Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
22. tbl. 10. árgangur
20. ágúst 2015
Nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs Fyrir jeppaeigandann er það vel þess virði að leggja á sig ferðalag suður fyrir Hlöðufell að upptökum Brúarár í Brúarárskörðum. Áin sprettur þar fram úr berginu í hvítfyssandi bunum og fellur fram í vaxandi fossum í blátæra hylji. Ekki spillir mikilfengleg fjallasýnin á leiðinni. Mynd: Olgeir Helgi
Meiri aðsókn í sundlaugar Sundlaugargestum hefur fjölgað töluvert í Borgarfjarðarhéraði í sumar. Tæplega 16.000 gestir sóttu sundlaugina í Borgarnesi í júlímánuði og fjölgaði um 30% frá sama mánuði í fyrra. Tvöfalt fleiri, eða tæplega
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
3.500, fóru í sund á Varmalandi í júlí í sumar en í júlí í fyrra. Fjölgun sundlaugargesta á Kleppjárnsreykjum er yfir 40% þegar júlímánuður í ár er borinn saman við sama mánuð í fyrra en þar syntu 2.400 gestir í júlí í sumar.
Anna Magnea Hreinsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs Borgarbyggðar og mun hafa yfirumsjón með fræðslumálum, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundamálum. Hún lauk B.Ed-gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2003 og doktorsprófi í menntunarfræðum frá Menntavísindasviði HÍ árið 2009. Anna Magnea hefur komið að fræðslumálum í tugi ára, m.a. sem leikskólastjóri, leikskólafulltrúi, stundakennari við HÍ og Háskólann á Akureyri.
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð
Viðburðadagatal
BARNAHORNIÐ
fi 20/8-18:00 Skallagrímsgarður; Sameiginlegt grill - ræðst af veðri la 22/8-13:00 Nes; Sveitamarkaður má 24/8-10:00 Varmaland; Skólasetning má 24/8-12:00 Kleppjárnsr.; Skólasetning má 24/8-14:00 GBF Hvanneyri; Skólasetn. má 24/8-15:00 Tónlistarskólinn byrjar 28-30/8 Hvalfjarðardagar su 30/8-10 UMSB ganga; Heiðarhorn þr 1/9 Grunnsk. Borgarfj.; Miðstigsleikar su 6/9 Hjálmaklettur; Fjölskylduskemmtun Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Blómab. má-fi 11-19, f-l 11-22, s 13-18 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Golf - pútt fyrir eldri borgara Hamarsvöllur þri. og fi. kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið daglega 11-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Rauði-krossinn fatabúð Borgarnesi opin fö 12-18 & lau 11-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360
Byrja hér Einn ketlinganna uppgötvaði leiðina að rjómaskálinni. Getur þú áttað þig á leiðinni þangað? Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 40% starf inn á starfsbraut á haustönn 2015. Framhald gæti orðið á starfinu. Starfið felst í að aðstoða nemendur við nám og athafnir daglegs lífs. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi er nauðsyn. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari, gudrunbjorg@menntaborg.is eða í síma 433-7701. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Senda skal umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is
MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR
Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783
ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR
Tónlistarskóli Borgarfjarðar Borgarbraut 23 - 310 Borgarnes - Sími: 433 7190
Starf Tónlistarskóla Borgarfjarðar hefst næstkomandi mánudag, 24. ágúst. Kennarar skólans verða við í skólanum frá kl. 15:00 til 17:00 þann dag við stundatöflugerð. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.
Hægt er að bæta við nokkrum nemendum á blásturshljóðfæri og píanó Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 433 7190 og 864 2539 Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is
Leiðbeinandi óskast
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar 50% starf leiðbeinanda í félagsmiðstöðina Óðal. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með vinnu í íþrótta- og tómstundaskólanum. Helstu verkefni: Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starl. Umsjón og undirbúningur klúbbastarfs, tómstundastarfs og viðburða. Samráð, samvinna og samskipti við unglinga, starfsfólk skóla, foreldra og tómstundastjóra. Hæfniskröfur Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. Frumkvæði, fagmennska og metnaður. Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta halð störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og Launanefndar sveitafélaga. Umsóknafrestur er til og með 28. ágúst 2015. Upplýsingar veitir Eiríkur Ólafsson í síma 433-7100 og skal umsóknum skilað á netfangið eirikur@borgarbyggd.is. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starlð. Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfsins að skila sakavottorði.
Skallagrímur í útrás
Í byrjun júlí tók 4. flokkur stráka í Skallagrími þátt Helsinki Cup, sem er eitt stærsta fótboltamót fyrir börn og ungmenni á norðurlöndunum. Á mótinu voru hátt í 20 þúsund þátttakendur frá 12 löndum. Auk Skallagríms voru Fylkir og KR með lið frá Íslandi. Skallagrímur var með tvö lið á
mótinu, annars vegar 11 manna lið og hins vegar 9 manna lið. Liðin stóðu sig vel og voru félaginu til sóma, en þess má geta að 11 manna liðið varð í öðru sæti í sínum riðli og komst alla leið í 16-liða úrslit í sínum flokki. Alls tóku 22 strákar þátt í ferðinni. Flestir þeirra koma
úr Borgarnesi, nokkrir af Hvanneyri, frá Varmalandi og úr Borgarhreppnum. Undirbúningur og söfnun fyrir ferðina stóð yfir allan s.l. vetur og vilja strákarnir nota tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu, fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum, sem lögðu þeim lið, fyrir stuðninginn.
Alls ekki missa af! Fjölskylduskemmtun verður haldin í Hjálmakletti sunnudaginn 6. september kl 14:00. Alls konar söngur, grín og glens. Endilega takið daginn frá. Nánar auglýst þegar nær dregur.
Komdu þér á framfæri! Afgreiðum bæklinga með skömmum fyrirvara Við prentum m.a.: Dreifibréf - Bæklinga- Einblöðunga - Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum