Íbúinn 22. maí 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

19. tbl. 9. árgangur

22. maí 2014

Hálfrar aldar hús rifið Hús sem hýst hefur ýmsa atvinnustarfsemi og sett mikinn svip á bæjarmyndina í Borgarnesi í hartnær hálfa öld hefur nú verið rifið. Upphaflega byggði Loftur Einarsson athafnamaður húsið og stefndi að rekstri naglaverksmiðju undir heitinu Galvanótækni. Fjölmörg fyrirtæki hafa verið í húsinu síðan. Bræðurnir Steinar og Jóhann Ingimundarsynir voru þar með vöruafgreiðslu fyrir flutningafyrirtæki sitt. Aðrir bræður, þeir Jón og Stefán Haraldssynir ráku matvöruverslun í húsinu um átján ára skeið og Bónus var þar til húsa fyrstu árin í Borgarnesi. Geirabakarí var um árabil í húsinu ásamt JGR heildverslun og er þá fátt talið.

Síðasta föstudag heimsótti Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Hann sagði nemendum frá föðurbróður sínum Þórði á Mófellsstöðum sem var smiður þrátt fyrir að vera blindur, en krakkarnir voru nýbúnir að fræðast um hann í Safnahúsinu. Bjarni náði vel til krakkanna, þeir hlustuðu af athygli og þótti heimsóknin virkilega skemmtileg. Að lokum sungu krakkarnir fyrir Bjarna. Heimsókn sem þessi er hluti af markmiðum skólans fyrir Grænfánann um átthaga. Á myndinni má sjá nokkra nemendur skoða staf sem Þórður smíðaði handa móður sinni. Mynd: Helga Jensína Svavarsdóttir


Viðburðadagatal fi 22/5-19:30 Íþróttamiðstöðin Bgn; Kynningarf. Landsmót UMFÍ 50+ fi 22/5-20:00 Logaland; Árshátíð unglingadeildar á Kleppjárnsreykjum la 24/5 Faxaborg; Gæðingakeppni la 24/5-19:30 Brúartorg 4; Konukvöld su 25/5-10:30 Íþróttavöllurinn Bgn; Mæðgnagolfkynning Golfklúbbsins þr 27/5 10-17 Blóðbankabíllinn í Bgn þr 27/5-20:00 Félagsbær; Aðalfundur sóknarnefndar Borgarnessóknar mi 28/5-18:00 Borgarnes; Kvennareið mi 28/5-20:00 UMSB-ganga; Hallarmúli fi 29/5 Uppstigningardagur fi 29/5-21:00 Landnámssetur; Birgir og Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið o. eftir samkomulagi Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður alla d. 11-18 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla virka daga Ullarselið opið fi-fö-lau kl. 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ Héðan

Hingað

Nú er aldeilis farið að grænka. Finnurðu leiðina í gegn um limgerðið?

4. Landsmót UMFÍ 50+ Íþrótta- og heilsuhátíð! Húsavík 20.–22. júní 2014 Keppnisgreinar: Blak, boccia, bogfimi, bridds, dráttavélaakstur, fjallahlaup, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, hrútadómar,jurtagreining, línudans, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, skotfimi, stígvélakast, sund, sýningar, þríþraut. Velkomin til Húsavíkur!

NORÐURÞING

Þingeyjarsveit

Nánari upplýsingar á www.umfi.is


Hárgreiðslustofa Elfu hættir starfssemi 30. maí n.k.

Elfa Hauksdóttir hárgreiðslumeistari

Ungmennafélags Íslands

248.300

Vil ég þakka öllum þeim sem ég hef haft hendur í hári síðustu árin innilega fyrir viðskiptin.

Frjálsíþróttaskóli FFrjálsíþróttaskóli jál íþ ótt kóli UMFÍ er kjörið kjö ið tækifæri t kif i fyrir f i öll ungmenni á aldrinum 11–18 ára. Auk æfinga í frjálsum íþróttum veður farið í aðrar íþróttir sem og kvöldvökur, gönguferðir og fleira skemmtilegt sem eflir félagsandann. Innifalið í verði sem er kr. 20.000 er gisting, matur og kennsla.

Frjálsíþróttaskólinn verður á eftirtöldum stöðum í sumar: Egilsstaðir 10.–14. júní Laugar í Reykjadal 10.–13. júní

Borgarnes 23.–27. júní Selfoss 14.–18. júlí

Sauðárkrókur UMSS 21.–25. júlí

Skráning: umfi.is

Konukvöld Konur á öllum aldri, takið frá laugardagskvöldið 24. maí. Það verður konukvöld á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins á Brúartorgi 4 frá kl. 19:30. Léttar veitingar í boði. Björk Jakobsdóttir leikkona verður með uppistand og seinna um kvöldið kemur trúbador og heldur uppi fjörinu. Happdrætti verður á staðnum, glæsilegir vinningar í boði. Einnig verður hattaþema og verða verðlaun veitt fyrir flippaðasta hattinn. Öflugar sjálfstæðiskonur úr forystu flokksins ætla að kíkja.

