Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
34. tbl. 9. árgangur
30. október 2014
VÖRUFLUTNINGAR Borgarnes – Reykjavík – Borgarnes alla daga Ferðir um Borgarfjörð tvisvar til þrisvar í viku
Góð þjónusta - Góð verð Júlíus gsm: 893-1640
Ásberg gsm: 897-7113
Viðburðadagatal fi 30/10-19:15 Schenkerhöllin; HaukarSkallagrímur í Dominosdeild karla í körfu fi 30/10-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bóka kaffi - kvöldstund við hannyrðir fö 31/10-20:00 Félagsbær; félagsvist la 1/11-10:00 Heilsugæsla Bgn; Opið hús la 1/11 14:00-16:00 Brákarhlíð; Basar og vöfflusala til styrktar ferðastjóðs la 1/11-20:00 Logaland; Afmælistónleikar Haffa Þóris su 2/11-11:00 Borgarneskirkja; Messa su 2/11-16:00 Borgarneskirkja; Funi, tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar má 3/11 Klettaborg; Skipulagsdagur má 3/11-20:00 Borgarbraut 65a; Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfj. þr 4/11 Borgarnes; Fermingarbörn ganga í hús og safna til vatnsverkefnis í Afríku fi 6/11-19:15 Fjósið; Skallagrímur-Fjölnir heimaleikur í Dominosdeild karla í körfu fö 7/11-20:00 Landnámssetur; Unglingurinn Ómar Ragnarsson la 8/11 Baráttudagur gegn einelti fi 13/11-19:15 Fjósið; SkallagrímurStjarnan - heimaleikur í Dominosdeildinni la 15/11 Íþróttamiðstöð; keppni í Boccia Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
BARNAHORNIÐ
Leiðin liggur ofan í skorsteininn og út um dyrnar. Ratar þú?
Basar og vöfflusala í Brákarhlíð Laugardaginn 1. nóvember á milli kl. 14:00 og 16:00
Gengið inn um eldra aðalanddyri ! Til sýnis og sölu munir úr handavinnustofu. Vöfflur og kaffi verður selt gegn vægu gjaldi, allur ágóði rennur í ferðasjóð heimilisfólks í Brákarhlíð.
Allir velkomnir Hlökkum til að sjá ykkur !
Fermingarbörn safna fyrir vatni Þriðjudaginn 4. nóvember munu fermingarbörn næsta árs ganga í hús í Borgarnesi og safna framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar er munu renna til vatnsverkefnis í Afríku. Skortur á hreinu vatni er eitt stærsta heilbrigðisvandamál í Afríku. Hjálparstarfið hefur um árabil styrkt og kostað gerð brunna sem koma í
stað mengaðra vatnsbóla sem oft þarf að sækja í um langan veg. Vatnsburðurinn bitnar helst á börnum sem mörg hver geta þess vegna ekki sótt skóla. Fermingarbörnin munu ganga í hús milli kl. 18 og 20 næstkomandi þriðjudag. Tökum vel á móti þeim. Sóknarnefnd og sóknarprestur.
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
Skrifstofustarf Skorradalshreppur óskar eftir aðila til að annast skrifstofu hreppsins
Helstu verkefni: • • • • • • •
Afgreiðsla, símsvörun, móttaka og þjónusta við íbúa Annast undirbúning og ritun funda Skjalavarsla Halda utan um reikninga, innheimtur og launagreiðslur Undirbúningur fjárhagsáætlunar Uppfæra vefsíðu Önnur almenn skrifstofustörf
Um er að ræða 50% starfshlutfall Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 892 0424 eða arnihjorl@gmail.com Umsókn ásamt ferilskrá skulu sendar á arnihjorl@gmail.com fyrir 10. nóvember
Hvanneyrargata 3, 311 Borgarnes • skorradalur@skorradalur.is
Funi hjá Tónlistarfélaginu Næstu tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða í Borgarneskirkju sunnudaginn 2. nóvember næstkomandi. Þar kemur fram tvíeykið FUNI sem skipað er Báru Grímsdóttur og Chris Foster.
Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara en frítt fyrir börn og styrktarfélaga Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Samstarf Báru og Chris hófst árið 2001. Síðan hafa þau unnið að því að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upptökum og lítt þekktum bókum og handritum, auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl. Flest laganna voru sungin án nokkurs undirleiks áður fyrr en FUNI bætir
hljóðfæraleiknum við og notar gítar, kantele og langspil. Bára Grímsdóttir hefur um árabil verið einn virtasti flytjandi íslenskra þjóðlaga og nýtur einnig mikillar virðingar sem tónskáld. Hún hefur lengi fengist við flutning á kvæðalögum og margs konar íslenskri þjóðlagatónlist. Hún hefur unnið með ýmsum kvæðamönnum og tónlistarfólki og sem tónskáld og útsetjari hefur Bára iðulega nýtt sér íslensk þjóðlög sem uppsprettu eigin sköpunar. Chris Foster ólst upp á Suðvestur-Englandi, þar sem hann kynntist fyrst þjóðlögum og hóf tónlistarferil sinn. Lifandi tónlistarflutningur Chris einkennist af kraftmiklum söng og góðum gítarleik.
Persónuleg kort fyrir öll tækifæri Bestu óskir um 2013
Gleðileg jól p
kau Brúð
og farsælt nýtt ár!
Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
Lions bauð til kvöldskemmtunar Lionsklúbburinn Agla og Lionsklúbbur Borgarness buðu eldri borgurum á starfssvæði klúbbanna til kvöldskemmtunar á Hótel Borgarnesi í október. Klúbbarnir buðu upp á kaffiveitingar og á meðal dagskrárliða var að Egill Ólafsson sagnfræðingur frá Hundastapa las þætti úr sögu Borgarness en hann er að skrásetja sögu bæjarins. Þá steig Leikdeild Skallagríms á stokk og flutti við undirleik hljómsveitar Leikdeildarinnar skemmtilega og létta söngdagskrá sem flutt var í Grímshúsi á Brákarhátíð í sumar. Samkoman var vel sótt og var ekki annað séð en gestir skemmtu sér hið besta. Myndir: Magnús Nielsson og Olgeir Helgi
Kafað í reyk í Betubæ Nýverið kom B-vakt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í heimsókn til Slökkviliðs Borgarbyggðar. Tilgangurinn var að kynnast og fá að reyna nýju reykköfunaraðstöðuna í Betubæ í Brákarey. Að lokinni æfingu lýstu gestirnir ánægju sinni með aðstöðuna, uppsetningu og skipulag innanhúss í Betubæ þó ekki hafi þeir fundið þann hlut sem leitað var að í reykköfuninni. Slökkvilið Borgarbyggðar tók aðstöðuna í Betubæ formlega í notkun í mars á þessu ári.
Starfsfólk Fjöliðjunnar ásamt fulltrúum sveitarstjórnar Borgarbyggðar við opnun markaðsins á þriðjudaginn. Mynd: Fjöliðjan
Fjöliðjan í Borgarnesi opnar markað á Brúartorgi Fjöliðjan hefur opnað markað við hliðina á Framköllunarþjónustunni á Brúartorgi. Á markaði Fjöliðjunnar verður boðin til sölu ýmis varningur sem starfsmenn hafa framleitt. Meðal annars kerti, prjónavörur,
skartgripir, borðtuskur, litríkar bleyjur og ýmsar trévörur. Einnig verða vöfflur og kaffi á boðstólnum. Markaðurinn er opinn virka daga til 7. nóvember, frà kl. 1112 og 13-14 (lokað í hádeginu).
Þúsundasta þriggja stiga karfan Páll Axel Vilbergsson framherji úrvalsdeildarliðs Skallagríms setti niður þúsundustu þriggja stiga körfuna í naumum tapleik Skallagríms gegn Snæfelli á heimavelli Skallagríms í „Fjósinu“ á mánudagskvöldið í Dominosdeildinni. Áhorfendur fengu frítt á leik þessara nágrannaliða í boði Loftorku. Í tilefni af því voru grillaðir og seldir hamborgarar sem bætti enn á stemmninguna. Leikurinn var sannkallaður nágrannaslagur, jafn og oft í járnum. Liðin skiptust á að halda forystunni. Aðeins munaði einu stigi þegar tæp mínúta var eftir af leiknum en lokatölur urðu 83:88 Snæfelli í vil. Næsti leikur Skallagríms í Dominosdeildinni er í kvöld á útivelli en þá tekst liðið á við Hauka í Hafnarfirði. Á sunnudagskvöldið næsta leikur liðið gegn 2. deildar liði Aftureldingar í 32 liða úrslitum Powerade bikarsins á heimavelli í „Fjósinu.“
Páll Axel Vilbergsson framherji Skallagríms fékk blómvönd af því tilefni að hann skoraði þúsundustu þriggja stiga körfuna. Á myndinni er hann ásamt Gísla Matthíasi syni sínum. Mynd. Björn Bjarki Þorsteinsson
Hafþór Ingi heiðraður
Í hálfleik leiksins á mánudag var Hafþór Ingi Gunnarsson, fyrrum leikmaður Skallagríms heiðraður. Áhorfendur, dómarar og leikmenn klöppuðu Hafþóri lof í lófa. Þrálát meiðsli í hné urðu til þess að Hafþór hætti keppni í desember í fyrra eftir sextán ára keppnisferil í úrvalsdeild. Hann lék lengst af með Skallagrími og tók þátt í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik árið 1997 en með Snæfelli lék hann 4 tímabil. Hafþór komst tvívegis í úrslit Hafþór Ingi Gunnarsson heiðraður. Mynd: Ómar R. Ragnarsson Íslandsmótsins, árið
