Íbúinn 7. september

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

28. tbl. 12. árgangur

7. september 2017

Nær fjórðungur íbúða aukaíbúð heimaaðila Nær því fjórðungur eða 24% íbúða í Borgarbyggð eru aukaíbúðir í eigu íbúa og lögaðila í sveitarfélaginu. Þetta og margt fleira kom fram í nýlegri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem heitir Fjarbúar og fasteignamarkaðurinn á landsbyggðunum. Þetta hlutfall er aðeins hærra í tveimur öðrum sveitarfélögum á landinu: í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem það er mest eða 30,2% og Breiðdalshreppi þar sem hlutfallið er örlítið hærra eða 24,1%. Skýringanna fyrir Borgarbyggð kann að vera að leita hjá háskólunum tveimur sem eiga margar íbúðir en málið hefur ekki verið kannað í þaula. Vífill Karlsson, skýrsluhöfundur segir að í skýrslunni hafi fyrst og fremst verið skoðað hversu hátt hlutfall íbúða (ekki sumarhús) væri í eigu utanaðkomandi aðila (fjarbúa og lögaðila með lögheimili í öðrum sveitarfélögum). Þetta hlutfall var 50,2% þar sem það var hæst en í Borgarbyggð var það 18,4%. Hlutfallið var ákaflega misjafnt meðal íslenskra sveitarfélaga eða frá 7,6-51,2%. Almennt gildir að hlutfallslega

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Skipting á eignarhaldi húsnæðis í Borgarbyggð eftir búsetu einstaklinga og lögaðila veturinn 2017. Tölur Þjóðskrár.

fleiri íbúðir eru í eigu fjarbúa í fámennari sveitarfélögum og þeim sem eru nær Reykjavík. Að einhverju leyti má því segja að fólk sem er í leit að frístundahúsi eða öðru heimili horfi frekar til smærri samfélaga (þéttbýla) en stærri og séu ekki of fjarri Reykjavík. Fjarbúar voru síðan spurðir hvernig þeir nýttu þessar íbúðir (ýmist kallaðar frístundahús eða annað heimili). Áhugi var á að skoða hvort þær væru til sölu eða leigu á almennum markaði og þar með aðgengilegar fólki sem gæti hugsað sér að flytja í sveitarfélagið til vinnu og búsetu. Almennt má

segja að í þéttbýli voru þessar íbúðir nokkuð aðgengilegar á almennum markaði en miklu síður til sveita. Þar var miklu minni vilji til staðar. Sókn fólks í sumarhús í þéttbýli, frístundahús eða annað heimili hefur færst í aukana síðustu ár víða í hinum Vestræna heimi. Svisslendingar gengu svo langt að setja 20% hámarkshlutfall á eigu utanaðkomandi aðila árið 2012. Reynslan af því hefur ekki verið góð. Borið hefur á þessari þróun víða hérlendis. Fólk sem býr annarsstaðar kaupir sér íbúð sem það nýtir annað slagið.

ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur - Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar


Viðburðadagatal fi 7/9 Tónlistarskóli Borgarfjarðar 50 ára fi 7/9-12:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Hádegissnarl í skólanum fi 7/9-20:00 Borgarneskirkja; Afmælistónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fö 8/9-14:00 Menntaskóli Borgarfjarðar 10 ára afmælisfagnaður la 9/9- Fljóststungurétt la 9/9-16:00 Reykholtskirkja; Söngtónleikar: Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosopran, Frederik Tucker bariton og Elena Postumi píanóleikari. su 10/9- Fljótstungurétt su 10/9-10:00 Brekkurétt má 11/9-7:00 Þverárrétt má 11/9-9:00 Hítardalsrétt má 11/9-10:00 Svignaskarðsrétt þr 12/9-10:00 Grímsstaðarétt þr 12/9-16:00 Mýrdalsrétt su 17/9-10:00 Rauðsgilsrétt fi 21/9-18:15 Borgarbraut 65a; Leikhúsferð FEBBN Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

