Íbúinn, 2. júní 2016

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

19. tbl. 11. árgangur

2. júní 2016

Tún á Skálpastöðum tilefni góðrar sögu Fornar syndir á túni á Skálpastöðum í Lundarreykjadal urðu tilefni góðrar sögu hjá Þór Þorsteinssyni um síðustu helgi. Við gefum Þór orðið: „Sem ungur drengur smíðaði ég forláta fótboltamörk úr timbri á einu túni hérna í sveitinni. Til að þurfa ekki að sækja boltann eins langt setti ég net í mörkin, leifar af einhverri gamalli loðnunót. Síðan var spilaður fótbolti þar til kom að því að slá þurfti túnið. Þá var mér skipað að fjarlægja mörkin sem ég sannarlega gerði. Einhverjar leifar af loðnunótinni urðu hinsvegar eftir og lentu þær að sjálfsögðu í sláttuvélinni. Það tók það sem eftir var af deginum og fram undir morgun að losa netið úr sláttuvélinni og ekkert slegið á meðan. Pabbi var ekki sérlega ánægður með strákinn sinn þennan dag og var starfskrafta minna við að losa netið úr vélinni ekki óskað. Túnið hafði ekkert eiginlegt nafn þegar þetta gerðist ólíkt flestum öðrum túnum á bænum. Það var hluti af Goðalöndunum svokölluðum sem voru í raun fjögur tún og var kallað Efsta Goðaland. Þegar pabbi var búinn

Ferðalangarnir sem viltust á túninu Þórsmörk á Skálpastöðum og Þórsmörk í Rangárþingi. Þór Þorsteinsson hinu megin við parið. Mynd: Þórarinn Svavarsson

að jafna sig á þessum mistökum mínum og sláttur aftur kominn á fullt skrið fékk túnið loksins nafn. Þórsmörk. Nafngiftinni var sennilega ætlað að sjá til þess að ég myndi aldrei gera önnur eins mistök aftur.“ Félag eldri borgara í Borgarfirði hefur unnið mikið starf við skráningu örnefna í samstarfi við Landmælingar Íslands. Dæmi um afraksturinn af því starfi er að túnið Þórsmörk á Skálpastöðum er komið í kortagrunn Landmælinga.

„Í gærkvöldi bankaði uppá bandarískt par sem hafði ætlað sér að eyða deginum í að keyra í allt aðra Þórsmörk. Þau slógu einfaldlega nafnið inn í gps tækið sitt og keyrðu af stað. Mér þótti ég bera einhverja ábyrgð á óförum þeirra og bauð þeim í kvöldmat sem þau þáðu, enda kjötið komið á grillið. Þeim var síðan gefin kortabók og send í burtu í rétta stefnu. Ég vona að þau hafi náð leiðarenda. Í guðanna bænum, aldrei skilja eftir leifar af loðnunót úti á túni. Þú færð það allt í hausinn, jafnvel áratugum seinna.“


Viðburðadagatal fö 3/6 Grunnskóli Borgarfjarðar; Skólaslit la 4/6-10:00 Vindás; Gæðingamót Faxa og Skugga la 4/6-11:00 Íþróttamiðstöðin Borgarnesi; Kvennahlaup ÍSÍ la 11/6-17:00 Stálpastaðir; Opnun ljósmyndasýningar: Skorradalur allt árið þr 21/6-8:30 FEBBN; Sumarferð til Vestmannaeyja fi 23/6-21 Landnámssetur; Tónleikar Svavars Knúts og Kristjönu

BARNAHORNIÐ Nú er sumarið aldeilis farið að láta kræla á sér og fuglarnir eru í óða önn að hreiðra um sig. Getur þú hjálpað fuglinum á myndinni hér við hliðina að finna leiðina að hreiðrinu sínu?

Kvennahlaup ÍSÍ Borgarnesi

DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM

Kvennahlaupið fer fram á laugardaginn, 4. júní kl 11. Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Hlaupin verður vegalengd við allra hæfi. Bolirnir eru seldir í Nettó í dag fimmtudag og á

- gjöf sem gleður -

morgun föstudag kl. 16-19. Bolur á fullorðinn kostar 2000.og barnabolirnir kosta 1000.Innifalið í verði bolanna er þátttökugjald í hlaupinu og fá allir viðurkenningu í lok hlaups.

Söguleg flóð í Hvítá Ágúst 2014

Júní 2014 S

M

1

2

8

9

Þ

M

F

F

L

3

4

5

6

7

Júlí 2014

10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

S

M

Þ

M

F

3

4

5

6

7

F

L

1

2

8

9

10 11 12 13 14 15 16

22 23 24 25 26 27 28

17 18 19 20 21 22 23

29 30

24 25 26 27 28 29 30

S

M

6

7

Þ

M

1

2

3

4

5

8

9

10

11

12

13

14

20

21

22

23

27

28

29

30

31

17

18

19

24

25

26

15

16

F

F

L

31

Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Veðurstofan leitar eftir upplýsingum um söguleg flóð í Hvítá og þverám hennar. Verið er að vinna að hættumati í Hvítá. Veðurstofan telur afar mikilvægt að yfirstandandi gagnasöfnun byggist eins og kostur er á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og af því fólki sem kunnugt er staðháttum. Hún vildi því leita eftir öllum tiltækum upplýsingum varðandi fyrri flóð á ofangreindum vatnasviðum þ.m.t. staðsetningu þeirra, umfang og það tjón sem þau ollu. Varðandi tjón er einnig átt við truflun á rekstri innviða svo sem: veitukerfa, samskiptakerfa

og samgöngukerfa. Allar upplýsingar eru vel þegnar sama á hvaða formi sem þær eru svo sem ljósmyndir, myndskeið, kort, samtímafrásagnir, gagnagrunnsfærslur, dagbókarfærslur o.s.frv. Þeir sem hafa slíkar upplýsingar eru hvattir til þess að senda okkur þær eða benda á hvar þær er að finna. Netfangið er vatnsflodasaga@vedur.is Þá má hringja í Veðurstofuna og biðja um Davíð Egilson, sem veitir nánari upplýsingar. Það myndi koma verkefninu mjög vel að fá þessar upplýsingar sem fyrst og helst innan fjögurra vikna ef þess er nokkur kostur.

Alhliða prentþjónusta Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360


Komdu þér á framfæri! Afgreiðum nafnspjöld með skömmum fyrirvara Alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Bæklingar Einblöðungar - Nafnspjöld Fréttabréf - Skýrslur Reikningseyðublöð

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Hreinsunarátak í dreifbýli 1.-15. júní Dagana 1.- 15. júní verða opnir gámar fyrir timbur- og málmúrgang staðsettir við eftirtalda staði: Bæjarsveit, Grímsstaði, Högnastaði, Brúarás, Lindartungu, Lyngbrekku, Hvanneyri, Kleppjárnsreyki, Síðumúla og Brautartungu. Vinsamlegast athugið að ekki er ætlast til að gámarnir séu notaðir fyrir aðra úrgangsmokka. Þegar gámar fyllast væri gott ef haft væri samband við Einar hjá Íslenska gámafélaginu, í síma 840-5780. Umhverls-og skipulagssvið Borgarbyggðar

Skallagrímsvöllur Skallagrímur tekur á móti KB úr Breiðholtinu föstudagskvöldið 3. júní og hefst leikurinn kl.19.15. Nú mæta allir á völlinn og hvetja Skallagrím til sigurs.

Áfram Skallagrímur!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.