2004 með Snæfelli og árið 2006 með Skallagrími. Hann lék stöðu bakvarðar og þótti liðtækur og útsjónarsamur leikstjórnandi með gott auga fyrir sendingum og sérstaklega skæð þriggja stiga skytta. Hittni hans olli oft miklum usla hjá mótherjum hans svo eftir var tekið á vettvangi körfuboltans á Íslandi. Þá kom oftar en ekki fyrir að framlag hans á lokasekúndum leikja tryggði glæsta sigra. Einnig sá Hafþór um þjálfun nokkra yngri flokka hjá Skallagrími um árabil og var hann í því hlutverki yngri iðkendum góð fyrirmynd. Körfuknattleiksdeild Skallagríms vill þakka Hafþóri fyrir framlag hans til körfunnar í Borgarnesi og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Keppni í boccia Íþróttanefnd FEBBN (Félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni) efnir til keppni í boccia meðal fyrirtækja og stofnana laugardaginn 15. nóvember nk. Keppt verður í fjórum fimm liða riðlum ef næg þátttaka fæst. Hvert lið má vera skipað fjórum einstaklingum. Hvert fyrirtæki eða stofnun má senda þrjú lið. Keppnisfyrirkomulag verður með þeim hætti að allir leika við alla í riðlakeppninni. Sigurliðin úr riðlunum keppa til úrslita. Þrjú efstu liðin hljóta verðlaunapeninga og sigurliðið farandgrip til varðveislu. Veitt verða verðlaun fyrir skrautlegustu búningana. Þátttökugjald kr. 3.000 á lið greiðist á mótsstað. Skráningar þurfa að berast til ingi2901@gmail.com fyrir mánudaginn 10. nóvember nk. Allar nánari upplýsingar gefa Ingimundur í síma 898 1851 og Flemming í síma 868 1008. Liðin eru velkomin á æfingar í Íþróttamiðstöðina á laugardögum kl. 11.00 Íþróttanefnd FEBBN.
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
DAGATÖL MEÐ ÞÍNUM MYNDUM
Júní 2014
Ágúst 2014
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Júlí 2014
10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
S
M
Þ
M
F
3
4
5
6
7
F
L
1
2
8
9
10 11 12 13 14 15 16
22 23 24 25 26 27 28
17 18 19 20 21 22 23
29 30
24 25 26 27 28 29 30
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
31
Þú sendir okkur uppsett dagatal eða myndir og við setjum dagatalið upp fyrir þig. Við prentum dagatal með þínum myndum. - Persónulegt dagatal er góð gjöf Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Lögreglan í árekstri Jepplingi var ekið í veg fyrir jeppabifreið lögreglunnar á Borgarbraut í Borgarnesi sem var á leið í forgang 1, eða neyðarakstur á mánudag. Ökumaður jepplingsins slasaðist lítillega að sögn lögreglu. „Miðað við aðstæður má ímynda sér að lögreglubíllinn hafi verið yfir löglegum hraða en rannsóknin er komin stutt,“ segir Jón S. Ólafsson yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Akranesi en embættið fer með rannsókn málsins.
Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
Síðdegis á mánudag lenti jeppabifreið lögreglunnar í Borgarnesi í árekstri við jeppling á Borgarbraut við Brúartorg. Lögreglubifreiðin sem er fremst á myndinni var á leið í forgang 1 eða neyðarakstur. Jepplingurinn er fjær. Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á bílunum. Mynd: OHR
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort
Reikningar - Eyðublöð
sími: 437 2360
Heilsueflingardagur 1. nóvember 2014
Opið hús
Þann 1. nóvember mun Heilsugæslan í Borgarnesi vera með opið hús frá klukkan 10:00 – 14:00 Áhersla verður lögð á lungnasjúkdóma og háþrýsting Fyrirlestrar: Lungnasjúkdómar kl. 10:30 og 12:30 Háþrýstingur kl. 11:30 og 13:30 Boðið verður upp á blóðþrýstingsmælingar og öndunarpróf
Bjóðum íbúa umdæmis HVE Borgarnesi velkomna til okkar. Bændur og reykingafólk sérstaklega hvatt til að mæta.