Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
5. tbl. 12. árgangur
16. febrúar 2017
Stelpurnar í Skallagrími lönduðu silfurverðlaunum í bikarkeppninni í ár. Hér eru þær að taka við silfurverðlaunum eftir naumt tap gegn Keflavík í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni. Mynd: Ómar Örn Ragnarsson
Silfrið í Borgarnes Kvennalið Skallagríms í körfubolta vann til silfurverðlauna í bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands í meistaraflokki kvenna maltbikarnum. Miðvikudaginn 8. febrúar lék liðið gegn Snæfelli í undanúrslitaleik í æsispennandi leik vesturlandsliðanna. Réðust úrslit þegar tæpar fimm sekúndur voru til leiksloka en þá skoraði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, íþróttamaður Borgarfjarðar 2016, þriggja stiga körfu og kom Skallagrími tveimur stigum yfir. Úrslitin urðu 70-68 Skallagrími í vil. Skallagrímsstelpurnar mættu svo gríðarsterku liði Keflavíkur í úrslitaleik á laugardaginn var. Stuðningsmenn Borgnesinga fjölmenntu í höllina og má
segja að Skallagrímur hafi unnið stúkuna en stemmningin meðal áhorfenda úr Borgarnesi var gríðarlega góð. Lið Skallagríms átti á brattann að sækja og náðu Keflvíkingar töluverðri forystu í upphafi leiksins. En stelpurnar úr Borgarnesi gáfust ekki upp og unnu niður forskot Keflvíkinga jafnt og þétt. En þrátt fyrir hetjulega baráttu og að þær hafi náð að jafna gegn Keflvíkingum náðu Skallagrímsstelpurnar aldrei forystu í leiknum og þegar leiktíminn var úti höfðu Keflvíkingar tveggja stiga forystu. Þeir bættu svo einu stigi við í vítaskoti þannig að úrslitin urðu 65-62 Keflvíkingum í vil. Eftir stórskemmtilega bikarviku hjá kvennaliði Skallagríms tekur deildarkeppnin, Dominos
deildin, við að nýju. Þar eru Skallagrímsstelpur efstar eins og staðan er núna. Þegar Íbúinn fór í prentun stóð fyrir dyrum leikur stelpnanna gegn Val sem haldinn var í gærkvöldi, miðvikudaginn 15. febrúar. Úrslitin eru því ekki ljós þegar þetta er skrifað. Svo verður stórleikur í Fjósinu nú á laugardaginn 18. febrúar kl. 16:30 þegar nágrannarnir í Snæfelli koma í heimsókn. Skallagrímsstelpur eru efstar í Dominosdeildinni eins og staðan er núna og gríðarlega mikilvægt að halda þeirri stöðu út tímabilið, efsta sætið gefur heimaleikjarétt þegar út í úrslitakeppni er komið og er mikilvægt að halda því þar sem heimavöllurinn er Skallagrími dýrmætt vígi.
Viðburðadagatal mi 15/2-20:00 Snorrastofa; Kvæðamannafélagið Snorri fi 16/2-18:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Fornótutónleikar fi 16/2-20:30 Brún; Fyrirlestur um jákvæðni, vellíðan og samskipti fö 17/2-18:00 Menntaskóli Borgarfjarðar; Lína langsokkur, frumsýning fö 17/2-19:00 Faxaborg; Slaktaumatölt Vesturlandsdeildarinnar 2017 la 18/2-20:00 Brautartunga; Þorrablót su 19/2-10:00 Hvanneyrarkirkja, safnaðarheimili; Messukaffi su 19/2-11:00 Hvanneyrarkirkja; Messa su 19/2-16:00 Menntaskóli Borgarfjarðar; Lína langsokkur 2. sýn þr 21/2-20:30 Snorrastofa; Fyrirlestur - Hvenær varð Hákon gamli konungur Íslendinga? mi 22/2-18:00 Menntaskóli Borgarfjarðar; Lína langsokkur 3. sýn fi 23/2-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi í Bókhlöðunni fö 24/2-18:00 Menntaskóli Borgarfjarðar; Lína langsokkur 4. sýn fö 24/2-18:00 Hótel Húsafell; Jóga, vatn og vellíðan. má 27/2-18:00 Menntaskóli Borgarfjarðar; Lína langsokkur 5. sýn mi 1/3-18:00 Menntaskóli Borgarfjarðar; Lína langsokkur 6. sýn má 6/3-16:00 Menntaskóli Borgarfjarðar; Lína langsokkur 7. sýn þr 7/3-20:00 Snorrastofa; Námskeið - Borgfirðinga sögur - Gunnlaugs saga Ormstungu fi 9/3-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi í Bókhlöðunni
BARNAHORNIÐ
Siglingin
Það er getur verið snúið að sigla. Getur þú fundið réttu leiðina?