- Frítt inn -


Taktu þátt í íþróttastarfi 50+ Kynningarfundur á keppnisgreinum á landmótinu verður í íþróttahúsinu í Borgarnesi fimmtudaginn 22. maí kl 19:30. Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ mætir á fundinn til að kynna mótið. Sérstök kynning verður á ringó að kynningu lokinni. Ringo svipar mjög til blaks. Sömu reglur eru í ringo og blaki nema hringir eru notaðir í stað bolta. Þetta er íþrótt sem allir geta tekið þátt í ungir sem eldri. Leikurinn er spilaður á venjulegum blakvelli og er mjög skemmtilegur. Á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is er hægt að sjá keppnisgreinar á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík. Áhugafólk um hreyfingu og íþróttir innan UMSB


Þægileg íbúð til sölu í Borgarnesi Til sölu þægileg og hugguleg tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýlishúsi við Kveldúlfsgötu. • Nýleg eldhúsinnrétting • Nýlegt parket • Nýlegur sólskáli Nánari upplýsingar veittar hjá Fasteignasölu Inga Tryggvasonar, sími 437 1700

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort

Reikningar - Eyðublöð Atvinna

Forstöðumaður Bókasafns Háskólans á Bifröst Háskólinn á Bifröst auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns bókasafns Háskólans á Bifröst sem er fullt starf. Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi bókasafns, þjónustu þess og samstarfi við aðila innan og utan háskólans. Ennfremur heldur forstöðumaður utan um skjalastjórnunarkerfi skólans, notkun þess og þróun. Bókasafnið heyrir undir skrifstofu rektors og þjónustar allar einingar háskólans.

Starfssvið • • • • • •

Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á daglegum rekstri bókasafnsins. Ábyrgð á áframhaldandi uppbyggingu safnkosts þannig að hann styðji sem best við starfsemi háskólans í samræmi við þarfir hans vegna náms, kennslu og rannsókna. Yfirumsjón með stafrænum tímaritakosti bókasafnsins og öðrum gagnasöfnum s.s. gegnir.is og skemman.is. Ábyrgð á upplýsingaþjónustu og kennslu á leit í gagnagrunnum og þjónustu varðandi aðgengi þeirra. Yfirumsjón og utanumhald um notkun og þróun á skjalastjórnunarkerfinu OneSystem í samstarfi við Háskólaskrifstofu. Viðhald og þróun á þeim hluta heimasíðu skólans sem varðar bókasafnið.

Menntun og hæfniskröfur: • • • •

Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði, meistarapróf eða önnur framhaldsmenntun er æskileg. Starfið gerir kröfu á stjórnunarhæfni og góða samstarfshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, hæfni í mannlegum samskiptum og ábyrgðarkennd. Mjög góð íslensku og enskukunnátta. Reynsla af stjórnun, stefnumótun og rekstri safna.

Miðað er við að nýr forstöðumaður geti hafið störf 1. september 2014. Búseta á Bifröst eða annars staðar í sveitarfélaginu er mjög æskileg. Upplýsingar um starfið gefur rektor og umsóknir skulu sendar til hans í pósti eða á netfangið rektor@bifrost.is. Umsóknarfrestur er til 8. júní 2014.


Auglýsing um kjörskrá Samspilsdagar Nú í vikunni voru samspilsdagar í Tónlistarskólanum og komu nemendur og kennarar saman og spiluðu og sungu bæði úti og inni. Einnig komu leikskólabörn í heimsókn. Hægt er að fá upplýsingar um námsframboð og tekið er við nýjum umsóknum á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is eða í síma 433 7190.

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna sveitarstjórnakosninga sem fram fara 31. maí 2014 liggur frammi á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 21. maí til kjördags. Skrifstofustjóri.

Atvinna

Við í Nettó Borgarnesi óskum eftir starfsfólki í sumar frá kl. 12-20 Aðeins 18 ára og eldri koma til greina Tekið við umsóknum á staðnum eða á samkaup.is

Opið: Virka dagaSamkaup kl 10-19 - Borgarnesi Laugardaga kl 10-18 - Sunnudaga kl 12-18 úrval, - Pöntunarsími : 430-5536


„Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt“ Yfir 130.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín, minnst 49 eru látnir og flóðið hefur haft áhrif á líf yfir 1,6 milljón manns. Heilu bæirnir eru umluktir. Víða nær vatnshæðin þremur og hálfum metra í íbúðarhúsnæði. Fólk þarf mikla hjálp nú þegar þar sem það hefur tapað öllu sínu. Í byrjun þarf hreint vatn, matvæli, mjólkurduft og bleyjur fyrir ungabörn o.sfr.

Kæru Borgfirðingar, nú er leitað til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í héraðinu um hjálp til nauðstaddra í Serbíu. Öll hjálp er vel þegin. Söfnunarkassar eru í Grunnskólanum í Borgarnesi, í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi og hjá Rauða-Krossinum í Borgarnesi. Reikningsnúmer söfnunarinnar er: Banki: 0544-04-764185 Kennitala: 520402-3060 Nánari upplýsingar er t.d. að finna á visir.is - erlendar fréttir en þar er m.a. viðtal við Jovönu Pavlovic sem er fædd í Serbíu en flutti ung í Borgarnes ásamt foreldrum sínum. Hafa má beint samband við Íslendinga ættaða frá Serbíu sem búsettir eru í Borgarnesi: Jovana í síma 861-6089 og Vesna í síma 865-2453


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.