Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
19. tbl. 10. árgangur
28. maí 2015
Hún söng dirridí... Vorkvöld í Reykholtsdal í minningu Jónasar Árnasonar og Guðrúnar Jónsdóttur á Kópareykjum. Borgfirðingar minnast Jónasar Árnasonar (1923-1998), kennarans, skáldsins og alþingismannsins með kvöldstund í Logalandi á afmælisdegi hans, fimmtudaginn 28. maí næstkomandi kl. 21:00. Þar verður litið yfir farinn veg hans og þeirra hjóna beggja, Jónasar og Guðrúnar (1923-1997), en þau bjuggu lengi í Reykholtsdal. Minning Jónasar Árnasonar hlýtur fyrst og fremst að litast af því hve marga strengi mannlífsins hann snerti og hve samstíga þau hjón voru í öllum verkefnum sem fyrir þau lögðust. Í Reykholtsdal er Jónasar fyrst og fremst minnst sem kennara við Héraðsskólann í Reykholti, rithöfundar, alþingismanns og máttarstólpa í leikstarfi Ungmennafélags Reykdæla og bæði áttu þau Guðrún litríka og gefandi samleið með sveitungum sínum. Til þess að kvöldstundin verði sem ánægjulegust hafa Snorrastofa, Ungmennafélag Reykdæla og Tónlistarfélag Borgarfjarðar sameinað krafta sína með tilstyrk Menningarráðs Vesturlands og kennir margra grasa í dagskránni. Dagskrá: • Um Jónas, ávarp og hugleiðingar forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar. • Úr foreldrahúsum. Börn Jónasar og Guðrúnar segja frá og taka lagið með gestum. • Stóri maðurinn Jónas Árnason, frá sjónarhóli barns. Árni Páll Árnason alþingismaður. • Aridú … Lög við ljóð Jónasar. Guðríður Ringsted syngur. Gunnar Ringsted leikur á gítar, Birgir Baldursson á trommur, Jakob
Frímann Magnússon á píanó og Jón Rafnsson á bassa. Jón Árnason barnabarn leikur einleik á gítar. Dagskrárstjóri verður sr. Geir Waage. Ungmennafélag Reykdæla, sem minnist margra góðra stunda með Jónasi í leikstarfi, býður fram félagsheimili sitt og sér um veitingar í kaffihléi. Þær kosta kr. 500. Snorrastofu er heiður að því að bjóða til slíkrar stundar í svo gefandi samstarfi og hlakkar til líflegs vorkvölds í Reykholtsdal undir merkjum menningar og mannlífs, sem alla tíð Fréttatilkynning einkenndu hjónin á Kópareykjum.
Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Blómab. má-fi 11-19, f-l 11-22, s 13-18 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Golf - innipútt fyrir eldri borgara mánud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Rauði-krossinn fatabúð Borgarnesi opin fi 15-18, fö 14-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ Litaðu reitina með punktunum og sjáðu hvað kemur í ljós.
Viðburðadagatal fi 28/5-17:00 Fannahlíð; Skólavorhátíð fi 28/5-21:00 Logaland; Hún söng dirrindí, Jónasar og Guðrúnar á Kópareykjum minnst su 31/5-16:00 Landnámssetur; aukasýning á örlagasögu Hallgríms og Guðríðar mi 3/6-19:00 Reykholt; Vinnukvöld Skógræktarfélagsins í Reykholtsskógi fö 5/6-11:00 Menntaskóli Borgarfjarðar; Brautskráning nemenda mi 10/6-17:00 Landnámssetur; Skálmöld mi 10/6-19:00 Reykholt; Vinnukvöld Skógræktarfélagsins í Reykholtsskógi
Aukasýning á örlagasögunni Vegna þess að margir þurftu frá að hverfa á síðustu sýningu Steinunnar Jóhannesdóttur á Örlagasögu Hallgríms og Guðríðar verður efnt til aukasýningar sunnudaginn 31. maí klukkan 16:00, segir í tilkynningu frá Landnámssetrinu. Í sýningunni er staldrað við mikilvæg atriði í þroskaferli skáldsins, tengsl þeirra hjóna við háa sem lága á 17. öld, ástir þeirra og átök við yfirvöld,
fátækt sem velsæld, börn þeirra og barnamissi, skáldfrægð, sjúkdóm og dauða. Steinunn Jóhannesdóttir hefur um langt árabil fengist við ævi þessara einstæðu persóna sem sett hafa svo sterkan svip á sögu Íslendinga á 17. öld, Hallgímur sem eitt af mestu skáldum þjóðarinnar, Guðríður sem konan sem komst af frá Tyrkjaráninu 1627, sterkari, víðförulli og lífseigari en flestar konur á hennar tíð.
Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783
ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360 Eru útgáfumálin að kaffæra þig?
Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum
Verkfallsaðgerðum frestað Forsvarsmenn samninganefnda Stéttarfélags Vesturlands, Flóabandalagsins, VR, LÍV og Samtaka atvinnulífsins (SA) hafa náð samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða, sem áttu að hefjast í dag.
Vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit Vorhreinsunargámar verða staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og í Krosslandi þetta vorið eins og undanfarin ár. Gámar í Melahverfi og Hlíðarbæ verða staðsettir þar til 4. júni. Gámar sem í Krosslandi verða þar til 9. júní.
Verkfallsaðgerðir hjá þeim sem starfa skv. tveimur kjarasamningum Starfsgreinasambandsins við SA, sem samninganefnd Stéttvest hafði áður frestað til 2. og 3. júní munu því frestast til miðnættis 7. og 8. júní og svo mun allsherjarverkfall hefjast þann 11. júní á miðnætti. Verkfallsaðgerðir hjá verslunar og skrifstofufólki verða með eftirfarandi hætti: Starfsmenn hópbifreiðafyrirtækja fara í verkfall frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní. Starfsmenn hótela, gististaða og baðstaða frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní Starfsmenn í flugafgreiðslu frá kl. 00:00 5. júní til kl. 24:00 6. júní. Starfsmenn skipafélaga og matvöruverslana frá kl. 00:00
7. júní til kl. 24:00 8. júní Starfsmenn olíufélaga frá kl. 00:00 9. júní til kl. 24:00 10. júní Ótímabundið allsherjarverkfall frestast til miðnættis 11. júní næstkomandi.
Vorhátíð í Fannahlíð Sameinað foreldrafélag leikog grunnskóla Hvalfjarðarsveitar stendur fyrir vorhátíð í Fannahlíð í dag, fimmtudaginn 28. maí kl. 17-19. Lína Langsokkur kemur og skemmtir. Í boði verða pylsur og svali, og farið verður í útileiki. Frítt er fyrir alla fjölskylduna, líka fyrir ömmu og afa.
MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR
Brautskráning 2015 Föstudaginn 5. júní fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst klukkan 11:00 á sal skólans. Allir velkomnir. Skólameistari.