Íbúinn 26. janúar 2017

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

2. tbl. 12. árgangur

26. janúar 2017

Stelpurnar í toppbaráttu Það er mikið um að vera í körfuboltanum hjá Skallagrími í Borgarnesi. Kvennalið Skallagríms í meistaraflokki kvenna í körfuknattleik er í toppbaráttunni í Dominosdeildinni. Liðið er nú í 1. til 2. sæti og stefnir hraðbyri í úrslitakeppni fjögurra efstu liða. Stelpurnar eru einnig komnar í undanúrslit bikarkeppninnar og munu mæta Snæfelli frá Stykkishólmi í undanúrslitaleik í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 8. febrúar nk. kl. 20.00. Stuðningsmenn Skallagríms ætla að fjölmenna í höllina til að styðja stelpurnar og lita Laugardalinn grænum og gulum litum. Karlaliðið er í hörku baráttu í Dominosdeildinni og er liðið

núna í 10. sæti en stutt er á milli liða frá 4. sæti niður í það 11. þannig að allt getur gerst á þeim vígstöðvum. „Bæði lið hafa verið að sýna flotta frammistöðu og ánægjulegt hvað stuðningur við liðin hefur verið góður í vetur, fjölmenni sækir leiki liðsins, bæði á heimaleikjum og einnig mæta Borgfirðingar vel á marga útileiki,“ segir Bjarki Þorsteinsson formaður Körfuknattleiksdeildar Skallagríms í samtali við Íbúann. Til viðbótar er yngriflokka starfið hjá Skallagrími í miklum blóma undir öflugri stjórn vaskra þjálfara og yngriflokka ráðs. Lið Skallagríms eru flestar helgar í keppnum víða um land, bæði strákar og stelpur, helgina 4. og

5. febrúar mun 7. flokkur drengja keppa hér heima í Borgarnesi. Þeir drengir áunnu sér rétt til að keppa í A-riðli síns aldursflokks fyrir áramót en í þeim riðli etja kappi 5 sterkustu lið landsins. Það verður spennandi að fylgjast með því ásamt framgöngu annarra flokka í stelpu og strákaflokkunum. Hægt er að nálgast keppnisdagatal einstakra flokka inn á vefsíðu Körfuknattleikssambandsins, www. kki.is og einnig leitast körfuknattleiksdeild Skallagríms við að koma fréttum áleiðis á heimasíðu deildarinnar, www. skallar.is og á facebooksíðum deildarinnar.


Viðburðadagatal fi 26/1-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi í Bókhlöðunni fi 26/1-20:00 Landnámssetur; Open Mic fö 27/1-20:00 Brákarhlíð; Félagsvist þr 7/2-20:00 Snorrastofa; Námskeið Borgfirðinga-sögur - Hænsna Þóris saga mi 8/2-20:00 Laugardalshöll; Undanúrslitaleikur kvenna: Skallagrímur-Snæfell fi 9/2-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi í Bókhlöðunni la 11/2-19:30 Hjálmaklettur; Þorrablót mi 15/2-20:00 Snorrastofa;

BARNAHORNIÐ Hvaða leið bröltu karlarnir með síðustu steinana á toppinn á pýramídanum?

DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM - gjöf sem gleður -

Föstudagurinn dimmi Júní 2014 S

M

1

2

8

9

Ágúst 2014

Þ

M

F

F

L

3

4

5

6

7

Júlí 2014

10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

S

M

Þ

M

F

3

4

5

6

7

F

L

1

2

8

9

10 11 12 13 14 15 16

22 23 24 25 26 27 28

17 18 19 20 21 22 23

29 30

24 25 26 27 28 29 30

S

M

Þ

M

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

F

11

F

12

L

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

31

Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Þann 27. janúar 2017 er stefnt á uppbrot hversdagsins og upplifun á umhverfinu og lífi með öðrum hætti í Borgarbyggð. Það eru stöllurnar Heiður Hörn Hjartardóttir og Eva Hlín Alfreðsdóttir sem eru forsprakkarnir. „Við ætlum að minnast hve stutt er síðan umhverfið okkar rafvæddist og hvernig samskipti hafa breyst frá því að snjalltæki komu fram,“ segja þær. „Við hvetjum heimilin í sveitarfélaginu til þess að vera án raftækja í einn dag. Draga fram kerti og vasaljós. Spilastokka og borðspil. Skemmtum okkur við að segja draugasögur og að spjalla saman. Minnumst gamla tímans og þökkum fyrir nútímaþægindi.“ Þetta er áskorun um að hvíla síma, netið og kaffivélar eftir bestu getu og finna skemmtilegar lausnir t.d. draga fram prímusa

og gasgrill. Hvað gerist á dimmum föstudegi? Vertu með, fylgstu með á: facebook.com/ fostudagurinndimmi Hlutverk og þátttaka hvers og eins er eftir áhugasviði og möguleikum. En allir gætu deilt, hvatt og tekið þátt. Að Bjargi verður sett upp ævintýraupplifun í skóginum og með ströndinni (eftir veðri) þar sem vasaljós og endurskinsmerki verða í aðalhlutverki ásamt myrkrinu sjálfu! Þangað verða allir velkomnir, mögulega gætu skólarnir nýtt sér að koma og leyfa krökkunum að upplifa það. En einnig verða fjölskyldur boðnar velkomnar til að verja tíma saman og upplifa ævintýrið. Geir Konráð Theodórsson hefur boðað komu sína og mun segja draugasögur í eða við skóginn á Bjargi.


Borgarnesblótið 2017! Laugardaginn 11. febrúar í Hjálmakletti í Borgarnesi

Veislustjóri: Jóhannes Kristjánsson (Jóhannes eftirherma). • Glæsilegt þorrahlaðborð frá Kræsingum. • Ýmis skemmtiatriði, Borgarnes fréttaannáll í máli og myndum, fjöldasöngur o.fl. • Arnar Dór úr The Voice tekur vel valin lög. • Stórdansleikur á eftir með hljómsveitinni Skítamórall.

Húsið opnar kl. 19:30 – Borðhald hefst kl. 20:30. Miðaverð á þorrablótið er 8.000 krónur á manninn. Takmarkaður fjöldi miða. Fyrstir koma fyrstir fá! Sala aðgöngumiða fer fram 1.-3. febrúar á vefsíðunni www.skallar.is og hjá Tækniborg. Miðar á ballið verða til sölu við innganginn eftir kl. 00:30.

Áfram Skallagrímur!


Söfnun á heyrúlluplasti 30. jan. – 3. febrúar Íslenska gámafélagið sækir heyrúlluplast til bænda dagana 30. janúar – 3. febrúar. Líkt og undanfarið hefst söfnunin í vestanverðu sveitarfélaginu og síðari hluta vikunnar verður bíllinn á ferð sunnan megin Hvítár. Allir þeir sem vilja láta sækja plast til sín eru beðnir að senda upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer beint til Gunnars hjá Íslenska Gámafélaginu á netfangið gunnarh@igf.is eða hafa samband í síma 840 5847. Upplýsingar um frágang og geymsluaðferðir er að lnna í handbók um sorphirðu í dreifbýli sem er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar.

Eru útgáfumálin að kaffæra þig?

Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.