Íbúinn 25. ágúst 2016

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

24. tbl. 11. árgangur

25. ágúst 2016

Við Hlöðufell

Mynd: Olgeir Helgi


Viðburðadagatal 25-28/8 Hvalfjarðardagar la 27/8-13:00 Hálsaskógur; Opinn dagur la 27/8-17:00 Alþýðuhúsið Borgarnesi; Opinn fundur VG vegna forvals su 28/8 Borgarneskirkja; Messa má 29/8-18:00 Brákarhlíð; Fundur með prófkjörsframbjóðendum Sjálfstæðisflokks Til 21/8 Stálpastaðir; Eyðibýli í Skorradal allt árið - ljósmyndasýning su 4/9-17:00 Borgarneskirkja; Jacek TosikWarszawiak píanóleikari heldur tónleika

BARNAHORNIÐ Nú eru skólarnir byrjaðir - hvernig finnst þér að þessi skólataska ætti að vera á litinn? - Þú mátt lita!

DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM - gjöf sem gleður -

Ágúst 2014

Júní 2014 S

M

1

2

8

9

Þ

M

F

F

L

3

4

5

6

7

Júlí 2014

10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

S

M

Þ

M

F

3

4

5

6

7

F

L

1

2

8

9

10 11 12 13 14 15 16

22 23 24 25 26 27 28

17 18 19 20 21 22 23

29 30

24 25 26 27 28 29 30

S

M

6

7

Þ

M

1

2

3

4

5

8

9

10

11

12

13

14

20

21

22

23

27

28

29

30

31

17

18

19

24

25

26

15

16

F

F

L

31

Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Bátur til sölu

Stöðugur, léttur og meðfærilegur Terhi Micro Fun bátur með 10 hestafla Tohatsu mótor, stýrisbúnaði og bátakerru. Ný skrúfa fylgir. Ásett verð kr. 690 þúsund Upplýsingar í síma 893 2361


Afmælisnefnd Þann 22. mars 2017 verða liðin 150 ár frá því að Kristján VIII Danakonungur undirritaði löggildingarskjal þess efnis að Borgarnes hlyti stöðu sem löggiltur verslunarstaður. Í skjalinu var kveðið á um að heimilt sé að reisa sölubúðir og reka verslun við Brákarpoll allt árið. Í tilefni afmælisins hefur

byggðarráð Borgarbyggðar skipað í afmælisnefnd sem halda skal utan um, og skipuleggja, þau hátíðarhöld og þá viðburði sem efnt verður til af þessu tilefni. Í nefndinni eru: Anna Magnea Hreinsdóttir, Björk Jóhannsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðveig Eyglóardóttir, Theodór Þórðarson, Theodóra Þorsteinsdóttir

Stimplar fjölbreytt úrval Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

Hvanneyri Hvanneyri – nýtt deiliskipulag, lýsing. Sveitarstjórn samþykkir að láta auglýsa lýsingu á deiliskipulagi fyrir frístundabúskap á Hvanneyri ef fyrir liggur samþykki landeiganda. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 8. ágúst 2016 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á lóðum og byggingareitum fyrir húsdýrabyggingar til frístundanota, beitarsvæði og svæði fyrir reiðvöll. Tillagan verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið deiliskipulags er að skilgreina lóðir og byggingareiti fyrir húsdýrabyggingar til frístundanota, beitarsvæði og svæði fyrir reiðvöll. Ein bygging má vera allt að 2000 m2 að grunnmeti og samanstendur af hesthúsi og reiðhöll. Á einni lóð er leyllegt byggja allt að 250 m² við núverandi hesthús en aðrar byggingar mega vera allt að 225 m² að grunnmeti. Á svæðinu má stunda hestatamningar í atvinnuskyni. Lýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 24. ágúst 2016 til 7. september 2016 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skrimegar og berast í síðasta lagi 7. september 2016 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is


Borgfirðingar keppa í prófkjörum Á síðasta kjörtímabili rættist aðeins úr þingmannafjölda Borgfirðinga þar sem tveir þingmenn með heimilisfesti í héraðinu sátu á Alþingi, þeir Haraldur Benediktsson á VestriReyn og Ásmundur Einar Daðason í Þverholtum. Ásmundur hefur gefið það út að hann muni ekki gefa kost á sér áfram en Haraldur sækist eftir efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í NorðVesturkjördæmi. Auk Haraldar eru nokkrir Borgfirðingar sem sækjast nú eftir efstu sætum á framboðslistum sinna flokka. Jónína Erna Arnardóttir tónlistarkennari

og sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð sækist eftir öðru til þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en alls eru 10 í framboði. Hægt er að kjósa í Valhöll til 2. sept. og á nokkrum stöðum í kjördæminu 25. ágúst og 3. september. Inga Björk Bjarnadóttir úr Borgarnesi sækist eftir fyrsta til öðru sæti á lista Samfylkingarinnar en tveir aðrir eru í framboði. Flokksvalið verður rafrænt og fer fram 8.-10. september. Rúnar Gíslason úr Borgarnesi sækist eftir fyrsta til þriðja sæti og og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir sækist eftir

fjórða til sjötta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs en alls eru ellefu í framboði. Forvalið fer fram í póstkosningu frá 31. ágúst til 5. september. Borgfirðingar eiga raunhæfa möguleika á að fjölga þingmönnum ef þetta ágæta fólk fær brautargengi. Á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins var kosin uppstillingarnefnd sem mun raða á framboðslista og kynna niðurstöðu sína á kjördæmisþingi framsóknarmanna í byrjun sept. Píratar hafa þegar haldið sitt prófkjör og hjá Dögun er vinna í gangi við að raða á lista.

Spurningar til frambjóðenda Íbúinn lagði þrjár spurningar fyrir þá Borgfirðinga sem bjóða sig fram í efstu sæti sinna flokka í prófkjörunum framundan.

1. 2.

Af hverju ákvaðstu að bjóða þig fram? Hvað munt þú leggja sérstaka áherslu á ef þú kemst að?

stjórnmálamanna sem hafa dug og þor til þess að breyta samfélaginu.

Inga Björk Bjarnadóttir sækist eftir 1.-2. sæti á lista Samfylkingarinnar. 1. Ég vil að ungt fólk sjái fyrir sér að geta átt góða framtíð á Íslandi. Ég held að fólk sé alltaf að verða pólitískara en sé að sama skapi að missa trúna á hefðbundnum stjórnmálum. Þannig hafa stjórnmálin brugðist almenningi með skeytingarleysi og sérhagsmunagæslu. Ég vil vera í hópi kynslóðar nýrra

2. Að tryggja að Ísland verði samkeppnishæft í lífskjörum fyrir fjölskyldufólk. Þetta verður gert t.d. með lengingu fæðingarorlofs og hækkun barnabóta og gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Ég trúi því að meginþorri Íslendinga vilji frekar búa í samfélagi jöfnuðar eins og tíðkast á Norðurlöndunum fremur en í einstaklingshyggju Bandaríkjanna. Þannig samfélag getum við hæglega byggt. Þetta er hægt að fjármagna með sanngjarnri gjaldtöku í sterkustu atvinnugreinunum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi.

3.

Hvaða mál brenna á heimamönnum sem þú munt beita þér fyrir?

3. Ég vil hækka lífeyri og bætur í takt við lágmarkslaun enda þekki ég á eigin skinni að ná ekki endum saman sem námsmaður á örorku með læknis-, þjálfunar- og lyfjakostnað og vera þar að auki á leigumarkaði. Að sama skapi á fólk ekki að þurfa að hafa peningaáhyggjur þegar ævisólin fer að hníga. Þetta er hagsmunamál fyrir alla íbúa þessa lands. Þá vil ég efla heilsugæsluna sem fyrsta stopp enda er læknisþjónusta í heimabyggð ómetanleg. Sú þjónusta á að vera því næst sem gjaldfrjáls. Bæta þarf internettengingar til að jafna samkeppnishæfni minni byggðarlaga, t.d. í atvinnumálum.


1. Ég ákvað að bjóða mig fram aftur til að halda áfram með það starf sem ég hefi verið að vinna að undanfarin ár og láta reyna á hvort það er eftirpurn eftir því.

Haraldur Benediktsson sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Jónína Erna Arnardóttir sækist eftir 2.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Rúnar Gíslason sækist eftir 1.-3. sæti á lista Vinstri Grænna. 1. Stutta útgáfan er einfaldlega sú að ég tel mig eiga erindi þangað. Ég held að Alþingi sé þannig vinnustaður

2. Ég hef haft mörg skemmtileg verkefni í pólitíkinni. Ég hef haft einlægan áhuga á að þoka úrbótum í fjarskiptum áfram og mörgum öðrum verkefnum sem eru fyrirferðamikil í

þessu víðfeðma kjördæmi, Samgöngumál, uppbyggingu atvinnulífsins sem eru forsenda að gróskumiklu mannlífi. 3. Það eru samgöngumál, það eru fjarskiptamál og það eru heilbrigðismál og raforkuflutningar eða aðgengi að rafmagni.

1. Ég tel að minn bakgrunnur og reynsla muni nýtast vel á Alþingi. Ég hef undanfarin sex ár setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar, komið þar að ýmsum málum sem snerta sveitarfélagið og öðlast talsverða reynslu. Auk þess hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sit nú í stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

2.-3. Þau mál sem helst brenna á heimamönnum eru þau mál sem ég mun líka leggja áherslu á; vegamál, en vegir innan kjördæmisins eru víða í slæmu ástandi og þarf að gera mun betur þar. Netsamband, það þarf að hraða ljósleiðaravæðingu kjördæmisins og reyndar landsins alls. Ég mun leggja áherslu á þessi mál ásamt öryggismálunum, þ.e.a.s. heilbrigðismálum og löggæslu.

að hann blómstri með fjölbreytileikanum. Meðalaldur þingmanna er tæplega fimmtíu ár og ég held að það skaði ekkert að lækka hann pínulítið.

Þeir sem minnst mega sín eiga að vera fremstir í röðinni, það ætti ekki að vera flókið þó það hafi staðið í mönnum fram að þessu.

2. Forgangsröðun. Það er ekki hægt að krefjast þess af fólki að það borgi stóran hluta af sínum launum til kerfis sem forgangsraðar ekki. Lífið er of stutt til að hræðast breytingar. Við þurfum að þora að keyra mál í gegn og haga okkar kerfi þannig að fólk trúi því að unnið sé af heilindum í þeirra þágu.

3. Það er mikilvægt að keyra í gegn mikilvæg mál eins og heilbrigðisþjónustu, bættar samgöngur og ljósleiðara sem um leið gerir landsbyggðina samkeppnishæfa og stuðlar að því að ungt fólk (sem og aðrir) geti unnið við hvað sem er, hvar sem er! Það græða heimamenn á sem og aðrir.

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Afmælistónleikar

Afmælisbarnið Oddný, eða Abba, umkringd tónlistarfólkinu.

Mynd: Theodóra Þorsteinsdóttir

Í tilefni af því að Oddný Þorkelsdóttir í Borgarnesi (Abba), varð 96 ára hélt fjölskylda hennar upp á daginn með fjölsóttum tónleikum í Borgarneskirkju á fimmtudaginn. Á dagskránni voru sönglög sem minntu á gamla tíma í stofunum við Skúlagötu. Flytjendur voru allir úr héraðinu, rétt eins og oftast var við Skúlagötuna. Söngvararnir þau Sigríður Ásta og Hanna Ágústa Olgeirsdætur úr Borgarnesi, Kristján Ágúst Magnússon og Magnús Kristjánsson frá Snorrastöðum og Jónína Erna Arnardóttir Borgarnesi lék með á píanó og stjórnaði tónflutningi.

Einkunnir Einkunnir - tillaga að nýju deiliskipulagi. Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, samþykkir að auglýsa deiliskipulag fyrir fólkvanginn Einkunnir. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 1. júlí 2016. Skipulagið verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er sett fram á einum uppdrætti þar sem einnig er greinargerð. Skv. Skipulagsuppdrætti dags. 01.07.2016, sem felur m.a. í sér að skipuleggja land til útivistar og almenningsnota með áherslu á náttúru. Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 24. ágúst 2016 til 5. október 2016 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skrimegar og berast í síðasta lagi 5. október 2016 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is


Jacek í Borgarneskirkju Jacek Tosik-Warszawiak píanóleikari heldur tónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 4. september næstkomandi kl. 17:00 og fær hann hjónin Theodóru Þorsteinsdóttur og Olgeir Helga Ragnarsson til liðs við sig. Hann mun flytja verk eftir Chopin og einnig verða sungin íslensk og erlend lög. Jacek heldur tónleikana til minningar um vin sinn Magnús

Valsson sem lést fyrr á þessu ári. Jacek er Borgfirðingum að góðu kunnur, hann kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, stjórnaði Karlakórnum Söngbræðrum og var virkur í tónleikahaldi hérlendis á árunum 1992-2001. Hann starfar nú við tónlistarkennslu og tónleikahald í Póllandi og víðar. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis!

Hótel Reykholt Hótel Reykholt - tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar Hótels Reykholts. Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, samþykkir breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar Hótels Reykholts, samkvæmt skipulagsuppdrætti með greinargerð dags. 22. júní 2016 til auglýsingar. Deiliskipulagið felur m.a. í sér stækkun hótelsins til austurs. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er sett fram á einum uppdrætti þar sem einnig er greinargerð. Skv. skipulagsuppdrætti dags. 22.06.2016, sem felur m.a. í sér stækkun á byggingarreit til austurs, fyrir fyrirhugaða viðbyggingu við Hótel Reykholt. Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 24. ágúst, 2016 til 5. október 2016 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skrimegar og berast í síðasta lagi 5. október 2016 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is


La Colina - Pizzeria Kl. 11.30-13.30 Heimilismatur í hádeginu kr. 1.950,Súpa, aðalréttur og kaffi

Óskum eftir starfsfólki Pizzubakari og afgreiðslustarf 18 ára eða eldri Uppl. í síma 437 0110

Hrafnakletti 1b, Borgarnesi

Eru útgáfumálin að kaffæra þig?

Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.