Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
36. tbl. 9. árgangur
13. nóvember 2014
Listasprettur í Landnámssetri Komandi sunnudag, 16. nóvember kl. 16.00 verður svokallaður Listasprettur í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þetta er klukkustundarlöng dagskrá þar sem þrjár listakonur bjóða gestum upp á notalega stund með tónlist og upplestri. Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona, flytur lög af nýjum diski sínum Söngvar á alvörutímum, Halla Margrét Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikari les texta m.a. úr ljóðabók sinni 48 og Ólöf Ingólfsdóttir, rithöfundur og dansari, les úr nýju verki sem heitir Dagar og nætur í Buenos Aires. Aðgangur er ókeypis.
Opið hús fyrir eldri borgara Miðvikudaginn 19. nóvember nk. kl. 16:00-18:00 verður opið hús í Fannahlíð fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Þórdís Þórisdóttir mun segja frá leikskólastarfi í Hvalfjarðarsveit, fluttar verða frásagnir af mannlífinu í sveitinni, lesin upp ljóð og fleira. Skipuleggjendur vonast til þess að sjá sem flesta.
Fjórði flokkur ætlar erlendis að keppa Strákarnir í fjórða flokki karla í knattspyrnu hjá Skallagrími stefna á keppnisferð til Finnlands eða Danmerkur næsta sumar. Þeir eru fæddir árin 2001 og 2002 og er þarna á ferðinni stór og flottur hópur efnilegra knattspyrnumanna sem hafa mikinn metnað og eru duglegir að æfa og keppa allt árið um kring. Strákarnir byrjuðu að keppa í ellefu manna fótbolta í fyrsta skipti sl. sumar og þrátt fyrir brösótt gengi fyrsta tímabilið á stórum velli þá eru strákarnir
fullir sjálfstrausts. Strákarnir eru byrjaðir að safna fyrir ferðinni með ýmsum fjáröflunum og biðja foreldrar og forráðamenn þeirra um að tekið verði vel á móti þeim þegar þeir banka upp á til að selja nytsaman varning, safna dósum eða leita verkefna. Þeir sem kunna að hafa verkefni sem strákarnir eða foreldrarnir geta tekið að sér til að safna fjár fyrir ferðina eru beðnir að hafa samband við Pálma í síma 869-7092 eða palmi@umsb.is.
Verslum í heimabyggð Borgarnesi
Viðburðadagatal fi 13/11 17-19 Skipanes; Hundahreinsun fi 13/11-19:15 Fjósið; SkallagrímurStjarnan - heimaleikur í Dominosdeildinni fi 13/11-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bóka kaffi Steinunn Garðarsdóttir les úr Stallo la 15/11 Íþróttamiðstöð; keppni í Boccia su 16/11-11:00 Borgarneskirkja; Messa su 16/11-16:00 Landnámssetur; Listasprettur þriggja listakvenna - aðg. ókeypis þr 18/11-20:00 Landnámssetur; Fræðslufyrirlestur um hlaup mi 19/11-16:00 Fannahlíð; Opið hús fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit mi 19/11-20:00 Tónlistarsk.Borgarfj.Bgn; Samlestur Leikdeildar Skallagríms Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ
Hingað
Héðan
Geturðu fundið stystu leiðina inn að miðju?
Leikhúsferð Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni
FEBBN efnir til leikhúsferðar í Borgarleikhúsið þann 27. nóvember að sjá leikritið „Beint í æð“.
Verð kr. 4500 með fargjaldi. Farið frá Blokkinni kl. 18:30. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 19. nóvember í síma 437-1228 Björk, 437-1414 Ragnheiður, 437-1305 Jenný, 435-1340 Áslaug og þátttökulisti er í Félagsstarfinu. Miðar verða afhentir þriðjudaginn 25. nóv. í Félagsstarfinu (posi ekki á staðnum).
Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum? Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, rýnir hana og sendir til baka með upplýsingum um hvað var gott og hvað má bæta.
Leiðbeinandi er Sigurður Steingrímsson,
verkefnisstjóri, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Staður Húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar í Borgarnesi,
20. nóvember kl. 13:00-16:00
Staður Húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar á Akranesi,
20. nóvember kl. 17:30-19:30
Verð Vinnusmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Skráning er á vef Símenntunar www.simenntun.is og nánari upplýsingar gefur starfsfólk Símenntunar í síma 437 2390.
Við viljum ráða vaktstjóra hjá Stöðinni í Borgarnesi Við leggjum áherslu á að í starf hjá okkur veljist glaðlegir, dugmiklir og þjónustulundaðir einstaklingar sem eru reiðubúnir að leggja sig fram um að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina okkar
Umsóknir berist á netfangið: jb@skeljungur.is
Komdu að leika þér!
Fyrsti samlestur á gamanleiknum Barið í brestina eftir Guðmund Ólafsson (sama höfund og Stöngin inn sem sló eftirminnilega í gegn síðasta vetur) verður miðvikudaginn 19. nóv. nk. kl. 20.00 í Tónlistarskólanum, Borgarbraut 23 í Borgarnesi. Lesið yfir verkið (samlestur) og raðað í hlutverk 19. -20. og 21. nóv. Unnið verður í tónlist í janúar og æfingar fara á fullt í febrúar. Frumsýnt verður í byrjun mars. Leikstjóri verður Gunnar Björn Guðmundsson, þaulvanur leikstjóri sem m.a. leikstýrði sama verki hjá Leikdeild Umf. Biskupstungna í fyrra og hlaut þar fádæma aðsókn. Barið í brestina er bráðskemmtilegur gamanleikur sem gerist á sambyggðri heilsugæslustöð og elliheimili og fjallar m.a. um viðbrögð við óvæntri heimsókn heilbrigðisráðherra. Leikdeild Umf. Skallagríms hvetur þá sem áhuga hafa á þátttöku að mæta á samlestur, hvert sem áhugasviðið er: Leikur, kórsöngur, hljóðfæraleikur, búningar, tækni, sviðsmynd o.s.frv. Nánari upplýsingar: Olgeir Helgi Ragnarsson formaður Leikdeildar Umf. S. gsm 893 2361