![](https://static.isu.pub/fe/default-story-images/news.jpg?width=720&quality=85%2C50)
2 minute read
Inngangur
Um þessa HANDBÓK
Þessi handbók er ÓKEYPIS opið menntunarúrræði sem inniheldur myndbönd, veftengla og verkfæri um mannmiðaða hönnun fyrir frumkvöðlastarf. Hún lýsir aðferðafræðinni og kemur á framfæri hagnýtu sjónarhorni með góðum dæmum, verkfærum og innhaldi. Handbókin er hönnuð fyrir: - Núverandi nema: til að auðga og uppfæra þekkinguna með námsþætti sem venjulega er ekki innifalin í fræðilegum námskeiðum - Framtíðarnema: til að laða nemendur að æðri menntun með því að bjóða upp á ókeypis nýstárlega aðferðafræði með námsleikjanálgun - Fyrrverandi nema: til að uppfæra þekkinguna með ferskum sjónarhornum sem koma frá nýstárlegri aðferðafræði til að skapa farsæl fyrirtæki - Nýsköpunarfyrirtæki, atvinnulíf, hraðlar og þjálfunarstöðvar, og öll lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á nýjum sjónarhornum og nálgunum sem gagnast til að fyrirtækin lifi af og dafni.
Advertisement
Um: Hönnunarhugsun
Hönnunarhugsun vísar til skapandi aðferða sem hönnuðir nota í hönnunarferlinu. Hún hefur einnig verið þróuð sem nálgun til að leysa vandamál utan faglegrar hönnunar, svo sem í viðskipta- og félagslegu samhengi. Ólíkt greiningarhugsun felur hönnunarhugsun í sér að „byggja upp“ hugmyndir, með fáum eða engum takmörkunum meðan á þankahríð stendur. Þetta hjálpar til við að draga úr ótta við mistök hjá þátttakendum og hvetur til framlags og þátttöku frá fjölmörgum aðilum á hugmyndastiginu.
Grunnreglurnar eru: Mannlega reglan - Þetta þýðir að öll hönnunarstarfsemi sé félagsleg í eðli sínu og hvers kyns félagsleg nýsköpun mun færa okkur mannleg sjónarhorn. Margræðnisreglan - Þetta þýðir að hönnunarhugsuðir verði að varðveita margræðni með því að gera tilraunir á mörkum þekkingar sinnar og getu, sem gefur þeim frelsi til að sjá hlutina í nýju ljósi. Endurhönnunarreglan - Öll hönnun er endurhönnun. Þetta er afleiðing breytinga á tækni og félagslegum aðstæðum en áður leystum og óbreyttum mannlegum þörfum. Áþreifanleikareglan – Hugtakið að gera hugmyndir áþreifanlegar, auðveldar alltaf samskipti og gerir hönnuðum kleift að meðhöndla frumgerðir sem samskiptamiðla. + Hönnuðir koma með aðferðir sínar inn í fyrirtækið annað hvort með því að taka sjálfir þátt í viðskiptaferlinu eða þjálfa starfsmenn til að nota hönnunaraðferðir. + Hönnuðir ná fram nýstárlegri framleiðslu eða vörum þegar þeir nota HH aðferðafræði.
Um: NÝSKÖPUN
Tim Brown, forstjóri IDEO og sérfræðingur í hönnunarhugsun, útskýrir að sögulega hafi hönnuðir aðeins tekið þátt í síðustu skrefum vöruþróunarferlis. Þetta þýddi að þeir gátu aðeins einbeitt sér að því að bæta útlit og virkni vara, í stað þess að leita eftir áhrifatengslum vörunnar við heiminn og samfélagið. Hönnun var tæki neysluhyggju, til að gera vörur aðlaðandi, auðveldari í notkun og seljanlegri. Á undanförnum árum hafa hönnuðir þróað sérstakar aðferðir og verkfæri til að afhenda vörur og þjónustu, og fyrirtæki farið að átta sig á möguleikum hönnunar til að gefa forskot í samkeppni. Þar af leiðandi koma hönnuðir nú með aðferðir sínar inn í fyrirtæki annað hvort með því að taka sjálfir þátt í fyrri stigum viðskiptaferla eða þjálfa viðskiptafræðinga í að nota hönnunaraðferðir og byggja upp getu í hönnunarhugsun. Hönnunarhugsun, sem hið fullkomna jafnvægi á milli eftirsóknarverðleika, tæknilegra möguleika og efnahagslegrar hagkvæmni, hjálpar fyrirtækjum að vera nýstárlegri, aðgreina betur framboð sitt og koma vörum sínum og þjónustu hraðar á markað.
Um: VÆNTANLEG ÁHRIF OG MÖGULEIKA TIL YFIRFÆRSLU
Búist er við að áhrifin og yfirfærslumöguleikar verði umtalsverðir þökk sé aðgengi að handbókinni (í gegnum stór opin námskeið á netinu (MOOC). Annar áhrifaþáttur er tengdur því að leiðarvísirinn sé tiltækur á fimm mismunandi tungumálum (ensku, finnsku, ítölsku, frönsku og íslensku). Fjöldi sambærilegra handbóka á öðrum tungumálum en ensku er lítill. Þetta var aukin áskorun fyrir möguleika á yfirfærslu, þar sem þörf var á að finna upp ný hugtök á sumum tungumálunum.