa deildarstjórar yngstu barna deilda komið saman og deilt hugmyndum um starfsemi með svo ungum börnum.


Hreyfivika 29. maí - 4. júní 2017

Mánudagur 29.maí. • Borgarbyggð býður frítt í þreksalinn og sundlaugina í Borgarnesi allan daginn. • Golfklúbbur Borgarness býður öllum að spila frítt á golfvellinum að Hamri og á æfingasvæðinu allan daginn. • Grunnskóli Borgarfjarðar, Varmalandsdeild kl. 9:00-12:00. • Veiðiferð í Hreðavatn kl. 9:00-12:00, allir velkomnir. • Skallagrímsvöllur í Borgarnesi kl. 10:00-12:00 Kynning á golfíþróttinni með ýmsu móti, snag, fótboltagolf, yoga og fleira skemmtilegt. Magnús Birgisson golfkennari hjá GB leiðbeinir, mæting á fótboltavöllinn. • Golfvöllurinn að Hamri kl. 15:00-19:00 Magnús Birgisson golfkennari leiðbeinir á æfingasvæðinu. Golfkennsla, þrautir og ýmsir skemmtilegir leikir með golfívafi. • Fuglaskoðun á Hvanneyri með Sigurjóni Einarssyni kl.18:15. Mæting við Skemmuna á Hvanneyri, allir hvattir til að taka með sér sjónauka. • Skallagrímsvöllur í Borgarnesi kl. 20:00 Fótbolti fyrir konur á öllum aldri. • Varmalandsvölllur, kl. 20:00 Frjálsíþróttaæfing, allir velkomnir. • Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 20:30 Badminton fyrir fólk á öllum aldri. Þriðjudagur 30.maí. • Grunnskóli Borgarfjarðar, Varmalandsdeild kl. 9:00 Gönguferðir með nemendum skólans um nágrennið. Farið frá grunnskólanum á Varmalandi, allir velkomnir með. • Skallagrímsvöllur í Borgarnesi kl. 20:00 Fótbolti fyrir fólk á öllum aldri með Arnari Víðir.

Miðvikudagur 31. maí. • Grunnskóli Borgarfjarðar, Varmalandsdeild kl. 8:30 „17.júní“ hlaupið á Varmalandi fyrir börn í 1. - 6. bekk. • Íþróttahöllin á Hvanneyri kl. 17:30 Dans eróbikk með Aldísi Örnu, allir velkomnir. • Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 19:15 Blak fyrir konur á öllum aldri. • Varmalandsvöllur kl. 20:00 Fótbolti fyrir fólk á öllum aldri, allir velkomnir. • Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 20:55 Ringó fyrir fólk á öllum aldri. Fimmtudagur 1.júní. • Golfklúbbur Borgarness býður öllum að spila frítt á golfvellinum að Hamri og á æfingasvæðinu allan daginn. • Skallagrímsvöllur í Borgarnesi kl. 10:00 - 12:00 Kynning á golfíþróttinni með ýmsu móti, snag, fótboltagolf, yoga og fleira skemmtilegt. Magnús Birgisson golfkennari hjá GB leiðbeinir, mæting á fótboltavöllinn. • Golfvöllurinn að Hamri kl. 15:00 - 19:00 Magnús Birgisson golfkennari leiðbeinir á æfingasvæðinu. Golfkennsla, þrautir og ýmsir skemmtilegir leikir með golfívafi. • Hreppslaug kl. 19:00 Sundlaugarpartý fyrir alla fjölskylduna, börn koma í fylgd með fullorðnum. Frítt inn. • Sundlaugin á Kleppjársreykjum. Borgarbyggð bíður frítt í sund á milli kl. 19-21.

Alla vikuna er vinavika knattspyrnudeildar Skallagríms. Þá geta allir mætt á æfingar án þess að greiða æfingagjald og iðkendur eru hvattir til að bjóða vinum sínum með á æfingar. Sjá æfingatöflu á Skallagrímur fótbolti á Facebook. Allir þessir viðburðir í heilsuvikunni eru ókeypis!! Við hvetjum alla til að taka þátt í sundkeppni á milli sveitarfélaganna! Hún virkar þannig að þú mætir í sund í Borgarbyggð, syndir eins og þig lystir og að sundi loknu skráir þú í afgreiðslunni hvað þú syntir langa vegalengd. UMFÍ tekur svo saman niðurstöðurnar daglega og birtir stöðuna í keppni á milli sveitarfélaganna. Allir syntir metrar í þessari viku telja í keppninni nema þeir sem syntir eru í sundkennslu og á skipulögðum sundæfingum.


Sýslumaðurinn á Vesturlandi

Breyttur afgreiðslutími í sumar Vegna sumarleyfa starfsmanna verður afgreiðslutími á skrifstofum Sýslumannsins á Vesturlandi, á Akranesi, í Borgarnesi og í Stykkishólmi styttur þannig að þær verða opnar milli kl. 11:00 og 15:00 frá 12. júní til 18. ágúst 2017. Skrifstofan í Búðardal verður af sömu ástæðu lokuð þrjá daga í sumar þ.e. 29. og 30. júní og 14. júlí.

Sýslumaðurinn á Vesturlandi 19. maí 2017 Ólafur K. Ólafsson

Hátíðarmessa á kirkjudegi Vígslubiskupinn í Skálholti séra Kristján Valur Ingólfsson heimsækir Borgarnessöfnuð á kirkjudegi, en kirkjudagur er vígsludagur kirkjunnar. Hann predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti við hátíðarguðsþjónustu í Borgarneskirkju kl. 14.00 á uppstigningardag 25. maí.

Farfuglar ses eignuðust nýverið Farfuglaheimilið í Borgarnesi og hafa verið að vinna að gagngerum breytingum á húsnæðinu. Verið er að manna sumarstörf í þessum töluðu orðum og vilja Farfuglar benda lesendum Íbúans á þetta áhugaverða starf sem ætlunin er að ráða í frá og með 1. júní nk. Hægt er að fá frekari upplýsingar um starfið á heimasíðu Farfugla: www.hostel.is/joinus Nánari upplýsingar veitir Eva Hlín Alfreðsdóttir, móttökustjóri í síma 696 7910


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.