Þ I N G E YS K U R F R É T TA M I Ð I L L 13. TÖLUBL AÐ 19. Á R GA NGU R
F I M MT U DAG U R 2 . A PR Í L 2 0 2 0
3 Þingeyska ákvæðaskáld reyna að kveða horngrýtis Kórónaveiruna í Kútinn. Haffi í Grafarbakka og Gunni Straumur.
VER Ð Í L AUS A S ÖLU KR . 950. -
7 Helgi Héðinsson frá Geiteyjarströnd, oddviti Skútustaðahrepps, er „Þingeyingur í þaula“ í blaðinu í dag.
5 Unnsteinn Júlíusson læknir á HSN á Húsavík skrifar: Að vera umkringdur góðmennum.
Það veitir ekki af að veita ljósum og litum inn í líf okkar þessa dagana. Eins og Hreinn Hjartarson gerir hér með sinni fögru mynd af Sjóböðunum á Húsavíkurhöfða undir dansandi norðurljósum. Sjóböðin eru lokuð um þessar mundir eins og svo margt annað. JS
2
F I M MT U DAG U R 2 . A PR Í L 2 0 2 0
Þ I N G EYSKU R FRÉTTAM I ÐI LL
Garðarsbraut 56 - 640 Húsavík Ùtgefandi: Ásprent Stíll ehf Sími: 464 2000 - Farsími blaðamanns: 8981706 www.asprent.is - netfang: skarpur@skarpur.is Ritstjóri: Jóhannes Sigurjónsson (skarpur@skarpur.is) Ábyrgðarmaður: Jóhannes Sigurjónsson (skarpur@skarpur.is)
Og það held ég nú!
Samstaða í litlu samfélagi
Það er margt uppbyggilegt og ánægjulegt skrifað þessa dagana og ljóst að hörmungarnar sem menn eru að takast á við hafa þjappað fólki saman og kallað fram það góða í svo mörgum. Þetta má m.a. lesa um í mjög athyglisverðum pistli í blaðinu í dag sem Unnsteinn Júlíusson læknir skrifar, nýsloppinn úr sóttkví. Unnsteinn segir m.a.: „Það er mér efst í huga hve mikil og góð samstaða ríkir í okkar litla samfélagi, og samhugur, þegar á reynir. Það að deila kjörum í litlu samfélagi eykur á skilning okkar og umburðarlyndi, og þegar á reynir finn ég það vel, á góðan og gefandi hátt. Okkur sem í sóttkvínni lentum er ekki vorkunn fyrir það. Mér finnst við hafa verið borin uppi og vel um okkur hugsað. Samkvæmt allri skynsemi og samkvæmt fyrirskipunum sóttvarnarlæknis vorum við sett til hliðar, og okkar framlag til samfélags, starfa og fjölskyldulífs afþakkað í bili, til að verja hagsmuni þeirra sem við annars hefðum átt samskipti við, heima, í vinnu og úti í hinu opinbera samfélagi. Í staðinn vorum við íþyngjandi, og aukin verkefni sett á herðar góðra samborgara, samverkafólks og fjölskyldumeðlima okkar, verkefni sem mér sýnist hafi verið innt af hendi af gleði, velvilja, væntumþykju og manngæsku í okkar garð. Og til að halda samfélaginu gangandi. Nú þegar við erum komin úr sóttkvínni út í hinn stóra heim aftur, megum láta sjá okkur í búðinni og í vinnunni, og megum fara að faðma og horfa í augun á okkar nánustu, þá liggur það fyrir okkur að endurgjalda velvildina og velgjörðirnar, sinna okkar skyldum, en um leið gæta þess að við hvorki smitumst af bévaðri veirunni, né berum hana til annarra, sem hafa líka sínum mikilvægu skyldum að gegna. Það að stöðva útbreiðslu faraldursins krefst þess að við hættum að gera það sem okkur er svo tamt: Að eiga náin og góð samskipti við fólkið okkar, að faðma, snerta, hitta, heilsa og tala við augliti til auglitis. Við þurfum að fresta því að gera okkur glaðan dag með okkar góðu vinum, fresta matarboðum, tónleikum, ferðalögum eða út að borða. Það er náttúrulega ferlega skítt, því maður er manns gaman, og við viljum umgangast og hlú að því sem okkur þykir vænt um. En nú þurfum við að hugsa: Ég ætla ekki að smita neinn, og ég ætla ekki að smitast af neinum. Og það er bara gert með því að minnka snertingu og samskipti. Síðan, þegar veiruskrattinn er úr sögunni, þegar Þórólfur segir: „Nú erum við hólpin“ (sem mun gerast), þá vona ég að ég geti hitt ykkur sem flest, knúsað þá sem ég þarf að knúsa, tekið í hönd fólks og fagnað lífinu saman með ykkur, grillað, skálað og notið. Ég vona að við berum gæfu til að hegða okkur skikkanlega núna og öðlast frábærara líf framundan.“ Reit doktor Unnsteinn og mælir hér manna heilastur. Og það held ég nú. JS
