Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
2. tbl. 11. árgangur
14. janúar 2016
Safna heyrúlluplasti nú í janúar Til að bregðast við brýnni þörf hefur Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar ákveðið að fyrsta rúlluplastssöfnun ársins verði farin vikuna 25.-29. janúar nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endanlega útfærslu á söfnun á heyrúlluplasti á árinu. Einhverjir hafa þegar óskað eftir að láta sækja hjá sér plast hið fyrsta en allir þeir sem vilja láta sækja hjá sér plast í þessari ferð eru hvattir til að senda póst á netfangið einarp@igf.is eða hafa samband við ráðhús Borgarbyggðar í síma 433-7100.
Breytt deiliskipulag á Grundartanga Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur auglýst tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnar-, iðnaðarog athafnasvæðis á Grundartanga, austursvæði. Breytingin felur í sér að suðvestur hlið afmörkunar skipulagssvæðisins er hliðrað um 20 m. til suðurvesturs. Skilgreindar eru flæðigryfjur fyrir kerbrot og annan úrgang á athafnarsvæði hafnar og skilgreindur er skjólgarður með viðlegu ásamt þjónustuvegi suðaustan hafnsækinnar iðnaðarstarfsemi.
Sigursteinn Sigurðsson arkitekt sem er lengst til hægri á myndinni annaðist kynningu á breyttu deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59 í Borgarnesi. Mynd: OHR
Minnkað byggingarmagn Borgarbyggð boðaði til kynningarfundar í Hjálmakletti í vikunni til að kynna tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna við Borgarbraut 55, 57 og 59 í Borgarnesi. Sigursteinn Sigurðsson arkitekt annaðist kynninguna. Dregið hefur verið úr byggingarmagni frá fyrri tillögu og byggingarnar lækkaðar og færðar fjær Borgarbraut. Tillagan gerir ráð fyrir verslun og þjónustu á neðstu hæð húsanna. Á lóð nr. 59 verði annað hvort íbúðir eða þjónustustarfsemi á efri hæðum en íbúðir fyrir 60 ára og eldri á lóð nr. 57. Þá nefndi Sigursteinn þá hugmynd að á lóð nr. 55 yrðu byggðir nemendagarðar.
Einn fundarmanna lýsti mikilli andstöðu við hugmyndirnar en nokkrir lögðu fram fyrirspurnir og gerðu athugasemdir, m.a. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri sem benti á að ekki væri til tækjabúnaður hjá slökkviliðinu til að bjarga fólki úr brennandi húsi af sjöttu hæð ef til þess kæmi.
Núverandi tillaga eins og hún lítur út, séð úr austri. Til samanburðar eru útlínur Hyrnutorgs vinstra megin á uppdrættinum. Uppdrættinum er fyrst og fremst ætlað að sýna byggingarmagn en ekki endanlegt útlit húsanna.
Viðburðadagatal fi 14/1 20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi fö 15/1-19:15 Íþróttamiðst. Borgarnesi; Skallagrímur-Valur í 1. deild körfu karla fö 15/1-20:00 Þinghamar; Félagsvist fö 15/1-20:00 Landnámssetur; Mr. Skallagrímsson la 16/1-14:00 Brún; Íþróttamaður Borgarfjarðar la 16/1-20:00 Landnámssetur; Mr. Skallagrímsson þr 19/1-19:15 Íþróttamiðst. Borgarnesi; Skallagrímur-KR í 1. deild körfu kvenna
DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
Júní 2014 S
M
1
2
8
9
Ágúst 2014
Þ
M
F
F
L
3
4
5
6
7
Júlí 2014
10 11 12 13 14
S
M
Þ
M
F
3
4
5
6
7
F
L
1
2
8
9
17 18 19 20 21 22 23
29 30
24 25 26 27 28 29 30
M
6
7
Þ
M
1
2
3
4
5
8
9
10
11
12
13
14
20
21
22
23
27
28
29
30
31
17
18
19
24
25
26
15
16
F
Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi - s 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is
Þorrablót Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni
Miðapantanir hjá skemmtinefnd og einnig þátttökulisti í Félagsstarfinu. Þátttaka tilkynnist fyrir 18. jan. Miðasala verður svo í Félagsstarfinu þriðjudaginn 19. jan. kl. 14:00 – 15:00.
