ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
19. tbl. 12. árgangur
1. júní 2017
Á myndinni er föngulegur hópur nýstúdenta sem útskrifuðust frá Menntaskóla Borgarfjarðar síðasta laugardag. Efri röð frá vinstri: Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari, Harpa Sif Sigurðardóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Hörður Óli Þórðarson, Ísak Leví Þrastarson, Haukur Birgisson, Ísak Atli Hilmarsson, Arnar Gylfi Jóhannesson, Gróa Lísa Ómarsdóttir, Kristín H. Kristjánsdóttir, Sólrún Friðjónsdóttir, Einar Benedikt Jónsson, Lilja S. Ólafsdóttir, aðstoðarskólameistari. Neðri röð frá vinstri: Íris Júlía Ármannsdóttir, Bjarney Sól Tómasdóttir, Jóna Jenný Kjartansdóttir, Sunna Líf Stefánsdóttir, Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Unnur Elva Traustadóttir, Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir, Unnur Helga Vífilsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Torfi Lárus Karlsson. Mynd: Svanur Steinarsson
Stúdentar útskrifaðir frá MB Alls brautskráðust 24 nemendur frá Menntaskóla Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn á laugardaginn var - 27. maí sl. Hæst á stúdentsprófi að þessu sinni var Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir. Þóranna fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur þar á meðal fyrir vandaðasta lokaverkefnið. Gróa Lísa Ómarsdóttir var næsthæst á stúdentsprófi þetta vorið.
Fjölmargir nemendur fengu einnig viðurkenningu. Ávarp
nýstúdenta að þessu sinni flutti Ísak Atli Hilmarsson.
Aðalfundarboð Aðalfundur Grímshúsfélagsins fyrir árið 2017 verður haldinn fimmtud. 8. júní í húsnæði Stéttarfélags Vesturlands Sæunnargötu 2a kl. 20:00 stundvíslega. Dagskrá: 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Lagðir fram reikningar félagsins 4. Stjórnarkjör 5. Önnur mál Stjórn Grímshúsfélagsins
Viðburðadagatal fö 2/6-23:00 Faxaborg; Sveitaball með Made in sveitin su 4/6-11:00 Borgarneskirkja; Hátíðarguðsþjónusta su 4/6-14:00 Álftatungukirkja; Hátíðarguðsþjónusta má 5/6-14:00 Borgarneskirkja; Hátíðarguðsþjónusta fi 8/6-20:00 Hús Stéttarfélags Vesturlands; Aðalfundur Grímshúsfélagsins fö 9/6-21:00 Halldórsfjós; Mugison fö 23/6-16:00 Reykholtskirkja; Norski karlakórinn Havdur - tónleikar su 25/6-15:00 Snorrastofa býður til útivistardags og göngu í Reykholti la 8/7-13:30 Hvanneyrarhátíð 2017 la 15/7 Snorrahátíð í Reykholti Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
Reikningar Nótubækur Eyðublöð
Sumarferð Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni
Farið verður á Snæfellsnes þriðjudaginn 20. júní kl. 9:30 frá Blokkinni Borgarbraut 65a. Ferðatilhögun er; Skoðunarferð í Stykkishólmi m/leiðsögn og borðað þar í hádeginu. Þá verður farið í Bjarnarhöfn og þaðan í Grundarfjörð, kaffi þar. Síðan ekið sem leið liggur fyrir Jökul, stoppað á ýmsum stöðum og endum ferðina í kvöldmat á hótelinu á Vegamótum. Kostnaður fyrir félagsmenn kr. 5.000 aðrir kr. 12.000. Þátttaka tilkynnist fyrir 16. júní í símum 692-9239 Hugrún, 847-4099 / 437-1572 Simbi Skemmtinefnd FEBBN
Sunnudagur 4. júní 2017 Hvítasunnudagur
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
Hvanneyrarkirkja, fermingarmessa kl. 11
s: 437 2360
Fermd verða: Davíð Pétursson Grund í Skorradal Hvanneyrarprestakall
Stimplar fjölbreytt úrval Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
Helgihald í Hvanneyrarkirkju er þrjá fyrstu sunnudagana í hverjum mánuði
Marín Eir Halldórsdóttir Sóltúni 1, Hvanneyri Patrekur Darri Stefánsson Kvíarholti 19, Borgarnesi ❖ Annar í Hvítasunnu Bæjarkirkja, messa kl. 11
Hreyfivika 29. maí - 4. júní 2017
