Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
27. tbl. 10. árgangur
15. október 2015
Sjá fleiri myndir á bls. 3
Fjölsótt Sauðamessa
Sauðamessa var haldin fyrstu helgina í október og var fjölsótt að vanda. Nokkrar kindur voru reknar frá Skallagrímsgarði að Hjálmakletti þar sem dagskráin fór að mestu fram. „Hraunsnef Sveitahótel bjargaði rekstrinum á elleftu stundu, kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
Hlédís Sveinsdóttir sem stýrði Sauðamessu af röggsemi ásamt Rúnari Gíslasyni. Hlédís hélt beint til London eftir Sauðamessuball þar sem hún stýrði matarmarkaði Búrsins - The Icelandic pantry í hjarta heimsborgarinnar ásamt
Eirný Sigurðardóttur. Hlédís segir viðtökur Breta hafa verið góðar og skapa ýmis tækifæri í Englandi. Til dæmis hefði Diana Henry, frægur matgæðingur, keypt sjávarsalt frá Saltverki og í útvarpsþætti gefið það Nigellu Lawson sem er Íslendingum að góðu kunn fyrir matreiðsluþætti sína.
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
Viðburðadagatal
BARNAHORNIÐ
fi 15/10-10:00 Menntaborg; Sýning úr þemaverkefni nemenda - Andstæður fi 15/10-20:00 Félagsbær; félagsvist fi 15/10-20:00 Reykholtskirkja; Sinfóníutónleikar Nordsjællands Sinfonia su 18/10-10:30 Íþróttahús Vesturg.Akn; Einmenningskeppni í Boccia þr 27/10-18:00 Borgarneskirkja; Tónleikar til styrktar Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Blómasetrið-Kaffi kyrrð 10-21 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Gleðigjafar kóræf. í Félagsbæ þri. kl. 17.00 Golf - pútt fyrir eldri borgara Hamarsvöllur þri. og fi. kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið daglega 11-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður dagl.11-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Rauði-krossinn fatabúð Borgarnesi opin fi 15-18, fö 14-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 TTT starf Safnaðarheimili má 17:15 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17
Pilturinn þarf hjálp við að komast í kofann.
BS vélar ehf allt fyrir alla
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN
Sími 861 3399
frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360
Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783
ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR
Frá Sauðamessu
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS VEITTIR VERÐA STYRKIR TIL ATVINNUÞRÓUNAR OG NÝSKÖPUNAR Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi www.ssv.is, undir flipanum „Uppbyggingarsjóður“ er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.
FRESTUR TIL AÐ SKILA UMSÓKNUM ER TIL 27. OKTÓBER 2015
Málsókn vegna afréttar
Guðjón Snær Magnússon nýkjörinn stjórnarmaður í Samfés og Snæþór Bjarki Jónsson formaður Húsráðs félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Ljósmynd: Nökkvi G. Gylfason
Borgfirðingur í stjórn Samfés Á Landsmóti Samfés á Akureyri um síðustu helgi var Guðjón Snær Magnússon frá Ásgarði í Reykholtsdal kjörinn í ungmennaráð Samfés. Guðjón fékk góða kosningu og komst inn í ungmennaráðið með glæsibrag. Guðjón stundar nám við Kleppjárnsreykjaskóla. Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins myndi tengsl og fái nýjar hugmyndir sem
hægt er að nýta í starfi allra félagsmiðstöðvanna. Í haust voru gerðar breytingar á Húsráði Óðals, félagsmiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Síðustu ár hefur húsráðið verið skipað sömu aðilum og skipa nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi. Húsráðið er núna skipað fulltrúum bæði frá Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólans í Borgarnesi.
Borgarbyggð hefur samið við Lex lögmannsstofu um að undirbúa málsókn á grundvelli hefðar vegna afréttarlands við Krók í Norðurárdal. Sveitarfélagið tapaði umráðarétti yfir landinu með dómi Hæstaréttar vorið 2014. Hæstaréttur felldi þá úr gildi níutíu ára kaupsamning Upprekstrarfélags Þverárréttar á afréttarlandinu sem notað hafði verið til upprekstrar allt frá 1924. Rétturinn dæmdi síðan á grundvelli þess að kaupsamningi hafi aldrei verið þinglýst og skráðum eiganda ekki tekist að færa sönnur á eignarhefð. Hæstiréttur dæmdi samninginn frá 1924 þar með ógildan og sneri við niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands sem dæmdi Borgarbyggð í vil í málinu.
Starf á skrifstofu UMSB Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar eftir starfsmanni á skrifstofu sambandsins í fjölbreytt og spennandi starf á sviði tómstundamála í Borgarbyggð. Um er að ræða fullt starf. Helstu verkefni eru skipulagning og yfirumsjón með íþrótta og tómstundaskóla fyrir börn í 1.-4.bekk, sumarstarfi grunnskólabarna og starfsemi félagsmiðstöðva í Borgarbyggð ásamt öðrum verkefnum á sviði tómstunda og íþróttamála. Menntunar og hæfniskröfur: Menntun á sviði uppeldis-, félags- eða tómstundamála er kostur. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk grunnþekkingar á tölvum í t.d. word og excel. Þekking á íþrótta og tómstundastarfi ungmenna er kostur. Nánari upplýsingar um starfið og starfsemi UMSB gefur framkvæmdastjóri í síma: 869-7092 eða umsb@umsb.is Umsóknarfrestur er til 19.október 2015 og skal skila umsóknum ásamt ferilskrá á netfangið umsb@umsb.is eða á skrifstofu UMSB á Skallagrímsgötu 7a, 310 Borgarnesi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verður öllum umsóknum svarað.