Skarpur eingöngu rafrænn í dag! Af óviðráðanlegum orsökum var ekki hægt að prenta Skarp í þessari viku og dreifa. Blaðið er hinsvegar komið út, en þá eingöngu rafrænt og geta áskrifendur (og aðrir raunar) nálgast það og lesið frá og með fimmtudegi hér á vefsíðunni vikudagur.is.
Þá var öldin önnur...
Þessa mynd úr safni Silla birti Snorri Guðjón Sigurðsson á fb. síðu Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Hún er tekin 1966 og klárlega út um glugga á 3. hæð suðurstafns Gamla læknishússins þar sem Sigurður Pétur bjó. Reynishúsið, fyrsta fangelsi á Húsavík í forgrunni. Mig minnir að Bóka- og blaðasala Valda Hólm, verslunin Perlan og slökkvistöðin hafi verið með þeim síðustu í skúralengjunni til hægri. Tjörupappaklæddur stafninn á Vetrarbraut en „forsetahliðin“ snýr út að Garðarsbrautinni. Þess má geta að Einar Helgason, knattspyrnuþjálfari Völsungs þá, bjó með fjölskyldu sinni í Reynishúsinu sumarið 1970. Sem þýðir að Logi sonur hans er væntanlega eini þingmaðurinn á Íslandi sem hefur átt heima í fangelsi!
SK ARPUR
F I M MT U DAG U R 2 . A PR Í L 2 0 2 0
3
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar á Húsavík laust úr sóttkví:
Enginn smitaðist af kórónuveirunni
Klofbragð á Kórónuveiruna!
Gunnar J. Straumland kvað þessa kyngimögnuðu drápu gegn horngrýtis Kórónuveirunni. Vonandi er þetta framtak ákvæðaskáldsins innlegg í að kveða þessa hörmulegu veiru í kútinn. Og myndlistarmaðurinn Gunni bætti um betur og dró upp meðfylgjandi mynd af óværunni. JS
Megi þú æla í afræktu hori, örvasa kala í landnyrðingsvori, þú kokdrullukórónuveira. Slái þig blinda og slímhúðarflæði, sleifarlagsmálfar og þágufallsæði, bragfræðasultur og seyra. Verði þú málstola, visin og galin, í vesældarúrkreistingsleirburði falin, megi nú ekkert þér eira.
HSN á Húsavík.
Enginn þeirra sem hugaði að ástralska ferðamanninum sem lést á Húsavík, smitaðist af kórónuveirunni. Tuttugu og þrír einstaklingar, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík, slökkviliðsmenn og lögreglumenn luku tveggja vikna sóttkví í vikubyrjun eftir að ástralskur ferðamaður lést af völdum COVID-19 á Húsavík. Og sem sagt, enginn smitaðist af veirunni og hafa því allir snúið til síns heima. (Sjá stórmerka grein Unnsteins Júlíusssonar læknis á HSN á bls. 5. JS). Á Ruv.is birtist s.l. mánudag eftirfarandi grein og viðtal: „Það er ekki hægt að neita því að við erum ekkert leið yfir því að komast úr sóttkví,“ segir Ásgeir Böðvarsson, yfirlæknir á sjúkra- og hjúkrunarsviði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík. Hann segir ferlið hafa gengið rosalega vel, hópurinn hafi verið samheldinn og reynt að gera gott úr þessu. Ásgeir segir alla hafa átt von á því að veikjast þar sem þetta hafi ekki verið neitt hurðarhúnasmit og engin leið að verjast smiti á fullnægjandi hátt. „Við áttum öll von á því að veikjast svo við fórum í nákvæma skráningu á einkennum svo við gætum lært eitthvað af þessu, en svo veiktist enginn.“
Ásgeir Böðvarsson.
