Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
18. tbl. 10. árgangur
21. maí 2015
Einhversstaðar annarsstaðar Haldinn var fjölsóttur íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi á þriðjudagskvöldið sem Borgarbyggð boðaði til. Til umræðu var fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars og endurnýjunar lagna og gangstétta í Kveldúlfsgötu. Þórður Sigurðsson formaður Skotfélags Vesturlands kynnti hugmyndir Skotfélagsmanna um skotæfingasvæði og lýsti hvernig frágangi yrði háttað til að draga sem mest úr hljóðmengun. Sagði hann frá því að umrædd staðsetning útisvæðis væri sú fjórða sem bæjaryfirvöld væru að skoða í samstarfi við Skotfélagið en nokkur ár eru síðan byrjað var að huga að slíku svæði. Jafnframt sagði hann frá inniaðstöðu félagsins sem félagsmenn hafa byggt upp af metnaði undanfarin ár í sláturhúsinu í Brákarey og fullyrti að hún væri með því besta sem gerðist á landinu. Þá var lýst hljóðmælingum sem gerðar voru á þremur stöðum í nágrenni fyrirhugaðs skotsvæðis með því að skotið var bæði úr stórum riffli og haglabyssu og reyndist hávaði innan marka eins og sagt var. Nokkur andstaða kom fram við þessa staðsetningu
Tveir Skotfélagsmenn við æfingar í aðstöðu félagsins í Sláturhúsinu í Brákarey, þeir Andrés Ólafsson og Þórður Sigurðsson formaður félagsins. Mynd: Olgeir Helgi
á fundinum og komu athugasemdir af tvennu tagi nokkrum sinnum fram: Annars vegar heilshugar stuðningur við fyrirætlanir Skotfélagsmanna um að koma sér upp skotsvæði - bara einhversstaðar annarsstaðar. Og hins vegar ákúrur til bæjaryfirvalda að hafa ekki haldið fund um málefnið. Ábúendur í Lækjarkoti lýstu áhyggjum af neikvæðum áhrifum hávaða frá skotsvæðinu á ferðaþjónustu í Lækjarkoti. Fram kom að landeigendurnir höfðu ekki leyft hljóðmælingar á landi sínu þegar mælt var. Hestamenn gerðu nokkrar athugasemdir, m.a. lýstu hesteigendur sem eru með beitarhólf á landi sveitarfélagsins í nágrenni fyrirhugaðs skotsvæðis áhyggjum sínum. Einnig komu fram áhyggjur
af áhrifum á fólkvanginn í Einkunnum, áhrif á skógrækt, áhrif á skátastarf o.fl. Það er nokkuð ljóst að útisvæði Skotfélagsins er ekki í höfn og útlit fyrir að hvar sem því verði valinn staður verði andstaða við staðsetninguna.
Sumarfjör Í sumar verður boðið upp á Sumarfjör fyrir börn í 1.-7. bekk grunnskóla. Starfsstöðvar verða í Borgarnesi, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Boðið verður upp á leiki, gönguferðir, listasmiðjur og kynntar verða ýmsar íþróttagreinar. Skráning er á veffanginu: www.umsb.is og nánari upplýsingar fást í netfanginu: siggi@umsb.is.
Viðburðadagatal fi 21/5-20:00 Hjálmaklettur; Umræðufundur um málefni nýbúa su 24/5-11:00 Borgarneskirkja; Hátíðarguðsþjónusta má 25/5-14:00 Borg á Mýrum; Hvítasunnumessa mi 27/5-18:00 Rauðakrossnámskeið; Inngangur að neyðarvörnum mi 27/5-19:00 Reykholt; Vinnukvöld Skógræktarfélagsins í Reykholtsskógi mi 3/6-19:00 Reykholt; Vinnukvöld Skógræktarfélagsins í Reykholtsskógi Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Blómab. má-fi 11-19, f-l 11-22, s 13-18 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Golf - innipútt fyrir eldri borgara mánud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Rauði-krossinn fatabúð Borgarnesi opin fi 15-18, fö 14-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ Geturðu komið eldflauginni í mark? k!
mar
ATVINNA
Maður óskast til landbúnaðarstarfa að Signýjarstöðum í sumar. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af landbúnaðarstörfum. Upplýsingar í síma 8930218 eða signyjarstadir@simnet.is
DAGFORELDRI Borgarbyggð óskar eftir að ráða dagforeldra til starfa í Borgarbyggð við fyrsta tækifæri. Dagforeldrar starfa samkvæmt reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum. Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leylsskyld. Fræðslunefnd Borgarbyggðar veitir leyl. Sótt er um leyl hjá sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs, Aldísi Örnu Trygggvadóttur (aldisarna@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100) Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má lnna á eftirfarandi slóð: http://borgarbyggd.is/starfsemi/fraedslumal/dagforeldrar/
Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783
ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR
Eru útgáfumálin að kaffæra þig?
Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
NÝBÚAR – Íbúar – NÝBÚAR - Íbúar Boðað er til opins umræðufundar um málefni nýbúa fimmtudaginn 21. maí kl. 20 í Hjálmakletti. Hvernig viljum við taka á móti nýjum íbúum í Borgarbyggð – innlendum sem erlendum? Við viljum fá að heyra þína skoðun. Hvað finnst þér? Hvað er verið að gera vel? Hvað þarf að gera betur? Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum nýbúa.
Meeting invitation How do we want to welcome the new residents – of any nationality, domestic or foreign? Everyone has something to say. You too. Of course you do. Show up and say it. How would you like it to be? Are we doing anything for you? Could we do it better, in your opinion? A dialogue will be held at Hjálmaklettur (school hall) 20.00 on Thursday, 21. May Immigrant Matters Workgroup
OGŁOSZENIE Jak powitać nowych mieszkańców naszego regionu- tych ,którzy przybyli z innych krajów ale też tych, którzy przyjechali z innych rejonów Islandii? Każdy ma coś do powiedzenia na temat swojego miejsca zamieszkania! Ty też! Dlatego zapraszamy; przyjdź do nas i podziel się swoimi uwagami! Czy dobrze Ci się żyje w naszym regionie? Co można poprawić Twoim zdaniem? Czego Ci brakuje? Spotkanie odbędzie się 21.05.2015 r. w budynku szkoły średniej (Hjálmaklettur) . Serdecznie zapraszamy! Grupa robocza do spraw nowych mieszkańców współdziałająca z Radą Miasta i Gminy.