Íbúinn 11. janúar 2018

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

2. tbl. 13. árgangur

11. janúar 2018

Vesturlandsliðin í úrslit?

Í dag, fimmtudag kl. 17.00 tekst hið öfluga kvennalið Skallagríms á við lið Njarðvíkur í undanúrslitaleik bikarkeppninnar í körfuknattleik í Laugardalshöllinni. Seinna í

kvöld tekst Snæfell á við Keflavík í hinum undanúrslitaleiknum. Sá möguleiki er því fyrir hendi að framundan sé vesturlandsslagur í úrslitaleiknum nú á laugardaginn kl. 16:30.

Leiðin að bættri heilsu Markmiðasetning og hreyfing

Leiðbeinandi: Logi Geirsson Logi Geirsson er einkaþjálfari, viðskiptafræðingur og fyrrum handboltamaður. Hann hefur náð miklum árangri en hann er tvöfaldur Íslandsmeistari og Evrópumeistari félagsliða í handbolta, silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum og var sæmdur Fálkaorðunni fyrir framlag sitt til íþrótta. Logi hefur flutt fyrirlestra sína víða um land fyrir fyrirtæki, íþróttafélög, skóla og vinnustaði. Í starfi sínu sem einkaþjálfari hefur hann tileinkað sér að aðstoða fólk í lífstílsbreytingu með frábærum árangri.

Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð um Heilsueflandi samfélag á árinu 2018

SKESSUHORN 2018

Fimmtudaginn 18. janúar kl. 20:00 í Hjálmakletti Fjallað verður um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar og að setja sér raunhæf markmið.


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

fi 11/1-9:30 Óðal; Fyrirlestur um tölvufíkn fyrir 7.-10. bekk. Foreldrar velkomnir fi 11/1-12:30 Kleppjárnsreykir; Fyrirlestur um tölvufíkn fyrir 7.-10. bekk. Foreldrar velkomnir fi 11/1-14:00 Varmalandsskóli; Fyrirlestur um tölvufíkn fyrir 7.-10. bekk. Foreldrar velkomnir fi 11/1-17:00 Laugardalshöll; Undanúrslit bikarkeppni KKÍ - Skallagrímur-Njarðvík fi 11/1-20:00 Þinghamar; Félagsvist fö 12/1 Föstudagurinn dimmi; íbúar hvattir til að vera án raftækja í einn sólarhring fö 12/1-12:00 Safnahúsið; Fyrirlesturinn Straumlaust á Mýrum, flatkökur með hangikjöti og mysa í boði fö 12/1-17:00 Skógræktin Bjargi; Geir Konráð segir draugasögur fö 12/1-20:00 Brákarhlíð; félagsvist fö 12/1-20:00 Borgarnes HI Hostel; Tónleikar, Soffía Björg la 13/1-10:00 Félagsbær; Opinn fundur hjá Framsóknarflokknum la 13/1-20:00 Landnámssetur; Auður djúpúðga - sagan öll Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

gjöf sem gleður DAGATÖL

Nú er illt í efni - finnurðu leiðina frá hálsi niður á haus strútsins?

Stefán Ingi Ólafsson Rafvirki GSM 898-9243 Júní 2014 S

M

1

2

8

9

Ágúst 2014

Þ

M

F

F

L

3

4

5

6

7

Júlí 2014

10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

S

M

Þ

M

F

3

4

5

6

7

F

L

1

2

8

9

10 11 12 13 14 15 16

22 23 24 25 26 27 28

17 18 19 20 21 22 23

29 30

24 25 26 27 28 29 30

S

M

Þ 1

M

F

F

L

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

Öll almenn raflagnavinna

31

Sendu okkur uppsett dagatal eða myndirnar og við setjum það upp fyrir þig og afhendum þér tilbúið vegg- eða borðdagatal með þínum myndum Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Nýlagnir • Viðhald • Breytingar Brunakerfi • Loftnet • Heitir pottar • Varmadælur

Löggiltur rafverktaki alvegsama@simnet.is


Sigurður ráðinn til UMSB Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) og tekur hann til starfa 1. febrúar nk. Sigurður tekur við starfinu af Pálma Blængssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá miðju ári 2013. Sigurður er með B.Sc. gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hann einnig menntað sig í leiðtoga- og frumkvöðlafræðum og almennum íþróttum auk þess að hafa sveinspróf í húsasmíði. Hann er nú verkefnastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur og formaður Ungmennafélagsins Íslendings.