Ásgeir segir ekki gott að segja hvernig standi á því. Það gæti skipt máli að starfsfólk hafi sótthreinsað sjálft sig og svæðið vel eftir atburðinn. Einnig gæti það haft eitthvað að segja að það var ekki búið að umgangast sjúklinginn lengi heldur var þetta einn einstakur atburður. Svo séu veirurnar misgrimmar á sínu æviferli og fólk sé ekki alltaf jafn
smitandi. Ein kenningin sé því að þessi veira hafi verið að gefa eftir eða jafnvel deyjandi. Hann segir athyglisvert og lærdómsríkt hversu miklu þau gátu sinnt af þjónustu þrátt fyrir að vera í sóttkví. „Það kemur manni á óvart hvað við getum notað tölvur mun meira heldur en við höfum gert svo þessi veira hefur í rauninni sparkað okkur inn í stafrænu veröldina, og ég er nokkuð viss um það að fundir milli landshluta og byggðarhluta og jafnvel innan húsa verða mun meira með fjarfundatækni heldur en áður“. Ásgeir segir þau hafa verið búin að skipta starfstöðinni í tvennt og í þann mund að byrja að starfa eftir því þegar allt fór í bál og brand. Frá og með morgundeginum starfi heilbrigðisstofnunin því í tveimur hópum sem skarist ekki. Hann segir atburðinn þó hafa breytt þeim plönum örlítið, þau verði harðari en upphaflega var lagt upp með. Hvað er það fyrsta sem þú gerir núna fyrst þú ert laus úr sóttkví? „Það hljómar nú kannski ekkert sérlega freistandi en ég er að fara að halda skype fund fyrir starfsmenn um nýja vinnufyrirkomulagið - en að heiman“. Sagði Ásgeir Böðvarsson í samtali við fréttamann Rúv, s.l. mánudag. JS
Felli þig málgaldursálög með eggi, orðkynngisglímumenn vaskir þig leggi með klofbragði, kórónuveira.
Uppvöxtur
Annar húsvískur vísnasmiður og fyrrum knattspyrnumaður með Völsungi eins og Gunni, Bjarni Hafþór Helgason, reit: „Það eru margir að yrkja í aðgerðarleysinu heima. Ég ætlaði ekkert að gera það en áðan hrökk þessi kommulausa limra upp úr mér sem fjallar meðal annars um móðurást og fleira gott. Hún getur lveg heitið „Uppvöxtur” eins og hvað annað:
Hún ætlaði að rækta reyni í runna með til dæmis eini en þá stökkbreyttist hann í staðfastan mann og víðir hann varð inn að beini.
