Íbúinn 8. janúar 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

1. tbl. 10. árgangur

8. janúar 2015

„Litir Borgarness“

- Michelle Bird sýnir í Safnahúsi Borgarfjarðar Laugardaginn 10. janúar n.k. kl. 13.00 verður opnuð sýning á verkum Michelle Bird í Safnahúsinu í Borgarnesi. Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar hér á landi, en hún er nýflutt til Íslands og býr í Borgarnesi. Í verkum hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplifir mannlíf og umhverfi nýs framandi staðar. Ennfremur hefur Michelle stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri, liti og fleira. Sýningin er í Hallsteinssal í Safnahúsi, en sýningarrýmið er nefnt eftir Hallsteini Sveinssyni sem var mikill listunnandi sem gaf ævisöfnun sína á listaverkum til íbúa Borgarness árið 1971. Vonast er til að skólar geti nýtt sér sýninguna til fræðslu fyrir nemendur um myndlist og vinnuaðferðir við hana. Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawai og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi þar sem hún var búsett um tíma. Þar lærði hún

Michelle Bird við eitt verka sinna.

við Rietveld listaháskólann. Michelle Bird hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.

Eitt málverkanna á sýningunni í Safnahúsi.

Hún hefur haldið fyrirlestra um myndlist og haldið vinnustofur („workshops“) og auk málaralistarinnar hefur hún lagt stund á listrænt handverk. Sýningin stendur til 25. febrúar. Hún verður opin til kl. 16.00 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum þann tíma. Eftir það verður sýningin opin á virkum dögum kl. 13.00 – 18.00 eða á öðrum tímum eftir samkomulagi. Aðgangur er ókeypis. Fréttatilkynning


Viðburðadagatal fi 8/1-20:00 Félagsbær; félagsvist fö 9/1-20:30 Þinghamar; félagsvist la 10/1-13:00 Safnahús Borgarfjarðar; Opnun sýningar Michelle Bird la 10/1-14:00 Hjálmaklettur; UMSB kynnir Íþróttamann Borgarfjarðar 2014 la 10/1-17:00 Englendingavík; Þrettándahátíð Borgarbyggðar þr 13/1-16:30 Landnámssetur; Opinn fundur: „Af hverju náttúrupassi?“ mi 14/1-20:30 Kollubar; Tónleikar með Heimir Klemenzson Quintet og Sveitinni milli Stranda Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. þr-fi 16-20.30 fö 16-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ

Næstu dagar gætu lofað góðu fyrir snjókarla þó umhleypingasamt hafi verið undanfarið. Hvor leiðin er rétt?

Hirðing jólatrjáa í Borgarnesi Nú er 4. flokkur karla að safna sér fyrir keppnisferð sem farin verður næsta sumar á Helsinki Cup í Finnlandi og af því tilefni ætla strákarnir og foreldrar þeirra að safna saman og farga jólatrjám í Borgarnesi helgina 10. og 11. janúar 2015. Ef þú vilt losna við jólatréið og styrkja strákana í leiðinni vinsamlegast sendu tölvupóst á palmi@umsb.is með nafni og heimilisfangi þar sem á að sækja tréið og millifærðu svo 1.000,-

kr. á reikning 354-03-402736 kt. 300578-4469 til að staðfesta pöntunina. Við komum svo um helgina 10. og 11. janúar til að sækja tréið og við biðjum þig að setja það á áberandi stað við lóðarmörk og ganga þannig frá því að sem minnstar líkur séu á að það fjúki. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn. Strákarnir í 4. flokki Skallagríms og foreldrar.


999 kr.

1.649 kr.

Ostborgari borgari

Kjúklingasalat

lítið Kit Kat og gosglas

og gosglas

Veitingatilboð 1.595 kr.

1.595 kr.

699 kr.

12" pizza

Píta með buffi eða kjúklingi

Mozzarellastangir

með 3 áleggjum

franskar og gosglas

með sósu

N1 Borgarnesi Sími: 440 1333

Opið:

Alla daga 08:00-23:00 Grillið opið 11:00-22:00


ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360

ÍÞRÓTTAMAÐUR BORGARFJARÐAR laugardaginn 10. jan. Laugardaginn 10. janúar kl.14 í Hjálmakletti fer fram verðlaunaafhending í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar 2014. Veittar verða ýmsar viðurkenningar og verðlaun til þess íþróttafólks sem náð hefur góðum árangri á árinu 2014 auk þess sem fram koma nemedur frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar með tónlistaratriði og boðið verður uppá léttar veitingar. UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR


Við viljum ráða starfsfólk í kvöld- og helgarvinnu hjá Stöðinni í Borgarnesi Lágmarksaldur er 18 ár Við leggjum áherslu á að í starf hjá okkur veljist glaðlegir, dugmiklir og þjónustulundaðir einstaklingar sem eru reiðubúnir að leggja sig fram um að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina okkar

