Íbúinn 22. október 2015

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

28. tbl. 10. árgangur

22. október 2015

Fyrsti heimaleikur í fyrstu deildinni Strákarnir í Skallagrími taka á móti Ármanni í fyrsta heimaleiknum í fyrstu deildinni á morgun, föstudag kl. 19.15 í Fjósinu. Búast má við æsispennandi leik. Um helgina verður opnuð sýning Halldórs Óla Gunnarssonar (sonur Gunna Jóns og Helgu Halldórs) um sögu körfuboltans í Borgarnesi. Sýningin verður í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

Í tilefni af opnuninni verða gamlar körfuboltakempur Skallagríms heiðursgestir á leiknum og munu verða kynntar til leiks. Börn í 1.- 4. bekk munu leiða leikmenn Skallagríms inná völlinn fyrir leik. Í hálfleik verður undirritaður samningur milli Körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Tryggingamiðstöðvarinnar.

Heimamarkaður á Snæfellsnesi

Um er að ræða matarmarkað þar sem framleiðendur á Snæfellsnesi kynna og selja afurðir sínar. Allir eru velkomnir. Hvatt er til samtals og samstarfs. Markmiðið er að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi, að hægt sé að kaupa mat og ræða við framleiðendur. Matarmerki svæðisgarðsins Snæfellsnes verður kynnt.

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Einnig verða kynntar hugmyndir um enduropnun Sjávarsafns í Ólafsvík. Staður og stund: 31. október n.k. í Sjávarsafninu í Ólafsvík frá kl. 12 - 16. Þeir sem vilja kynna eða selja matvæli þurfa að skrá sig fyrir miðvikudaginn 28. október n.k. í netfangið: ragnhildur@ snaefellsnes.is eða í síma 8486272.

Styrktartónleikar Næstkomandi þriðjudag, 27. október kl. 18.00 standa nemendur og kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir tónleikum í Borgarneskirkju til styrktar Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar. Síðastliðinn vetur stóðu nemendur í Tónlistarskólanum á Akranesi fyrir tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness og þar var boltanum varpað í Borgarfjörð með áskorun um að halda verkefninu áfram. Tónlistarskóli Borgarfjarðar tók áskoruninni. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Krabbameinsfélags Borgarfjarðar en baukur mun liggja frammi fyrir frjáls framlög. Standa vonir til að þessu verkefni verði vel tekið og íbúar fjölmenni á tónleikana. Síðan verður boltanum varpað í næsta bæjarfélag.

ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

fö 23/10-19:15 Fjósið; SkallagrímurÁrmann í fyrstu deild karla í körfunni su 25/10-10:00 Íþróttahúsið Bgn; Kynning á íþróttinni Ringó su 25/10-11:00 Borgarneskirkja; Fjölskylduguðsþjónusta - Barnakórinn syngur þr 27/10-18:00 Borgarneskirkja; Tónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar til styrktar Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Blómasetrið-Kaffi kyrrð 11-19 fö-lau-21 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Gleðigjafar kóræf. í Félagsbæ þri. kl. 17.00 Golf - pútt fyrir eldri borgara Brákarey þri. og fi. kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið opið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður dagl.13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Rauði-krossinn fatabúð Borgarnesi opin fi 15-18, fö 14-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 TTT starf Safnaðarheimili má 17:15 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17

Prófaðu að lita reitina með punktunum fjólubláa.

BS vélar ehf allt fyrir alla

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN

Sími 861 3399

frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783

ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR


Leikhúsferð Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni

Yfir til þín – Spaugstofan 2015 Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið fimmtudaginn 19. nóv. 2015 Farið frá Borgarbraut 65 a, kl. 18,00 Verð aðgöngumiða fyrir félagsmann kr. 3.000. Verð aðgöngumiða fyrir utanfélagsmann kr. 4.100. Sæmundur Sigmundsson býður okkur aksturinn fram og til baka, sem við þökkum innilega. FEBBN niðurgreiðir aðgöngumiðana fyrir félagsmenn. Panta þarf miða hjá skemmtinefnd fyrir sunnudaginn 1. nóvember 2015. Einnig er skráningarlisti í félagsstarfinu á sama tíma. Símar skemmtinefndar: 437-1228, 437-1414 og 435-1340. Sækja þarf miðana í félagsstarfið og greiða þá þriðjudaginn 10. nóvember 2015, milli kl. 14,00 og 15,00. Skemmtinefnd FEBBN

Steinar Berg með nýja bók Bókin Trunt Trunt eftir Steinar Berg Ísleifsson inniheldur tólf sögur fyrir börn og fullorðna sem allar gerast á Vesturlandi. Sögurnar byggja á gömlum merg. Sitthvað kemur kunnuglega fyrir sjónir. Örnefni, kennileiti og staðarheiti skipa stóran sess og andi þjóðsagna svífur yfir vötnum. Sögurnar eru ríkulega skreyttar teikningum eftir sex íslenska myndlistarmenn. Bókin kemur út 26. október nk.

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Kynning á félaginu mínu

Lionsklúbburinn Agla

Núna um miðjan september byrjuðum við Öglukonur starfsárið. Klúbburinn okkar heitir Lionsklúbburinn Agla, við erum fyrst og fremst líknarfélag og störfum undir kjörorði Lionshreyfingarinnar „Við leggjum lið,, Ögluklúbburinn var stofnaður 20 janúar árið 1987 þá sem Lionessuklúbbur, en árið 1994 varð breyting á og Lionsklúbburinn Agla leit dagsins ljós, þó að markmið okkar sé fyrst og fremst að leggja lið þá gleymum við ekki að hlúa hver að annarri. Við fundum fyrsta þriðjudag í mánuði yfir vetrartímann á Hótel Borgarnesi, borðum saman og höfum gaman saman. Fundirnir okkar eru alltaf líflegir og skemmtilegir, við fáum til okkar gestafyrirlesara og auk þess

bjóðum við með okkur gestum. Í október erum við með hlutaveltufund, í nóvember er fundur sem kallast Kona mér kær, jólafundur í desember og svo mætti áfram telja. Við gerum ýmislegt skemmtilegt saman má þar m.a. nefna jólaföndur, Þrettánda gleðina, Dömukvöld, förum saman í leikhús, eitt árið var farið í utanlandsferð og margt fleira. Við styrkjum okkar nærsamfélag heilsugæsluna, dvalarheimilið, einstaklinga sem eiga um sárt að binda svo

eitthvað sé nefnt. Ef þið konur í Borgarbyggð hafið áhuga á að kynna ykkur starf okkar eða slást í lið með okkur þá eru þið ávallt velkomnar. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Öglu Vala Lee Jóhannsdótttir Formaður (sími 6602441)

Kynning á Ringó Kynning á íþróttinni Ringó verður í íþróttahúsinu í Borgarnesi sunnudaginn 25. okt. kl. 10.00 að morgni. Ef þátttaka verður næg verða æfingar þar á sunnudögum kl. 10.00 í vetur. Ringó líkist blaki. Þó eru ekki notaðir boltar heldur hringir sem er kastað yfir net og gripnir af mótherjum. Þessa íþrótt geta flestir stundað. Nokkur hópur áhugamanna um ringó á starfssvæði UMSB hefur æft ringó síðastliðna tvo vetur og hafa keppt á tveimur landsmótum UMFÍ 50 +.

Okkur vantar fleiri félaga í hópinn. Allir velkomnir. Frekari upplýsingar hjá Guðmundi í síma 8626361


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.