4
F I M MT U DAG U R 2 . A P R Í L 2 0 2 0
Gunnlaugur A. Júlíusson skrifar:
Sameining sveitarfélaga - sameining samfélaga Þessa grein rak á fjörur Skarps ásamt góðfúslegu leyfi höfundar til birtingar. Sameiningarmál sveitarfélaga eru skiljanlegum ekki efst á baugi hjá fólki þessa dagana en vonandi kemur að því að þau mál ásamt fleirum, komist aftur á dagskrá þegar ógnarástandinu lýkur. Greinarhöfundur, Gunnlaugur A. Júlíusson, hefur fjölþætta og víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, hefur m.a. starfað sem sveitarstjóri á Raufarhöfn og í Borgarbyggð og um árabil sem sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. JS Umræða um sameiningu sveitarfélaga hefur verið nokkuð mikil að undanförnu. Kynnt hefur verið frumvarp um lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga. Þar er markmiðið að lágmarksíbúafjöldi sveitar-félaga verði færður upp í 250 íbúa og þar á eftir upp í 1.000 íbúa. Ýmis sjónarmið hafa komið fram í þessu sambandi. Í fyrsta lagi eru ýmis sveitarfélög, sem eru með íbúafjölda undir fyrrgreindum íbúamörkum, ósátt við að ráða ekki sinni eigin vegferð í þessum efnum. Í öðru lagi eru ýmsir á þeirri skoðun að 1.000 íbúa lágmark sé of lágt, þar sem stjórnsýsla sveitarfélaga sé orðin svo flókin. Nú er það ekki einfalt verkefni að sameina tvö eða fleiri sveitarfélög. Í fyrsta lagi er það mikið verk og flókið að sameina formlega stjórnsýslu hinna sameinuðu sveitarfélaga. Þar má fyrst nefna bókhald, fjárhagsáætlanir og ársuppgjör. Svo má nefna skjalasöfn og skjalastjórnun, bygginga- og skipulagsmál, teikningar, upplýsingagrunna og fleira í þeim dúr. Ekki má gleyma stórum og vandmeðförnum málaflokkum eins og fræðslumálum og félagsþjónustu. Síðast en ekki síst eru það starfsmannamálin. Sameining sveitarfélaga kallar oft á endurskipulagningu stjórnsýslunnar, sem getur verið flókið, viðkvæmt og tímafrekt verk. Annar flötur er síðan á sameiningu sveitarfélaga sem ekki má gleyma. Hann er ekki síður mikilvægur en sá fyrri en hefur hins vegar mjög oft eða jafnvel yfirleitt verið vanmetinn. Það er það vandasama verkefni að sameina samfélögin sem mynda hið nýja sveitarfélag. Markmið með sameiningu tveggja eða fleiri sveitarfélaga hlýtur að vera að hið nýja sveitarfélag verði eitt heilsteypt samfélag þar sem íbúarnir upplifi sig sem hluta af einni heild. Sveitarfélag er stjórnsýslan, samfélag er fólkið. Stór sameinuð sveitarfélög ná iðulega yfir mjög stór landsvæði eins og mörg dæmi eru um. Innan þeirra býr fólk iðulega við mjög mismunandi aðstæður og ólíkar forsendur. Mjög víða þekkist fólk takmarkað í þeim sveitarfélögum sem hafa verið sameinuð eða á að fara að sameina. Grunur minn er
um tilvikum reiknað með þeim tíma og þeim kostnaði sem liggur þar að baki þegar sameining sveitarfélaga er undirbúin og kostnaðarmetin.
Gunnlaugur A. Júlíusson. Mynd: Skessuhorn.
sá að það hafi oft (jafnvel oftast) verið stórlega vanmetið hvað það tekur langan tíma og hvað það er flókið að sameina þau samfélög sem mynda hið nýja sveitarfélag. Það er langt í frá að það gerist af sjálfu sér. Grundvallaratriði í því sambandi er að þeir sem eru í forsvari fyrir hið nýja sameinaða sveitarfélag séu sýnilegir meðal íbúanna við sem flest tækifæri. Þannig upplifa íbúarnir um allt sveitarfélagið einna helst að þeir séu hluti af einni heild og þeir skipti máli ekki síður en aðrir. Forsvarsmenn hins nýja sameinaða sveitarfélags þurfa að geta fjallað um margbreytilegar hliðar og ólíka staðhætti hins nýja sveitarfélags af þekkingu og af eigin upplifun. Þeir verða t.d. að taka þátt í gleði íbúanna en einnig í andstreymi þeirra og erfiðleikum. Þeir verða að kynnast íbúunum eftir því sem það er mögulegt. Þeir