Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
25. tbl. 10. árgangur
24. september 2015
Túristar í réttum Réttir og smalamennskur eru að verða vinsælt viðfangsefni hjá erlendum ferðamönnum. Konurnar í gulu regnstökkunum eru úr hópi franskra ferðamanna sem voru í Oddsstaðarétt. Þar tók hópurinn virkan þátt í fjárragi eftir að hafa farið í leit á fjall og áður smalað heimaland. Áhuginn geislar af þeim en á bak við þær geta heimanenn tekið það rólega, þeir Sveinbjörn Eyjólfsson, Jón Eyjólfsson og Sigurður Kristjánsson.
Komdu þér á framfæri! Afgreiðum nafnspjöld með skömmum fyrirvara Alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Bæklingar Einblöðungar - Nafnspjöld Fréttabréf - Skýrslur Reikningseyðublöð
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum
Viðburðadagatal la 26/9 Bláfeldarrétt í Staðarsveit la 26/9 Grafarrétt í Breiðuvík la 26/9 Ölkeldurétt í Staðarsveit su 27/9-11:00 Borgarneskirkja; Messa fi 1/10-20:00 Borgarneskirkja; Trio Danois tónleikar - Brennið þið vitar la 3/10 Sauðamessa mi 7/10-20:00 Lindartunga; Viðtalstími sveitarstjórnar Borgarbyggðar fi 15/10-20:00 Reykholtskirkja; Sinfóníutónleikar Nordsjællands Sinfonia Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Blómasetrið-Kaffi kyrrð 10-21 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Golf - pútt fyrir eldri borgara Hamarsvöllur þri. og fi. kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið daglega 11-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður dagl.11-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Rauði-krossinn fatabúð Borgarnesi opin fi 15-18, fö 14-18 & lau 12-18 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17
BARNAHORNIÐ
Köngulærnar eru víða þessa dagana. Nú þarf þessi hjálp við að komast út úr vefnum sínum og til stúlkunnar.
Gleðigjafar, kór (h)eldri borgara æfir í Félagsbæ á þriðjudögum kl 17.00. Allir velkomnir í kórinn!
BS vélar ehf allt fyrir alla
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN
Sími 861 3399
frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360
Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783
ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR
Brennið þið vitar í Borgarneskirkju Trio Danois heldur tónleika i samvinnu við krabbameinsfélag Borgarfjarðar sem kallaðir eru Brennið þið vitar. Tónleikarnir verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 1. október nk. klukkan 20.00 Segja má að tónleikarnir verði skemmtilegur upptaktur að Sauðamessu en Trio Danois mun flytja tónlist frá Íslandi, Noregi og Danmörku. Tríóið flytur meðal annars Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson á nýstárlegan hátt, en einnig verk eftir Edvard Grieg, Carl Nielsen og Christian Sinding. Þá mun tríóið flytja nýtt verk sem heitir „Hommage á Carl Nielsen“ eftir norska tónskáldið Morten Gaathaug, en það er skrifað sérstaklega fyrir Trio Danois í tilefni af því að á þessu ári eru 150 ár frá fæðingu Nielsen. Miðaverð er kr. 2500 og renna 500 krónur af hverjum miða til Krabbameinsfélagsins. Hornleikarinn Pernille Kaarslev, frá Fensmark í Danmörku, píanóleikarinn Jónína Erna Arnardóttir, frá Borgarnesi á Íslandi og
píanóleikarinn Morten Fagerli, frá Rælingen í Noregi hittust þegar þau voru öll nemendur við Griegakademiet í Bergen á 10. áratugnum. Pernille og Morten hafa spilað saman í Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Sviss síðan 1998 og Jónína og Morten hófu að spila fjórhent á Isnord tónlistarhátíðinni í Borgarfirði árið 2012. Árið 2014 ákváðu listamennirnir síðan að stofna
tríó og var markmiðið að draga fram norrænan tónlistararf og menningu. Kom tríóið fram á alls 14 tónleikum í fyrra þar sem minnst var t.d. 70 ára sjálfstæðis Íslands og 200 ára stjórnarskrárafmælis Noregs. Í ár hefur tríóið komið fram á nokkrum tónleikum í Noregi, Riga í Lettlandi og Danmörku á tvennum tónleikum.
SJÁUMST Í SUNDI
Skallagrímur - FSU Íþróttamiðstöðin Borgarnesi Deildarkeppnin nálgast - komi og sjáið unga og efnilega liðið okkar!
Föstudaginn 25. september kl. 19.15 Miðaverð aðeins kr. 1.000 Allir að mæta og styðja strákana!!!