Þorrablót Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni

FEBBN Þorrablót 2018 Þorrablót FEBBN á Þorradag 19. janúar í Hótel Borgarnesi, ásamt félögunum frá Akranesi og Borgarfjarðardölum. Húsið opnað kl.19,00 og borðhald hefst kl. 19,30. Verðið er kr. 4.800 fyrir manninn. Þátttaka tilkynnist til skemmtinefndar félagsins fyrir 14. janúar í símum 437-1228, 437-1414, 435-1340 Miðasalan síðan fyrir félaga FEBBN í félagsstarfinu þriðjudaginn 16. janúar milli kl. 14,00 og 15,00. Greiða þarf með peningum, posi ekki til staðar.

Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Vísir að kvikmyndahátíð Vísir að kvikmyndahátíð verður í Borgarnesi eftir rúma viku, en dagana 19. - 21. janúar verða sýndar alþjóðlegar fræðslu- og heimildarmyndir og kvikmyndir á Söguloftinu í Landnámsetri Íslands. Það er félagsskapur sem kallast „Borgarnes film freaks“ eða í afar lauslegri þýðingu - Kvikmyndakenjar í Borgarnesi. Það eru þau Halldór Óli Gunnarsson og listakonan Michelle Bird sem eiga frumkvæðið að kvikmyndahátíðinni. Á föstudagskvöldinu 19. janúar verða sýndar myndirnar The Sandman og Cargo. Sýningartíminn stendur frá kl. 20:30-22:30. Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 16:00 og stendur

til kl. 22:30. Sýnd verður heimildamyndin The concrete love ásamt stuttmyndunum Expose, Burn me down og The lady sitter. Þá verða sýndar kvikmyndirnar BFF‘s United States og Q&A. Á sunnudeginum hefst dagskráin kl. 14:00 og stendur til kl. 16:00. Sýndar verða tvær heimildamyndir: Heimildamyndin Pourquois Pas Borgarnes sem fjallar um ungt listafólk í Borgarnesi og heimildamyndin Ekki með neitt á þjóðvegi eitt sem fjallar um ferðalag Bjarka Sigurjónssonar hringinn í kringum Ísland í sumarbyrjun 2015. Hann fór í þetta ferðalag án allra helstu nauðsynja og stólaði alfarið á góðmennsku fólks. Ókeypis er á sýningarnar.

Föstudagurinn Dimmi

Föstudagurinn DIMMI er hugarfóstur þeirra Evu Hlínar Alfreðsdóttur og Heiðar Harnar Hjartardóttur í Borgarnesi. Með framtakinu hvetja þær heimiili til að vera án raftækja í einn dag. Ýmis dagskrá er í boði. Í Safnahúsinu verður hádegisfyrirlesturinn Straumlaust á Mýrum og í boði verður flatbrauð með hangikjöti og mysa. Geir Konráð Theodórsson segir draugasögur í rjóðrinu í skógræktinni við Bjarg kl. 17.00 og er fólk hvatt til að hafa með vasaljós til að fara í vasaljósagöngu um skóginn á eftir. Þá verða órafmagnaðir en magnaðir tónleikar með Soffíu Björg á Föstudaginn DIMMA klukkan átta á Borgarbraut 9-13 á Borgarnes HI Hostel.

ÍÞRÓTTAMAÐUR BORGARFJARÐAR 2017 Laugardaginn 20. janúar kl. 14:00 fer fram í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi verðlaunaafhending í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar 2017 Veittar verða ýmsar viðurkenningar og verðlaun til þess íþróttafólks sem náð hefur góðum árangri á árinu 2017 Við hvetjum alla til að koma og heiðra íþróttafólkið okkar, boðið verður uppá léttar veitingar 81*0(11$6$0%$1' %25*$5)-$5ç$5


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.