verða að vinna að hag atvinnulífs og mannlífs um allt sveitarfélagið, hverju nafni sem það nefnist. Það er ekki gert af þunga nema að þekkja vel til mála í margbreytilegri tilveru hins nýja sameinaða sveitarfélags. Þá er komið að ákveðinni þversögn í þeirri vegferð að sameina sveitarfélög og samfélög svo vel heppnist. Greiðslur til kjörinna fulltrúa eru í flestum tilvikum það lágar að þeim eru sett ákveðin takmörk um hvað þeir geta lagt mikla vinnu í að sinna störfum fyrir sveitarfélagið. Þegar kjörnir fulltrúar þurfa að verulegu leyti að sinna hefðbundnum ábyrgðarstörfum fyrir sveitarfélagið utan hefðbund-
ins vinnutíma verður lítill tími eftir fyrir annað. Vinnuálag á starfsfólk, s.s. sveitarstjóra og helstu embættismenn, er einnig yfirleitt það mikið að hjá þeim er lítill tími aflögu til að sinna því sem er kannski einna mikilvægast í sameiningarferli sveitarfélaga, samskiptum við íbúana. Það er í fæst-
Þessi atriði eru að mati undirritaðs ákveðin forsenda þess að samfélögin sameinist í eina heild í nýju sveitarfélagi. Til að sameining sveitarfélaga gangi eftir eins og til er ætlast verður að nálgast verklýsingu og kostnaðarmat á því sem við tekur, þegar hinni formlegu sameiningu er lokið, á annan hátt en víðast hvar hefur verið gert til þessa. Á þann hátt væri hægt að koma í veg fyrir þá tilfinningu íbúanna, sem víða er að finna, að þeir hlutar hins nýja sveitarfélags sem fjærst liggja aðsetri stjórnsýslunnar séu afskiptir. Enda þótt það sé góðra gjalda vert að nærsamfélagið fari með fjallskilamál, félagsheimili, bókasöfn og önnur áþekk verkefni eftir að sameiningu er lokið er mótun nýs samfélags svo miklu flóknara en að veikleikar fjarlægðarinnar verði leystir á þennan hátt. Hér er til staðar ákveðin þversögn sem verður að viðurkenna og takast á við ef vel á að takast við sameiningu sveitarfélaga og mótun nýrra samfélaga. Sýnileiki, þátttaka og virðing eru nokkur lykilatriði á þeirri vegferð sem hefur að markmiði að skapa traust til hins nýja sveitarfélags og forsvarsmanna þess meðal íbúanna.
Gunnlaugur A. Júlíusson.
Enginn Skarpur á skírdag Að venju kemur Skarpur ekki út í páskavikunni, þannig að blaðið kemur ekki út á skírdag, 9. apríl n.k. Þannig að ef ekkert óvænt kemur upp á (og það gerist nú raunar daglega um þessar mundir), kemur næsta tölublað Skarps út fimmtudaginn 16. apríl n.k. Ritstjóri
SK AR PUR
F I M MT U DAG U R 2 . A PR Í L 2 0 2 0
5
Unnsteinn Ingi Júlíusson læknir á HSN á Húsavík skrifar:
Að vera umkringdur góðmennum Eins og lýðum má vera ljóst hafnaði stór hópur starfsfólks HSN á Húsavík og tveir ágætir lögreglumenn í sóttkví um miðjan mars. Það var skrýtið að lenda í þessari stöðu. Við töldum okkur vera búin að undirbúa okkur allvel fyrir hugsanleg covid-smit, með helstu einkenni á hreinu, og hvernig við ættum að verja okkur og um leið sinna þörfum sjúklingsins. En maður minn, við vorum alveg „tekin í bólinu“. Þegar ljóst reyndist að sjúklingurinn okkar, sem við höfðum sinnt samkvæmt okkar bestu vitund, og maki hans, voru bæði smituð af hinni válegu veiru sem veldur Covid-sjúkdómnum, og að við yrðum tekin úr umferð í hálfan mánuð, stóð okkur ekki á sama. Og enn síður þegar veikindin voru rakin til veirunnar. Í fyrsta lagi, þá máttum við ekki umgangast fólkið okkar, ekki mæta til vinnu og ekki taka þátt í samfélaginu, eins og við erum vön. Í öðru lagi, við gátum veikst, jafnvel alvarlega, og ekkert öruggt um hvernig okkur myndi reiða af, færi svo. Hluti hópsins gat verið í sóttkví í heimahúsi, en um helmingur átti ekki möguleika á því, og lausnin var sú að geyma okkur á Cape hóteli, sem reyndar var í annarri notkun þá, en var rýmt í snarhasti fyrir okkur. Hrós á eigendurna.