Stimplar fjölbreytt úrval Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ

Tónlistarskólinn fimmtugur í dag Í dag, fimmtudaginn 7. september eru 50 ár liðin frá stofnun Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Tónlistarfélag Borgarfjarðar hafði forgöngu að stofnun skólans á sínum tíma. Haldið verður upp á daginn með opnu húsi í dag. Skólinn mun bjóða upp á hádegissnarl í skólanum, Borgarbraut 23, Borgarnesi, kl. 12:00. Einnig er gestum velkomið að fylgjast með kennslu í allan dag. Dagskrá afmælisdagsins endar á tónleikum í Borgarneskirkju kl. 20:00 í kvöld. Á tónleikunum

kemur fram tónlistarfólk sem útskrifast hefur frá skólanum gegnum árin. Allir eru velkomnir og vonast aðstandendur skólans til að sem flestir sjái sér fært að líta við og koma á tónleika. Afmælishátíðarhöld munu svo halda áfram í vetur og verður skólinn með ýmsar uppákomur. Í nóvember verður söngleikurinn Móglí sýndur í Hjálmakletti og eftir áramótin verða m.a. kennaratónleikar. Þannig að það er margt að hlakka til. Úr fréttatilkynningu.


Elena Postumi píanóleikari, Kristín Einarsdóttir Mäntylä og Frederik Tucker koma fram á ljóðatónleikum í Reykholtskirkju næsta laugardag.

Ungt tónlistarfólk heldur ljóðatónleika í Reykholti Á laugardaginn kemur, þann 9. september klukkan 16, verða ljóðatónleikar í Reykholtskirkju þar sem söngvararnir Kristín Einarsdóttir Mäntylä og Frederik Tucker koma fram ásamt píanóleikaranum Elenu Postumi,

en þau eru öll í tónlistarnámi við Tónlistarháskólann í Leipzig, Þýskalandi. Boðið verður upp á fjölbreytta dagská með ljóðum frá ýmsum löndum og mismunandi tímabilum. Má þar nefna ljóð eftir tónskáldin Sigfús

Einarsson, R. Schumann, A. Dvorák, V. Williams, J.Sibelius og E. Grieg Aðgangur kostar 1.500 krónur og verður miðasala við innganginn.

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf innheimtufulltrúa Starfshlutfall er 100% og brýnt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Umsókninni fylgi starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 433-7100. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið eirikur@borgarbyggd.is Umsóknarfrestur er til 17. september n.k.

BORGARBYGGÐ

Verkefni og ábyrgðarsvið: x x x x x

Ábyrgð á útgáfu og útsendingu reikninga Umsjón með innheimtuaðgerðum og útsendingu innheimtubréfa Álagning fasteignagjalda Móttaka og símsvörun þegar þörf er á Almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni

Menntunar og hæfniskröfur: x x x x x x

Stúdentspróf Reynsla sem nýtist í starfi Góð tölvukunnátta, þekking á Navision æskileg Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum Sterk íslenskukunnátta í ræðu og riti


Starf er laust við urðunarstaðinn í Fíflholtum Sorpurðun Vesturlands hf. auglýsir eftir starfsmanni í Fíflholt. Starfið felst í almennri vinnu, ásamt vélavinnu á urðunarstaðnum sem er staðsettur í Fíflholtum á Mýrum. Vinnutími er frá kl. 8 – 17. Óskað er eftir liprum og duglegum einstaklingi sem þarf að geta unnið sjálfstætt. Starfsmaðurinn þarf að hafa vinnuvélaréttindi. Hvenær viðkomandi hefur störf fer eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri, Hrefna B. Jónsdóttir í síma 863-7364. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um viðkomandi sendist til Sorpurðunar Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi eða á netfangið hrefna@ssv.is fyrir 22. september n.k.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.