Íbúinn 9. febrúar 2017

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan

ÍBÚINN

s: 437 2360

frétta- og auglýsingablað

4. tbl. 12. árgangur

9. febrúar 2017

AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS VEITTIR

VERÐA

STYRKIR

Í EFTIRFARANDI

VERKEFNI:

1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2) Verkefnastyrkir á sviði menningar 3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála Styrkjum til menningarmála er úthlutað einu sinni á ári (2 og 3) Upplýsingar veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433-2313 eða 892-5290 (netfang: menning@vesturland.is) Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar (1) er úthlutað tvisvar á ári, núna og í haust. Upplýsingar veitir Ólafur Sveinsson í síma 433-2310 eða 892-3208 (netfang: olisv@ssv.is)

)5(6785 7,/ $ 6.,/$ 806 .180 0 (5 7,/ )(%5 $5 Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi www.ssv.is, er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar


Undirbúningur Gleðileika

Viðburðadagatal fi 9/2-20:00 Brákarhlíð; Félagsvist fi 9/2-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi í Bókhlöðunni fö 10/2-11:00 Landnámssetur; Heimildamyndin Pourqois Pas Borgarnes la 11/2-19:30 Hjálmaklettur; Þorrablót su 12/2-11:00 Landnámssetur; Heimildamyndin Pourqois Pas Borgarnes má 13/2-20:15 Hjálmaklettur; Undirbúningsfundur fyrir Gleðileika 2017 13-17/2 Tónlistarskóli Borgarfj; Þemavika mi 15/2-20:00 Snorrastofa; Kvæðamannafélagið Snorri þr 21/2-20:30 Snorrastofa; Fyrirlestur - Hvenær varð Hákon gamli konungur

Gleðileikarnir munu fara fram dagana 27. og 28. mars og í ár er áhersla lögð á að halda leikana í nýja miðbæ Borgarness. Haldinn verður kynningarfundur fyrir Gleðileikana í Hjálmakletti mánudaginn 13. febrúar klukkan 20:15 og eru allir þeir sem vilja leggja leikunum lið boðnir velkomnir. Hægt er að taka þátt með ýmsum leiðum hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki. Fyrirtæki geta styrkt gleðileikna með peningaframlagi eða

„lánað“ starfsfólk sem liðs- eða stöðvastjóra þegar gleðileikarnir fara fram. Einstaklingar geta einnig boðið sig fram. Áhugasamir hafi samband við Sigurstein í s. 698-8503 eða Hólmfríði í s. 859-2257. Frekari upplýsingar má svo finna á Facebook.

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Viðtalstímar Starfsmenn SSV bjóða upp á viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem veittar verða upplýsingar um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Mánudagur 13. febrúar Kl.10:00-12:00 Kl.14:00-16:00

Þriðjudagur 14. febrúar Kl.10:00-12:00 Kl.14:00-16:00

Miðvikudagur 15. febrúar Kl.10:00-12:00 Kl.13:00-15:00 Kl.15:30-17:30

Búðardalur og Akranes Stjórnsýsluhúsið, Miðbraut 11, Búðardalur Bæjarskrifstofan, Stilliholti 16-18, Akranesi

Hvalfjarðarsveit og Borgarnes Ráðhúsið, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit Skrifstofa SSV, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi

Snæfellsnes Bæjarskrifstofan, Hafnargötu 3, Stykkishólmi Bæjarskrifstofan, Borgarbraut 16, Grundarfirði Átthagastofa Snæfellsbæjar, Kirkjutúni 2, Ólafsvík

Við hvetjum umsækjendur og aðra þá sem hafa áhuga eindregið til að nýta sér þessa þjónustu.


Skipulagsauglýsingar Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á 151. fundi þann 2. febrúar 2017, að auglýsa eftirfarandi skipulög: Miðsvæði Borgarness – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 Miðsvæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 31.1.2017 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr reitur M3 er 0,7 ha að stærð og nær til lóðanna Borgarbrautar 55, 57 og 59. Á lóð Borgarbrautar 55 verður nýtingarhlutfall 0,58, á Borgarbraut 57 verður nýtingarhlutfall 1,53 og á Borgarbraut 59 verður nýtingarhlutfall 2,09. Stærð miðsvæðis M1 verður eftir breytingu 5,3 ha og nýtingarhlutfall óbreytt. Tillagan er auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Miðsvæði Borgarness – breyting á deiliskipulagi Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 30.1.2017. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæði Borgarness. Tillagan er auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 9. febrúar 2017 til 24. mars 2017 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta, er gelnn kostur á að gera athugasemd við tillögur. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skrimegar og berast í síðasta lagi 24. mars 2017 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð


Í úrslitum Vox Domini Í lok janúar stóð Félag íslenskra söngkennara (Fís) fyrir söngkeppni „Vox Domini“ og komu þar fram nemendur og söngvararar í klassískum söng. Þetta er í fyrsta sinn sem Fís stendur fyrir slíkri keppni. Lengra komnir söngvarar sem eru að feta sín fyrstu spor á söngferlinum og einnig nemendur sem hafa lokið grunnprófi

áttu þess kost að taka þátt í þessari keppni. Unnur Helga Vífilsdóttir, sem er söngnemi í miðstigi í Tónlistarskóla Borgarfjarðar, tók þátt og komst í úrslit keppninnar og söng í Salnum Kópavogi sunnudagskvöldið 29. janúar síðastliðið. Móðir hennar, Jónína Erna Arnardóttir lék með henni á píanó.

Starfsmaður í áhaldahús Borgarbyggðar Borgarbyggð óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús Borgarbyggðar. Starlð felst í vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir og umhirðuverkefni á vegum áhaldahúss, s.s. við gatnakerl, opin svæði og veitur. Næsti ylrmaður verður verkstjóri áhaldahúss Borgarbyggðar. Menntunar- og hæfniskröfur eru vinnuvélaréttindi, iðnmenntun sem nýtist í starl er æskileg svo og reynsla af sambærilegum störfum. Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Ráðið verður í starlð sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um starlð veitir Ámundi Sigurðsson, verkstjóri áhaldahúss Borgarbyggðar sími 892 5678. Umsóknir ásamt starfsferilskrá og kynningarbrél skulu sendar til gudrunh@borgarbyggd.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.