Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
35. tbl. 9. árgangur
6. nóvember 2014
Svona var fjallasýn af Borgarfjarðarbrú í gosmóðunni á þriðjudag. Næst, hægra megin, er Brekkufjall, fjær glittir í Hestfjall og með góðum vilja má sjá móta fyrir Varmalækjarmúla. Fjær er fjallahringurinn horfinn í gosmóðu. Engar mælingar úr handvirkum mælum á Vesturlandi voru birtar á vefsíðu Umhverfisstofnunar á þriðjudaginn. Mynd: Olgeir Helgi
Engar sjálfvirkar mælingar frá Grundartanga að Akureyri Töluverð gosmóða var í lofti í Borgarfirði á þriðjudag og samkvæmt dreifingarspá Veðurstofunnar má gera ráð fyrir að nokkra mengun frá eldgosinu í Holuhrauni leggi yfir Vesturland í dag, fimmtudag. Engin nettengdur loftgæðamælir er á svæði frá Grundartanga að Akureyri. Á Vesturlandi eru handmælar í Borgarnesi, Húsafelli og Stykkishólmi. Á vef Umhverfisstofnunar eru skráðir 28 handmælar og stóð „skráningu vantar“ við tíu þeirra á þriðjudaginn og í þeim hópi voru allir handmælar á Vesturlandi. Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur óskað eftir
því við Umhverfisstofnun að mælingar verði auknar og upplýsingagjöf bætt. „Við höfum ekki mannskap til að reka svona stórt kerfi en við höfum sett það í hendurnar á yfirvöldum á hverjum stað að vakta mælana og koma upplýsingum um gildin á netið,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar í samtali við Íbúann og bendir á að einungis þrír starfsmenn hjá Umhverfisstofnun sinni þessu. Til stendur að fjölga bæði sjálfvirkum mælum og handmælum. „Það væri mjög gott ef menn mundu skrá þetta inn
samviskusamlega, þá getur fólk fylgst með gildunum á hverjum stað,“ segir Guðfinnur.
Myndin er af vef Veðurstofunnar og sýnir spá, síðdegis í dag fimmtudag, um dreifingu brennisteinstvíildis, SO2, sem kemur frá gosstöðinni. Spáin er gerð að morgni miðvikudagsins síðasta. Hún sýnir ekki afdrif SO2 frá fyrri dögum og því kann styrkur þess að vera meiri en myndin gefur til kynna.
Viðburðadagatal
BARNAHORNIÐ
fi 6/11-15:00 Andakílsskóli; Flóamarkaður fi 6/11-19:15 Fjósið; Skallagrímur-Fjölnir heimaleikur í Dominosdeild karla í körfu fö 7/11-20:00 Landnámssetur; Unglingurinn Ómar Ragnarsson la 8/11 Baráttudagur gegn einelti su 9/11-11:15 Borgarneskirkja; Barnaguðsþjónusta - sögur, leikir, tónlist fi 13/11-19:15 Fjósið; SkallagrímurStjarnan - heimaleikur í Dominosdeildinni Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
... og hingað
Héðan...
Finnurðu leiðina í gegnum hauskúpuna?
Íbúar komi að stefnumótun
Hvalfjarðarsveit samþykkti í október að vinna að mótun stefnu í íþrótta-, æskulýðs og tómstundamálum fyrir sveitarfélagið. Fræðslu- og skólanefnd hefur hafið vinnu við verkefnið sem á að ljúka ekki síðar en 1. febrúar nk. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir að við verkefni sem þetta sé samræða við íbúana grundvallaratriði. Nefndin ráðgerir að boða til samræðuvettvangs um málefnið síðar á árinu. Nefndin telur afar mikilvægt að fá fram hugmyndir og skoðanir íbúa og vill virkja sem flesta við undirbúning og vinnu þessa verkefnis. Eru íbúar beðnir að senda
hugmyndir sínar á netfangið: hjordis.stefansdottir@ hvalfjardarsveit.is.
Barið í brestina Leikdeild Skallagríms ætlar að berja í brestina í vetur, en tekin hefur verið ákvörðun um að setja upp samnefnd leikrit eftir Guðmund Ólafsson, sama höfund og skrifaði Stöngin inn sem leikdeildin sýndi í Lyngbrekku í fyrravetur við miklar vinsældir. Leikstjóri að þessu sinni verður Gunnar Björn Guðmundsson en hann leikstýrði sama verki hjá Leikdeild Umf. Biskupstungna í fyrra og hlaut fádæma aðsókn.
1.549 kr.
995 kr.
Stór tór ostborgari
Ostborgari borgari
franskar, lítið Kit Kat og gosglas
með sósu og grænmeti og gosglas
Veitingatilboð 1.695 kr.
25% afsláttur af ís úr vél
Steikarsamloka franskar og gosglas
N1 Borgarnesi Sími: 440 1333
Opið:
Alla daga 08:00-23:00 Grillið opið 11:00-22:00
Vilja leikvöll í Bjargslandið Þrír vaskir krakkar úr Bjargslandinu í Borgarnesi komu á fund Kolfinnu sveitarstjóra Borgarbyggðar í síðustu viku og afhentu henni undirskriftalista frá börnunum í hverfinu. Frá þessu greinir á vef Borgarbyggðar. Í undirskriftalistanum er farið fram á úrbætur í leikvallamálum en í texta með undirskriftun segir: „Okkur krakkana í Bjargslandi langar að fá eitthvað svæði í hverfinu okkar þar sem við getum leikið okkur til dæmis í fótbolta. Enginn sléttur blettur og ekkert mark er í okkar hverfi
Kolfinna sveitarstjóri ásamt þeim Valborgu Elvu, Magnúsi Baldri og Birgi sem færðu henni undirskriftalistann. Mynd: Hulda Waage
og við getum bara æft okkur í görðum eða í öðrum hverfum. Einu svæðin sem við höfum til að leika okkur er við leikskólann
Ugluklett og í „kastalanum“ og þar er bara hægt að æfa körfu. Við getum alveg örugglega fengið pabba og mömmur og afa og ömmur til að hjálpa til og svo erum við líka til í að gera eitthvað sjálf. Takk fyrir.“ Á listanum eru fjölmargar undirskriftir en það voru þau Valborg Elva og Birgir sem söfnuðu þeim. Magnús Baldur kom svo með Valborgu Elvu og Birgi í ráðhúsið að afhenda listann. Þau eru öll 8 ára. Kolfinna tók við listanum fyrir hönd sveitarstjórnar og gaf krökkunum merki Borgarbyggðar.
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360 Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan
sími: 437 2360
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Fjölskyldumyndirnar á dagatöl og tækifæriskort
Reikningar - Eyðublöð