Enginn í sóttkvínni sýktur
Nú liggur fyrir að ekkert okkar sem að meðferð sjúklinganna kom veiktist, en við höfðum reyndar gert ráð fyrir að amk. einhver okkar yrðu veik, vegna nándar okkar við sjúklingana. Það er því mikil ánægja og léttir í hópnum að sleppa án veikinda, og komast til starfa og samskipta við okkar nánustu aftur, án þess að frekari töf verði á, sem hefði hæglega getað orðið ef einhver okkar hefði veikst. Það er nú ljóst, hafi einhverjum dulist það, að þegar á reynir standa íbúar okkar góða samfélags saman svo um munar, og að fólk telur ekki eftir sér að aðstoða og leggja lið þeim sem á þurfa að halda. Þess höfum við notið í ríkum mæli sl. tvær vikur. Það að vera upp á aðra kominn með aðföng, aðbúnað og daglegar gjörðir gerir okkur auðmjúk og viðkvæm. Það hef ég rækilega fundið undanfarið, og um leið merkt á eigin skinni hve gott fólk deilir kjörum með okkur. Það er gríðarlega margt sem ber að þakka, og hefur verið að okkur rétt þessar tvær vikur sem við höfum verið í sóttkví. Bæði bráðnauðsynleg aðstoð við aðföng og næringu og þrif, auk minna nauðsynlegra hluta, sem hafa verið til að bæta okkur lífið í sóttkvínni og gera það að verkum að við höfum getað sinnt okkar hlutverki í starfi, og stytt okkur stundir í fjarvistum frá okkar nánustu. Svo einhverjir séu nefndir, þá vil ég
Okkur sem í sóttkvínni lentum er ekki vorkunn fyrir það. Mér finnst við hafa verið borin uppi og vel um okkur hugsað. Samkvæmt allri skynsemi og samkvæmt fyrirskipunum sóttvarnarlæknis vorum við sett til hliðar, og okkar framlag til samfélags, starfa og fjölskyldulífs afþakkað í bili, til að verja hagsmuni þeirra sem við annars hefðum átt samskipti við, heima, í vinnu og úti í hinu opinbera samfélagi. Í staðinn vorum við íþyngjandi, og aukin verkefni sett á herðar góðra samborgara, samverkafólks og fjölskyldumeðlima okkar, verkefni sem mér sýnist hafi verið innt af hendi af gleði, velvilja, væntumþykju og manngæsku í okkar garð. Og til að halda samfélaginu gangandi.
Þegar við verðum hólpin
Unnsteinn Ingi Júlíusson.
koma á framfæri kærum þökkum til eftirtaldra:
Kærar þakkir!
-Eigendum Cape-hotel, sem brugðust við fljótt og vel, bjuggu okkur góðan íverustað og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að dvöl okkar hér yrði sem best. -Frímanni og hans frábæra starfsfólki í eldhúsi HSN á Húsavík fyrir staðgóða, ljúffenga og fjölbreytta fæðu fyrir okkur, alla daga, og án vesens. -Starfsmönnum slökkviliðsins. -Rauða krossinum, og þá einkum og sérílagi Ingólfi Freys fyrir heimsendingar og liðlegheit í hvívetna. -Möggu Tolla og Áslaugu fyrir að sjá sérlega vel um okkur og tryggja að allt væri eins og vera ber, og Þorbjörgu V á rannsókn. -Stjórn HSN og tæknideild fyrir að útbúa vinnuaðstöðu og aðstæður til samskipta og annars sem nauðsynleg voru til að við gætum sinnt okkar störfum í fjarvinnslu, bæði gagnvart skjólstæðingum og samstarfsfólki. -Gísla og Þorbergi læknum, sem hafa staðið vaktina sleitulaust í rúmar tvær vikur, séð um að fyllsta öryggi samfélagsins hafi verið í lagi, auk þess að bjóða okkur sóttkvíargemlingum næringu. -Sölku, Grill 66, Lemon og Norðlenska fyrir rausnarlegar máltíðir. -Penninn Eymundsson fyrir afþreyingarefni. -Garðvík. -Ragnari Hermanns og Kristjáni Philips.