Mánudagur 29.maí. • Borgarbyggð býður frítt í þreksalinn og sundlaugina í Borgarnesi allan daginn. • Golfklúbbur Borgarness býður öllum að spila frítt á golfvellinum að Hamri og á æfingasvæðinu allan daginn. • Grunnskóli Borgarfjarðar, Varmalandsdeild kl. 9:00-12:00. • Veiðiferð í Hreðavatn kl. 9:00-12:00, allir velkomnir. • Skallagrímsvöllur í Borgarnesi kl. 10:00-12:00 Kynning á golfíþróttinni með ýmsu móti, snag, fótboltagolf, yoga og fleira skemmtilegt. Magnús Birgisson golfkennari hjá GB leiðbeinir, mæting á fótboltavöllinn. • Golfvöllurinn að Hamri kl. 15:00-19:00 Magnús Birgisson golfkennari leiðbeinir á æfingasvæðinu. Golfkennsla, þrautir og ýmsir skemmtilegir leikir með golfívafi. • Fuglaskoðun á Hvanneyri með Sigurjóni Einarssyni kl.18:15. Mæting við Skemmuna á Hvanneyri, allir hvattir til að taka með sér sjónauka. • Skallagrímsvöllur í Borgarnesi kl. 20:00 Fótbolti fyrir konur á öllum aldri. • Varmalandsvölllur, kl. 20:00 Frjálsíþróttaæfing, allir velkomnir. • Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 20:30 Badminton fyrir fólk á öllum aldri. Þriðjudagur 30.maí. • Grunnskóli Borgarfjarðar, Varmalandsdeild kl. 9:00 Gönguferðir með nemendum skólans um nágrennið. Farið frá grunnskólanum á Varmalandi, allir velkomnir með. • Skallagrímsvöllur í Borgarnesi kl. 20:00 Fótbolti fyrir fólk á öllum aldri með Arnari Víðir.
Miðvikudagur 31. maí. • Grunnskóli Borgarfjarðar, Varmalandsdeild kl. 8:30 „17.júní“ hlaupið á Varmalandi fyrir börn í 1. - 6. bekk. • Íþróttahöllin á Hvanneyri kl. 17:30 Dans eróbikk með Aldísi Örnu, allir velkomnir. • Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 19:15 Blak fyrir konur á öllum aldri. • Varmalandsvöllur kl. 20:00 Fótbolti fyrir fólk á öllum aldri, allir velkomnir. • Íþróttahúsið í Borgarnesi kl. 20:55 Ringó fyrir fólk á öllum aldri. Fimmtudagur 1.júní. • Golfklúbbur Borgarness býður öllum að spila frítt á golfvellinum að Hamri og á æfingasvæðinu allan daginn. • Skallagrímsvöllur í Borgarnesi kl. 10:00 - 12:00 Kynning á golfíþróttinni með ýmsu móti, snag, fótboltagolf, yoga og fleira skemmtilegt. Magnús Birgisson golfkennari hjá GB leiðbeinir, mæting á fótboltavöllinn. • Golfvöllurinn að Hamri kl. 15:00 - 19:00 Magnús Birgisson golfkennari leiðbeinir á æfingasvæðinu. Golfkennsla, þrautir og ýmsir skemmtilegir leikir með golfívafi. • Hafnarfjall kl. 17:00. Ganga í rólegheitum á Hafnarfjallið með Geirlaugu Jóhannsdóttur. • Hreppslaug kl. 19:00 Sundlaugarpartý fyrir alla fjölskylduna, börn koma í fylgd með fullorðnum. Frítt inn. • Sundlaugin á Kleppjársreykjum. Borgarbyggð bíður frítt í sund á milli kl. 19-21.
Alla vikuna er vinavika knattspyrnudeildar Skallagríms. Þá geta allir mætt á æfingar án þess að greiða æfingagjald og iðkendur eru hvattir til að bjóða vinum sínum með á æfingar. Sjá æfingatöflu á Skallagrímur fótbolti á Facebook. Allir þessir viðburðir í heilsuvikunni eru ókeypis!! Við hvetjum alla til að taka þátt í sundkeppni á milli sveitarfélaganna! Hún virkar þannig að þú mætir í sund í Borgarbyggð, syndir eins og þig lystir og að sundi loknu skráir þú í afgreiðslunni hvað þú syntir langa vegalengd. UMFÍ tekur svo saman niðurstöðurnar daglega og birtir stöðuna í keppni á milli sveitarfélaganna. Allir syntir metrar í þessari viku telja í keppninni nema þeir sem syntir eru í sundkennslu og á skipulögðum sundæfingum.
Leikskólinn Hnoðraból Lífið er yndislegt með sól í hjarta
LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 21 börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir leikskólakennara sem getur hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: s Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Menntunar- og hæfniskröfur: s Leikskólakennaramenntun s Færni í mannlegum samskiptum s Sjálfstæð vinnubrögð s Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður s Góð íslenskukunnátta Ef ekki fæst leikskólakennari í stöfin kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og /eða reynslu. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G.Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064, eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is. Um er að ræða 100% starf.
SKESSUHORN 2017
Umsóknarfrestur er til 11. júní 2017.