Íbúinn 11. september 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

30. tbl. 9. árgangur

11. september 2014

Stimplar fjölbreytt úrval Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

Tré ársins Rastrelli sellókvartettinn er skipaður þeim Kira Kraftzoff, Sergej Drabkin, Mikhail Degtjareff og Kirill Timofeev.

Guðrún og Rússarnir Tónlistarfélag Borgarfjarðar hefur 48. starfsár sitt laugardaginn 20. september næstkomandi. Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona kemur þá fram á tónleikum í Reykholtskirkju ásamt rússneska sellókvartettinum Rastrelli. Guðrún er Borgfirðingum að góðu kunn en hún er fædd og uppalin á Hvanneyri. Hún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám m.a. í London og Stuttgart. Eftir að námi lauk hefur Guðrún starfað sem söngkona í Þýskalandi og fleiri löndum á meginlandi Evrópu. Rastrelli sellókvartettinn er skipaður þeim Kira Kraftzoff, Sergej Drabkin, Mikhail

Guðrún Ingimarsdóttir söngkona

Degtjareff og Kirill Timofeev. Dagskráin verður lífleg, rússnesk tónlist, íslensk sönglög, jazz- og dægurlög, tangóar og fleira í þeim dúr. Tónleikarnir í Reykholtskirkju hefjast kl. 16.00. Aðgangseyrir er 2000 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara og frítt fyrir félaga og börn. Ekki er tekið við greiðslukortum.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. Í ár hlýtur þessa nafnbót evrópulerki sem gróðursett var í Arnarholti í Stafholtstungum árið 1909. Á þeim tíma bjó sýslumaðurinn Sigurður Þórðarson í Arnarholti en hann hafði á námsárum sínum í Danmörku kynnst skógi. Hann hafði forgöngu um að útvega plöntur til gróðursetningar af ýmsum tegundum sem Brynjólfur Guðbrandsson í Hlöðutúni gróðursetti í Lundinum undir Arnarholtsklettum. Af þeim trjám eru í dag lifandi bæði evrópuog síberíulerki, ilmreynir og birki en fjallafura sem einnig var gróðursett finnst ekki nú.


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

fi 11/9 Símenntunarmiðstöðin Bgn; Dale Carnegie - Örugg framkoma, vinnustofa su 14/9-11:00 Borgarneskirkja; Messa su 14/9-14:00 Arnarholt; Tré ársins su 14/9 Fljótstungurétt í Hvítársíðu su 14/9 Brekkurétt í Norðurárdal su 14/9 Svarthamarsrétt í Hvalfj.sveit su 14/9 Núparétt í Hvalfjarðarsveit má 15/9 Svignaskarðsrétt í Borgarhr. má 15/9 Þverárrétt í Þverárhlíð má 15/9 Hítardalsrétt í Hítardal þr 16/9 Dagur íslenskrar náttúru þr 16/9 Grímsstaðarétt í Mýrum la 20/9-16:00 Reykholtskirkja; Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið lokað v. flutnings Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður alla d. 11-18 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið alla daga kl. 12-18 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Nú þurfum við að finna færa leið í gegn um eldfjallið!

Eldgos Vilt þú syngja í kór með hressum konum? Freyjukórinn byrjar vetrarstarf sitt miðvikudaginn 17. september n.k. Æfingastaður í vetur er Logaland í Reykholtsdal, æfingatími frá kl. 18:00-20:15 Þær konur, sem hafa áhuga, vinsamlega hafa samband við Zsuzsönnu Budai í síma 847-5264. Lifandi og skemmtilegur félagsskapur. Hlökkum til að fá nýjar raddir í kórinn ! Stjórn Freyjukórsins


Borgarbyggð, Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Skógræktarfélag Íslands boða til athafnar í Arnarholti í Stafholtstungum 14. september kl 14.00 Skógræktarfélag Íslands útnefnir Tré ársins í Arnarholti í Stafholtstungum við hátíðlega athöfn, sunnudaginn 14. september kl 14.00. Af þessu tilefni og einnig þess að um þessar mundir er Dagur íslenskrar náttúru þá mun Borgarbyggð veita umhverfisviðurkenningar til þeirra býla, heimilisgarða og stofnana sem þykja bera af í sveitarfélaginu. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar og Laufey B Hannesdóttir í Arnarholti flytja ávörp. Boðið verður uppá tónlistaratriði. Athöfnin verður utandyra en eftir athöfn verður boðið til bæjar í sveitakaffi að hætti Borgfirðinga. Allir velkomnir!

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Erla hefur lokið námi í Kundalini yoga hjá Auði Bjarnadóttur í jógasetrinu

Ef hópurinn þinn vill koma saman og prófa er velkomið að hafa samband

Fastir yoga tímar í vetur: Þriðjudaga kl. 6:30, 16:30 og 18:15 fimmtudaga kl. 16:30 og 19:30 Tímarnir eru um 60-75 mínútur, en morguntíminn er ögn styttri fyrir þá sem þurfa að komast í vinnu kl. 8:00

Hlakka til að yogast í allan vetur !!!!! Sat nam G. Erla Kristjánsdóttir yogakennari Mávakletti 16 • Borgarnesi • sími 697 6536

Atvinna Við í Nettó Borgarnesi óskum eftir starfsfólki í fullt starf Tekið við umsóknum á staðnum eða á heimasíðunni www.samkaup.is

Opnunartími út ágúst: Virka daga 9-20 - -Laugardaga kl 9-18 - Sunnudaga kl 12-18 Samkaup úrval,kl Borgarnesi Pöntunarsími : 430-5536


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.