-Öllum þeim sem sent hafa okkur góðar kveðjur, góðgæti og ástríkar gjafir. Það verður aldrei tæmandi listi, en meðal velgjörðarfólks eru Kristjana Lilja, Anna Soffía, Kristín Þorbergs, Jóhannes Haukur og Ásdís, Ásdís Jóns, Anna Brynjars, Berglind M., Unnur Ílóna, Andy og Audrey, Helga (mamma Rúnars). Takk þið hin sem eru ónefnd. -Vinnufélögum okkar allra, sem af röggsemi og vinnugleði hafa haldið starfseminni gangandi og leyst öll mál sem leysa þurfti. -Fjölskyldum okkar fyrir að halda úti barnaumönnun, heimilishaldi og öllu þessu sem við höfum ekki getað sinnt, en er okkar hlutverk í daglega lífinu. Og stappa í okkur stálinu.
Samstaða í litlu samfélagi
Svo vil ég þakka kært hinum einstöku, jákvæðu og bjartsýnu einstaklingum sem höfnuðu með í sóttkvínni, og fyrir að fá að kynnast betur þeirra frábæru eiginleikum. Mannlegi þátturinn er svo skemmtilegur, og það að kynnast fólki inn að skinni, bæði kostum og göllum, gerir okkur tengdari og væntumþykjan verður meiri. Ögn höfum við klórað í bakkann og lagt inn styrk í Velferðarsjóð Þingeyinga. Það er mér efst í huga hve mikil og góð samstaða ríkir í okkar litla samfélagi, og samhugur, þegar á reynir. Það að deila kjörum í litlu samfélagi eykur á skilning okkar og umburðarlyndi, og þegar á reynir finn ég það vel, á góðan og gefandi hátt.
Nú þegar við erum komin úr sóttkvínni út í hinn stóra heim aftur, megum láta sjá okkur í búðinni og í vinnunni, og megum fara að faðma og horfa í augun á okkar nánustu, þá liggur það fyrir okkur að endurgjalda velvildina og velgjörðirnar, sinna okkar skyldum, en um leið gæta þess að við hvorki smitumst af bévaðri veirunni, né berum hana til annarra, sem hafa líka sínum mikilvægu skyldum að gegna. Það að stöðva útbreiðslu faraldursins krefst þess að við hættum að gera það sem okkur er svo tamt: Að eiga náin og góð samskipti við fólkið okkar, að faðma, snerta, hitta, heilsa og tala við augliti til auglitis. Við þurfum að fresta því að gera okkur glaðan dag með okkar góðu vinum, fresta matarboðum, tónleikum, ferðalögum eða út að borða. Það er náttúrulega ferlega skítt, því maður er manns gaman, og við viljum umgangast og hlú að því sem okkur þykir vænt um. En nú þurfum við að hugsa: Ég ætla ekki að smita neinn, og ég ætla ekki að smitast af neinum. Og það er bara gert með því að minnka snertingu og samskipti. Síðan, þegar veiruskrattinn er úr sögunni, þegar Þórólfur segir: „Nú erum við hólpin“ (sem mun gerast), þá vona ég að ég geti hitt ykkur sem flest, knúsað þá sem ég þarf að knúsa, tekið í hönd fólks og fagnað lífinu saman með ykkur, grillað, skálað og notið. Ég vona að við berum gæfu til að hegða okkur skikkanlega núna og öðlast frábærara líf framundan. Kæru samborgarar, njótið lífsins, í fálæti og einangrun og passið það sem ykkur er kærast (samt ekki með því að knúsa og kyssa) og við sjáumst hinu megin. Bestu þakkir.
Unnsteinn. (Millifyrirsagnir eru blaðsins).