Umsóknir berist á netfangið: jb@skeljungur.is

ÞAKKIR

Við færum öllum þeim sem sóttu jólatónleika okkar fjölskyldunnar í Borgarneskirkju þann 22. desember síðastliðinn hjartans þakkir fyrir samveruna. Sérstaklega þökkum við góðar viðtökur og hlýhug í okkar garð. Borgarneskirkja, Íbúinn og Nettó fá bestu þakkir fyrir stuðninginn. Kær kveðja, Hanna Ágústa, Sigríður Ásta, Olgeir Helgi, Theodóra og Ingibjörg


Fallegt einbýlishús á eignarlóð í Hvalfjarðarsveit •

Dreymir þig um að eignast hús í sveit en vera samt nálægt höfuðborginni? Þá er þetta gullið tækifæri !

Fallegt einbýli á einni hæð á 1 hektara lóð til sölu í Hvalfjarðarsveit.

Fallegt hús með ótrúlega miklu útsýni, 4 svefnherbergjum með mikilli lofthæð.

Hægt að sjá myndband af húsinu á Bjarkarási 5 á slóðinni: www.vimeo.com/115850234

Frekari upplýsingar veitir Inga hjá Húsaskjól

519 2600

Húsaleigubætur 2015 Endurnýja þarf umsókn um húsaleigubætur um áramót sbr. lög um húsaleigubætur nr. 138/1997. Því þurfa allir þeir íbúar Borgarbyggðar sem húsaleigubóta njóta að endurnýja umsókn sína um bætur. Rafrænt form umsóknareyðublaðs er að lnna á heimasíðu Borgarbyggðar, (www.borgarbyggd.is ) undir umsóknareyðublöð. Umsókn þarf að hafa borist í síðasta lagi 16. janúar til þess að bætur fyrir janúar falli ekki niður. Til að umsóknarferlið gangi vel og örugglega fyrir sig þá er best að sækja um rafrænt og senda fylgigögn (skattskýrslu þeirra sem í íbúðinni búa og afrit síðustu launaseðla ef við á) á netfangið disa@borgarbyggd.is. Eins er hægt að fylla út umsókn á skrifstofu Borgarbyggðar á eyðublaði sem þar fæst og skila þangað inn gögnum. Með bestu kveðju Ráðhús Borgarbyggðar Kristján Gíslason


Opnað fyrr

DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM

Nú geta hreyfiþyrstir morgunhanar í Borgarnesi glaðst því Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi opnar nú kl. 6.00 á morgnana á virkum dögum. Breytingin tók gildi um nýliðin áramót.

- gjöf sem gleður -

Jóga í Hvalfjarðarsveit Nú á vorönninni verður í samstarfi við Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar, boðið uppá 10 vikna jóganámskeið í Heiðarborg (með fyrirvara um næga þátttöku). Kennt verður á laugardögum frá 10. janúar. Fyrir nánari upplýsingar og skráningu hafið samband í netfangið: sigga.lara. har@gmail.com eða í síma 8228807.

Ókeypis hlaupanámskeið

Ágúst 2014

Júní 2014 S

M

1

2

8

9

Þ

M

F

F

L

3

4

5

6

7

Júlí 2014

10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

M

Þ

M

F

3

4

5

6

7

F

L

1

2

8

9

10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23

22 23 24 25 26 27 28

24 25 26 27 28 29 30

29 30

S

Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur fyrir 10 vikna nýliðanámskeiði í hlaupum nú eftir áramótin. Allir eru velkomnir, óháð getu. Æfingar eru þrisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga kl. 17.30 og laugardaga kl. 10.00. Mæting er í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Umsjón með námskeiðinu hefur Auður H. Ingólfsdóttir. Hlaupahópurinn Flandri er grasrótarsamtök. Í því felst að þar er enginn formlegur þjálfari, engin æfingagjöld og allir taka þátt á eigin ábyrgð.

S

M

Þ

M

F

F

L

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

31

Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is


Þrettándagleði verður haldin í Englendingavík Borgarnesi Laugardaginn 10.janúar kl: 17:00 (ath breyttan tíma!!!)

(Mynd: Kristín Jónsdóttir)

Flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar Borgarnesi og Björgunarsveitarinnar Heiðars Varmalandi Flugeldasýning, álfasöngur, heitt súkkulaði, smákökur og gleði Hver veit nema jólasveinarnir láti sjá sig? Þakkir fyrir aðstoð: Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin Heiðar, Skátafélag Borgarness, Edduveröld, JGR, Geirabakarí, Nettó og Leikdeild Skallagríms Við viljum biðja fólk að koma EKKI með eigin flugelda á svæðið


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.