Íbúinn 29. október 2015

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

29. tbl. 10. árgangur

29. október 2015

Borgarneshöfn verður dýpkuð Framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna við dýpkun á höfninni í Borgarnesi hefjast fljótlega. Til verksins verður notuð beltagrafa með sérstaklega löngum armi sem athafnar sig á hafnarbakkanum. Höfnin verður dýpkuð á 60 metra kafla meðfram hafnarbakkanum og um 13 metra út frá honum. Gert er ráð fyrir að efnismagn sem kemur upp úr höfninni verði um 2,800 rúmmetrar. Efninu verður mokað upp á bryggjuna og þar látið renna úr því og því síðan ekið á urðunarstaðinn við Bjarnhóla.

Heiðarskóli fimmtugur Heiðarskóli mun fagna 50 ára starfsafmæli skólans þann 9. nóvember næstkomandi. Núverandi og fyrrverandi nemendur, starfsfólk og aðrir velunnarar skólans eru boðnir velkomnir til að fagna þessum tímamótum en afmælisfagnaðurinn mun standa frá kl. 13:00 – 15:00.

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Rómantísk sönglög í Borgarneskirkju Tónlistarfélag Borgarfjarðar efnir til tónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 1. nóvember nk. kl. 16.00. Þórunn Elín Pétursdóttir sópransöngkona og Kristján Karl Bragason píanóleikari flytja lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og lög Gustavs Mahlers við þjóðvísur úr safni Clemens Brentano og Achims von Arnim. Jónas Hallgrímsson var einn helsti forsprakki rómantíkurinnar hér á landi og falla lög Atla Heimis einstaklega vel að orðfæri og stíl ljóða hans. Skáldin Brentano og Arnim eru verðugir fulltrúar

rómantíkurinnar í Þýskalandi, en á þeim tíma kviknaði mikill áhugi á söfnun og varðveislu eldra efnis. Ljóðasafn þeirra, sem kom út í upphafi nítjándu aldar, geymdi ríflega 700 þýsk ljóð frá fyrri tíð. Safnið hafði afar mikil áhrif á Gustav Mahler sem samdi síðrómantísk sönglög við mörg ljóðanna sem gjarnan fjalla á ævintýralegan hátt um náttúru og mannlíf í gleði og sorg. Tónleikarnir marka upphaf 50. starfsárs Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Aðgangseyrir er 2000 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara, frítt fyrir börn og félaga í Tónlistarfélaginu.

ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA Dreifibréf - Bæklingar - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð


Viðburðadagatal fi 29/10-20:00 Félagsbær; Félagsvist fö 30/10-19:15 Íþróttamiðstöðin Bgn; Skallagrímur-Fjölnir í bikarkeppni karla fö 30/10-20:00 Landnámssetur; Mr. Skallagrímsson snýr aftur la 31/10-12:00 Sjávarsafnið Ólafsvík; Heimamarkaður á Snæfellsnesi kynntur la 31/10-20:00 Landnámssetur; Mr. Skallagrímsson la 31/10-13:00 Íþróttahúsið Hvanneyri; Sýning á handverki kvenna í 100 ár su 1/11-13:00 Íþróttahúsið Hvanneyri; Sýning á handverki kvenna í 100 ár su 1/11-16:00 Borgarneskirkja; Tónlistarfélagstónleikar su 1/11-16:00 Landnámssetur; Mr. Skallagrímsson su 1/11-16:30 Íþróttamiðstöðin Bgn; Skallagrímur Þór Ak. í 1. deild kvenna fö 6/11-20:00 Landnámssetur; Mr. Skallagrímsson la 7/11-20:00 Landnámssetur; Mr. Skallagrímsson má 9/11-13:00 Heiðarskóli fimmtugur mi 11/11-20:00 Brún; Viðtalstími sveitarstjórnar Borgarbyggðar fi 12/11-20:00 Landnámssetur; Sagnakvöld la 14/11-20:00 Logaland; Gleðifundur má 16/11 Dagur íslenskrar tungu fi 19/11-18:00 Borgarbraut 65a; Leikhúsferð FEBBN Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ

Sjóræninginn er að leita að fjársjóðnum. Finnurðu hann?

BS vélar ehf allt fyrir alla Sími 861 3399 Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783

ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR


Mr Skallagrímsson á fjalirnar að nýju Í tilefni af tíunda starfsári Landnámssetursins í Borgarnesi mun Benedikt ErlingsPlakat sýningarinnar. son flytja einleik sinn um Egil Skallagrímsson að nýju. Benedikt frumsýndi einleikinn við opnun Landnámssetursins 13. maí 2006 og sló sýningin í gegn. Árið eftir hlaut Benedikt þrjár Grímu tilnefningar fyrir sýninguna og vann tvær Grímur fyrir besta handrit og besta leik í aðalhlutverki. Sýningar eru auglýstar næstu tvær helgar, en sýningafjöldi verður takmarkaður.

snæfellskur MATUR

“HEIMAMARKAÐUR” á Snæfellsnesi

„HEIMAMARKAÐUR“ Sjávarsafninu Ólafsvík laugardaginn 31. okt. kl 12:00 – 16:00 Hægt verður að ræða við framleiðendur, borða og kaupa mat af Snæfellsnesi Matarmerki svæðisgarðsins Snæfellsnes verður kynnt. Einnig verða kynntar hugmyndir um enduropnun Sjávarsafns í Ólafsvík.

-stefnumót framleiðenda og neytenda- kaupum mat úr heimabyggð -

Spennandi viðburðir og tilboð í tengslum við markaðinn um allt Snæfellsnes Allir eru velkomnir. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes

Getum við aðstoðað?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Hafðu það persónulegt! Boðskort - Tækifæriskort - Dagatöl með þínum ljósmyndum


Heimsóknarvinanámskeið Borgarfjarðardeild Rauða krossins verður með námskeið fyrir heimsóknarvini mánudaginn 2. nóvember kl. 18-20 í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi. Aðgangur er ókeypis og allir sem áhuga hafa á að koma að þessu verkefni eru hvattir til að koma að kynna sér það. Starfandi heimsóknarvinir eru einnig hvattir til að vera með á námskeiðinu og einnig viljum við minna á að við tökum fagnandi á móti umsóknum og ábendingum um gestgjafa sem myndu vilja taka á móti heimsóknarvinum.

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.