,ǀĂŶŶĞLJƌĂƌŬŝƌŬũĂ
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingasími: 437 2360
'ƵĝƊũſŶƵƐƚĂ ǀĞƌĝƵƌ ş ,ǀĂŶŶĞLJƌĂƌŬŝƌŬũƵ ϭϵ͘ ĨĞďƌƷĂƌ Ŭů͘ ϭϭ͘ϬϬ͕ ŝďůşƵĚĂŐƵƌŝŶŶ DĞƐƐƵŬĂĸ Ŭů͘ ϭϬ͘ϬϬ ş ƐĂĨŶĂĝĂƌŚĞŝŵŝůŝŶƵ͘ ^ſŬŶĂƌŶĞĨŶĚŝŶ
Pourquoi Pas Borgarnes Á dögunum var frumsýnd á Sögulofti Landnámsseturs stuttmyndin Pourquoi Pas Borgarnes, eða Hvers vegna ekki Borgarnes. Í kynningu myndarinnar á Karolina fund, þar sem safnað var fyrir gerð hennar, segir að þessi stuttmynd dragi fram þýðingu listar á landsbyggðinni. „Markmiðið er að sýna mikilvægi listar í litlum samfélögum. Íbúar í Borgarnesi segja okkur af hverju þeir þarfnast listarinnar og hvaða drauma þeir hafa fyrir framtíðina,“ segir í kynningunni. Það verður að segjast eins og
er að myndin er afar vel heppnuð og frábær samtímaheimild. Í henni eru stutt viðtöl við all nokkra einstaklinga sem eru að fást við listsköpun af ýmsu tagi og listunnendur. Myndatakan er ljómandi falleg og gefur nýja sýn á umhverfið og kvikmyndin opnar augu áhorfandans fyrir samfélaginu á nýjan hátt. Framkvæmdastjóri verkefnisins er Michelle Bird, listakona sem búsett er í Borgarnesi. Kvikmyndatökumaður og leikstjóri er Alberto Garcia og hljóðvinnslu annast Erik Rex.
Fyrirlestur um jákvæðni Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar heldur fyrirlestur á vegum samstarfsnefndar kvenfélaganna. Fyrirlesturinn fjallar að þessu sinni um jákvæðni, vellíðan, samskipti og hamingju fyrir konur. Hann verður haldinn í Brún í Bæjarsveit í dag, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20:30 og stendur í rúma klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og boðið er upp á kaffi og meðlæti.
Erik Rex og Alberto Garcia eftir frumsýningu myndarinnar á Sögulofti Landnámsseturs.
Saumastofan í Lyngbrekku Leikdeild Skallagríms vinnur nú um þessar mundir að uppsetningu á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson. Stefnt er að frumsýningu Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
föstudaginn 24. febrúar næstkomandi. Um tugur leikara tekur þátt í sýningunni undir leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar.
Kjartan Ragnarsson er höfundur Saumastofunnar, en hún verður frumsýnd í Lyngbrekku föstudaginn 24. febrúar nk.
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifibréf - Boðsbréf - Ritgerðir - Skýrslur Nafnspjöld - Merkispjöld - Reikningar - Eyðublöð
Uppsetning Leikfélagsins Sv1 FRUMSÝNING - 17. feb. 18:00 í Hjálmakletti Sýning nr. 2 - 19. feb. 16:00 Miðasala í síma 845-8155 eða Sýning nr. 3 - 22. feb. 18:00 senda skilaboð á Sýning nr. 4 - 24. feb. 18:00 leikfelag@menntaborg.is Sýning nr. 5 - 27. feb. 18:00 eða á facebook síðu félagsins Sýning nr. 6 - 1. mars 18:00 “Leikfélagið Sv1”
Sýning nr. 7 - 6. mars 16:00 POWERSÝNING - 10. mars 18:00 Sýning nr. 9 - 13. mars 18:00 Sýning nr. 10 - 17. mars 18:00 Sýning nr. 11 - 19. mars 16:00