10 11 12 13 14 15 16
22 23 24 25 26 27 28
S
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
Þorrablót FEBBN verður haldið á Hótel Borgarnesi á Þorradag 22. janúar. Húsið opnar kl. 18:30, borðhald hefst kl. 19:00, aðgangseyrir kr. 4.500.
- gjöf sem gleður -
15 16 17 18 19 20 21
Hönnum og prentum fermingarboðskort
F
L
31
Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum
Símar skemmtinefndar eru: 437-1228, 437-1414, 435-1340, 437-1423 Að venju verða gestir okkar frá félögunum á Akranesi og Borgarfjarðardölum.
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
ÍBÚINN
Njótum samverunnar og skellum okkur á Þorrablót.
frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360
Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Höfum til sölu díóðuljósakrossa á leiði - 24 v og 32 v.
Sími: 898-9253 / 437-1783
ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR
Tap þrátt fyrir góða baráttu Skallagrímsstrákarnir tóku á móti Gindavík í 8 liða úrslitum Powerade bikar karla mánudaginn 11. janúar s.l. Leiksins hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu í Borgarnesi enda Grindavík með gríðar sterkt lið en hefur verið að hiksta undanfarið. Lið Grindavíkur mætti til leiks með nýjan leikmann að nafni Charles Wayne Garcia Jr sem telur heila 208cm og annað eins vænghaf. Að sama skapi höfum við Borgnesingar bætt við okkur leikmanni að nafni Hamid Dicko sem átti afbragðs leik með 18 stig og 5 fráköst auk þess að spila fanta vörn. Leikurinn byjaði ekki vel fyrir okkar drengi og við áttum fullt í fangi með að brjóta vörn Grindavíkur á bak aftur. Okkar menn lentu fljótlega 20 stigum undir sem var viðvarandi staða út fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 42-58 og martröðin frá Fjölnisleiknum virtist vera að endutaka sig þar sem gestirnir voru með afburða þriggja stiga nýtingu á meðan okkar menn voru ekki að setja skotin sín.
Þegar leið á leikinn fóru okkar menn augljóslega að hafa meiri trú á verkefninu. Liðið barðist hetjulega og magnaðar troðslur JR Cadot kveiktu í áhorfendum sem áttu sannarlega sinn þátt í því að berja kjark í strákana. Davíð Guðmundsson, sem nýlega gekk aftur í raðir Skallagríms, setti heldur betur í nokkrar flugeldasýningar og leikurinn fór að jafnast verulega. Niðurstaðan var þó grátlegt tap 96:105 en það er ekki sama hvernig það gerist. Liðið barðist gríðarelga vel og seinni hálfleikurinn vannst 5447 gegn Domino´s deildarliði Gindavíkur. Sannarlega frábær frammistaða sem gefur tilefni til að ætla bjartsýni þegar liðið tekur á móti Valsmönnum föstudaginn 15. janúar n.k. Bestir í liði okkar manna voru JR Cadot sem setur reglulega í troðslur sem er hver annarri fegurri, Hamid Dicko kom verulega flottur inn með góðri baráttu og mikilvægum körfum, sérstakelga í upphafi þegar við vorum í vandræðum sóknarlega. Og eins og áður segir var Davíð
Magnaðar troðslur JR Cadot kveiktu í áhorfendum sem áttu sannarlega sinn þátt í því að berja kjark í strákana. Mynd Ómar R. Ragnars
Guðmundsson frábær þegar á leið og væntum við mikils af honum og svo var Sigtyggur Arnar að sjálfsögðu ómissandi enda fer þar að öllum ólöstuðum besti íslenski leikmaður deildarinnar. Næsti leikur okkar er heima gegn Val 15. janúar n.k og þá er skyldumæting allra þeirra sem vilja sjá liðið í Domino´s deildinni að ári. HMS
Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum
Hársnyrtistofa Margrétar verður lokuð
8. til 12. febrúar og 17. febrúar til 3. mars Tímapantanir í síma 437 1177 og 845 4126
tofa
yrtis ársn
H
MARGRÉTAR
Kveldúlfsgötu 27 - Sími: 437 1177
ÍÞRÓTTAMAÐUR BORGARFJARÐAR 2015 Laugardaginn 16. janúar kl.14 fer fram í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit verðlaunaafhending í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar 2015 Veittar verða ýmsar viðurkenningar og verðlaun til þess íþróttafólks sem náð hefur góðum árangri á árinu 2015 Tónlistar- og skemmtiatriði frá ungmennum úr héraði Boðið verður uppá veitingar, allir velkomnir UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR