Íbúinn 19. febrúar 2015

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

6. tbl. 10. árgangur

19. febrúar 2015

UMSÓKNARFRESTUR Í AFREKSMANNASJÓÐ UMSB ER TIL 1. MARS 2015

Á myndinni eru: Þór Þorsteinsson, Elín Kristinsdóttir og Þorgerður Erla Bjarnadóttir að ræða við grunnskólabörn. Ljósmynd: Guðmunda Ólöf Jónasdóttir

Rauði krossinn og björgunarsveitir heimsóttu grunnskóla Fulltrúar björgunarsveitanna og Rauða krossins fóru í heimsóknir í grunnskóla Borgarbyggðar á 112 deginum. Þar var rætt við nemendur um mikilvægi þess að þekkja neyðarnúmerið og við hvaða aðila hægt er að fá samband í því númeri. Nemendur hjálpuðust að við að nefna aðstæður þar sem ástæða væri til að hringja í 112 og stóðu þeir sig mjög vel í því. Margir höfðu lífsreynslusögur að segja og sköpuðust líflegar og einlægar umræður. Ófáir sýndu því áhuga að starfa með Rauða krossinum eða björgunarsveitunum þegar þeir yrðu eldri svo við þurfum ekki að óttast skort á mannskap í framtíðinni. Minnt var á Skyndihjálparappið og 112-appið. Eftir skólaheimsóknirnar voru við-

bragðsaðilar með viðveru á Hyrnutorgi. Gestir voru hvattir til að prófa hjartahnoð og skoða skyndihjálparmyndbönd. Sett var upp línukerfi til að hífa upp börur en utandyra voru bílar, önnur farartæki og útbúnaður björgunarsveita, lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíll til sýnis og vakti það athygli ungra sem aldinna. Sett var upp sýning með myndum sem tengdust 112 og hanga þær enn á Hyrnutorgi. Í þakklætis- og viðurkenningarskyni fyrir góðar móttökur og fallegar myndir munu nemendahóparnir fá viðurkenningarskjal ásamt skyndihjálpartösku og veggspjaldi að gjöf og verður það sent í skólana næstu daga. Fréttatilkynning

Við óskum eftir umsóknum í afreksmannasjóð UMSB og þurfa þær að berast á skrifstofu UMSB eða í netfangið umsb@umsb.is fyrir 1. mars 2015. Í umsókninni skal m.a. koma fram fullt nafn og aldur íþróttamanns auk samantektar af árangri og helsta árangri á árinu 2014. Reglur sjóðsins má finna á heimasíðu UMSB og frekari upplýsingar veitir Pálmi í síma 869-7092 eða á umsb@umsb.is


Viðburðadagatal fi 19/2-20:00 Íþróttamiðstöðin Bgn; Flandrasprettur - 5 km hlaup fi 19/2-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi fö 20/2-20:30 Brúarás; Félagsvist su 22/2-11:00 Borgarneskirkja; Messa mi 25/2-20:00 Landnámssetur; Söngleikjatónlist - Söngdeild Tónlistarskólans fö 27/2-20:00 Félagsbær; Félagsvist la 28/2-13:00 Safnahús Borgarfjarðar; Opnun sýningar Loga Bjarnasonar Annað í gangi: AA Gunnlaugsg. 21 þri 20.10 la 11.00 Al-Anon Gunnlaugsg. 10 fi 20.10 Blómab. má-fi 11-19, f-l 11-22, s 13-18 Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-17 alla daga Edduv. fi 17-20.30 fö 17-01 la 12-20:30 Flandri hlaupaæf. má & fi 17.30 - la 10.00 Golfklúbbur; innipútt fyrir eldri borgara þriðjud. og fimmtudaga kl. 14.00 Heiðarborg; sund 60 og eldri; fi 11-11.50 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið fi-fö-lau 13-17 Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Ljómalind sveitamarkaður fö-su 13-18 Nytjamarkaður Brákarey lau. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Rauði-krossinn fatabúð Borgarnesi opin fi 15-18, fö 14-18 & lau 12-15 Safnahús Borgarfjarðar alla daga 13-17 Samgöngusafnið þri 19-22 lau 13-17 s. 862 6223 & 692 5201 Snorrastofa sýningar alla daga 10-18 Ullarselið opið fi-fö-lau 13-17 Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður opið 10-17 Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN

BARNAHORNIÐ

Kemstu að myndinni inni í töskunni?

