Íbúinn 16. október 2014

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

32. tbl. 9. árgangur

16. október 2014


Viðburðadagatal fi 16/10-20:30 Lyngbrekka; Fyrsta æfing Samkórs Mýramanna í haust fö 17/10-20:00 Félagsbær; félagsvist fö 17/10-20:00 Landnámssetur; Unglingurinn Ómar Ragnarsson su 19/10-11:15 Borgarneskirkja; Barnaguðsþjónusta su 19/10_11-15 Eldað fyrir Ísland Landsæfing Rauða krossins; Menntaskóli Borgarfjarðar, Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri su 19/10-13:00 Lækjarbug; Hrútasýningin Mýrahrúturinn su 19/10-20:00 Reykholtskirkja; Gospeltónleikar Kórs Lindakirkju má 20/10-20:30 Reykholtskirkja; Fyrsta æfing Reykholtskórsins í haust þr 21/10_10-17 N1 Bgn; Blóðbankabíll má 27/10 Alþjóðlegi bangsadagurinn mi 29/10-20:00 Borgarneskirkja; Styrktartónleikar Freyjukórsins - ágóði rennur til Bleiku slaufunnar 27-30/10 Tónlistarskólinn; Þemavika. Samspil á öllum starfsstöðvum skólans. Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ Völundarhús Finnur þú leiðina í gegnum völundarhúsið?

Inn hér

Út hér

Reykholtskórinn vantar söngfólk Reykholtskórinn er blandaður kór. Hann byrjar vetrarstarfsemi sína n.k. mánudag 20. okt Við viljum gjarnan fá fleira söngfólk til liðs við okkur. Kórinn æfir í Reykholtskirkju á mánudögum kl. 20,30. Söngstjóri okkar er Viðar Guðmundsson. Ef þú hefur áhuga á þátttöku, hafðu þá samband við Valda sem veitir nánari upplýsingar í síma 864 4465 eða Viðar í síma 696 6937.


Samkór Mýramanna byrjar æfingar

Skrifstofuhúsnæði til leigu Skrifstofuhúsnæði til leigu á besta stað í miðbæ Borgarness. Um er að ræða 12,5 m2 skrifstofu á annarri hæð að Borgarbraut 61. Leigist með húsgögnum. Sameiginleg kaffistofa með öðru starfsfólki á hæðinni.

Samkór Mýramanna verður með fyrstu æfingu haustsins í Lyngbrekku fimmtudaginn 16. október kl. 20.30 Nýir félagar velkomnir í léttlyndan og skemmtilegan hóp Söngstjóri er Hallbjörg Erla Fjeldsted Nánari upplýsingar veitir Þórólfur Sveinsson í s. 898 5805

Hlökkum til að fá fleira gott fólk. Nánari uppl. veitir Sigurbjörg í s: 898 9254

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

sími: 437 2360

Styrktartónleikar Freyjukórsins Miðvikudaginn 29. október n.k. verður Freyjukórinn með styrktartónleika í Borgarneskirkju kl. 20:00

Aðgangur ókeypis, en söfnunarbaukur verður á staðnum. Allir gefa vinnu sína við tónleikana og allur ágóði rennur til BLEIKU SLAUFUNNAR.

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort


Kjötsúpa á landsæfingu Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í kjötsúpu. Alls verða um 50

Gospeltónleikar Kór Lindakirkju í Kópavogi heldur tónleika í Reykholti í Borgarfirði sunnudagskvöldið 19. október kl. 20:00. Kórinn tók upp nýja plötu í sumar sem ber heitið Með fögnuði. Um er að ræða gospeltónlist sem nær öll er samin af starfsfólki Lindakirkju. Kór Lindakirkju syngur öll lögin á plötunni ásamt einsöngvurum úr röðum kórsins. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 kr.

fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Í Borgarbyggð verða fjöldahjálparstöðvarnar þrjár, í Menntaskóla Borgarfjarðar, Háskólanum á Bifröst og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Auk þess verða fjöldahjálparstöðvar í Brekkubæjarskóla á Akranesi og grunnskólunum í Búðardal, Grundarfirði, Stykkishólmi og Snæfellsbæ. Opið verður frá kl. 11.00 til kl. 15.00. Á síðustu vikum höfum við sem búum á þessari eyju í Norður-Atlantshafi verið rækilega minnt á kraft óútreiknanlegra náttúruafla. Hættan er ætíð til staðar fyrir

alla sem hér eru staddir, þar sem neyð gæti orðið raunin á örskammri stundu. Skapist alvöru neyð er mikilvægt að vita hvert á að sækja hjálp og hvar er hægt að komast í öruggt skjól. Þiggðu súpu, það hjálpar Rauða krossinum.

Skjárinn opinn Skjárinn ehf. hefur opnað allt sitt sjónvarpsframboð fyrir íbúa í Borgarnesi til og með 30. október n.k. Um kynningaropnun er að ræða og vill stöðin með þessari allsherjar opnun vekja athygli á því fjölbreytta úrvali sem Skjárinn hefur uppá að bjóða. Opnunin er notendum að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.

Starfskraftur óskast til garðyrkjustarfa Garðaþjónustan Sigur-garðar s.f. Borgarfirði óskar eftir starfskrafti eða samstarfsaðila. Ég er að leita að aðila sem getur unnið sjálfstætt, tekið að sér verkstjórn og séð um vélavinnu. Vinnan felst í allri allmennri skrúðgarðavinnu og vélavinnu smávéla. Laun eftir samkomulagi, framtíðarstarf fyrir réttan aðila.

Nánari upplýsingar í síma 892-7663 Umsóknir sendist á sindri@vesturland.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.