Sjálfboðaliðar óskast Undirbúningsnefnd Gleðileikanna 2015 óskar eftir að manna neðangreindar stöður með sjálfboðaliðum. Skráning er til 22. febrúar kl. 18:00. Fyrirtæki eru hvött til að styrkja verkefnið með því að „lána“ starfsfólk til sjálfboðastarfa þar sem Gleðileikarnir fara fram á hefðbundnum dagvinnutíma. Verkefnið er einnig óháð því hvort fólk eigi börn í Grunnskólanum þar sem hér er um samfélagsverkefni að ræða. Óskað er eftir: • Aðstoð við photoshop myndvinnslu og gerð auglýsingar • Aðstoð óskast við undirbúning og uppsetningu á þrautabraut. • Aðstoð óskast við mönnun á stöðvum þrautabrautar þriðjudag og miðvikudag milli kl. 12:00-15:00 – viðverutími samkvæmt samkomulagi. • 16 * hópstjóra þriðjudag 3. mars milli kl. 11:45 – 15:00. • 16* hópstjóra miðvikudag 4. mars milli kl. 11:45 – 15:00. • Aðstoð við undirbúning og frágang á pizzuveislu á miðvikudeginum milli kl. 14:00-16:00 Áhugasamir hafi samband við Evu Hlín Alfreðsdóttur verkefnastjóra Gleðileikanna, netfang: evahlin@bifrost.is og sími 696-7910.

frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

Sjáum um alla þætti útfara á Vesturlandi og víðar. Sími: 898-9253 / 437-1783

ÚTFARARÞJÓNUSTA BORGARFJARÐAR


Eru útgáfumálin að kaffæra þig?

Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Söngleikjatónlist í Landnámssetrinu Nemendur Söngdeildar Tónlistarskóla Borgarfjarðar halda tónleika með söngleikjalögum í Landnámssetrinu í Borgarnesi miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 20.00. Alexandra Chernyshova

söngkennari hefur verið að æfa söngleikjalög með nemendum undanfarið og á tónleikunum gefst gestum kostur á að hlýða á afrakstur þeirrar vinnu. Dagskráin verður fjölbreytt og mun Jónína Erna Arnardóttir

leika með á píanó. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Landnámssetrið verður með góðan kvöldverð fyrir þá sem vilja fyrir tónleikana.

Vegna mikilla verkefna framundan óskar Límtré Vírnet í Borgarnesi eftir að ráða í eftirfarandi framtíðarstörf:

Vélvirki og blikksmiður Menntun í vélvirkjun/stálsmíði, blikksmíði eða öðrum sambærilegum greinum æskileg. Einnig kemur til greina að ráða menn vana járnsmíðavinnu eða blikksmíði. Verkefni í járnsmiðju og blikksmiðju eru fjölbreytt, bæði í nýsmíði og viðhaldsvinnu, hvort heldur sem er innan fyrirtækisins eða úti hjá viðskiptavinum.

Völsunardeild Okkur vantar til starfa laghent fólk í völsunardeild fyrirtækisins. Störfin eru fjölbreytt en nauðsynlegt er að umsækjendur séu vanir að vinna við vélar og tæki og hafi þekkingu eða reynslu af vélaviðhaldi. Nánari upplýsingar gefur Aðalsteinn Símonarson á staðnum, í síma 412 5302 eða tölvupósti alli@limtrevirnet.is. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.