6
F I M MT U DAG U R 2 . A PR Í L 2 0 2 0
Covidpistill sveitarstjóra Norðurþings númer 8 Kristján Þórs Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, birti sinn áttunda covidpistil s.l. þriðjudag: Öll hljótum við að fagna því að okkur Íslendingum virðist vera að takast hvað best upp við að sveigja hina margumræddu kúrfu af leið veldisvaxtar óhefts faraldurs. Hin einföldu ráð sem við beitum í formi sóttkvíar og einangrunar þeirra sem eru útsettir og eða smitaðir af kórónaveirunni eru einfaldlega að skila góðum árangri. Þetta eru góðar fréttir og hvetjandi, en verðum ekki værukær. Það er ánægjulegt að okkur hafi tekist að halda úti þjónustu grunn- og leikskóla í Norðurþingi með jafn litlum frávikum og raun ber vitni undanfarnar vikur. Gott skipulag, magnað starfsfólk og samstarfsfúsir foreldrar og forráðamenn barna eiga heiðurinn af því, sem og atvinnulífið hér í sveitarfélaginu sem að mínum dómi er að sýna æðruleysi, skilning hvað þessa skertu þjónustu varðar og dugnað við herfilegar aðstæður. Þakkir til ykkar allra. Fleiri börn eru að mæta í skólana og á leikskóla en í síðustu viku og ennþá er okkur að takast að halda starfseminni innan þeirra marka sem
Kristján Þór Magnússon.
samkomubannið setur. Mögulega þarf þó að grípa til frekari takmarkana, sérstaklega hvað leikskólann Grænuvelli varðar ef fram heldur sem horfir, en það verða næstu dagar einfaldlega að leiða í ljós. Því skal kom-
ið á framfæri hér að opnunartíminn á Grænuvöllum verður lengdur til kl. 16 frá og með morgundeginum, í stað 15:45. Þá er miðað við að allir séu komnir út úr húsi kl 16. Leikskólastjóri hefur sömuleiðis sent út tilkynningu til foreldra varðandi leiðréttingu gjalda vegna mars mánaðar sem og óskum til foreldra um að fyrirhugaðar breytingar á vistunartíma barna vegna covid-ástandsins verði tilkynntar fyrir 4. apríl n.k. Við höfum rætt það undanfarið að þótt enginn á byggðu bóli vilji taka þátt í þessu martraðar-maraþoni og enginn hafi undirbúið sig svo heitið geti fyrir þessi ósköp, þá er stólað á að við höfum úthaldið sem þarf til að ráða niðurlögum faraldursins. Sóttvarnarlæknir talaði á blaðamannafundinum í dag um þolgæði. Við þurfum að vera þrjósk og við þurfum að beita öllu því úthaldi sem við mögulega finnum innra með okkur til að hegða okkur í samræmi við ástandið þannig að þetta gangi hraðar yfir. Við erum mögulega hálfnuð í stranga ferl-
inu ef allt gengur upp. En ef við gefum eftir of snemma þá lengjum við einfaldlega þann tíma sem þetta tekur að ganga yfir. Tölum í okkur hugrekki og þor, úthald og seiglu, og högum okkur bara samkvæmt þeim ramma sem okkur er settur. Hann er skýr og það eiga allir að þekkja hann. Þótt ég mæli ekki sérstaklega með því að fólk velti sér of mikið upp úr fréttum frá þeim svæðum þar sem faraldurinn geisar hvað harðast nú, þá getur maður ekki annað en fyllst fullkomnu þakklæti fyrir skynsamleg en hörðum fyrstu viðbrögðum og samheldni allra Íslendinga við upphaf faraldursins hér. Maður fyllist angist yfir þeirri hræðilega erfiðu stöðu vina okkar, bræðra og systra í New York, í Bergamo, eða í Madrid. Það er ekki hægt að þakka nægjanlega vel fyrir þá staðreynd að hér sé faraldurinn ekki í jafn óviðráðanlegum vexti. Verðum ekki værukær.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri.
COVID-19 pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 27. mars:
Við munum rísa upp eins og fuglinn Fönix Kæru Mývetningar. Ég vil byrja á því að senda öllum þeim sem eru smitaðir af KOVID19 veirunni og eru í einangrun bestu batakveðjur. Vonandi náið þið ykkur sem allra fyrst. Einnig sendi ég öllum þeim sem eru í sóttkví bestu kveðjur, við erum afar þakklát hversu allir hafa brugðist vel við og sýnt ábyrgð í verki. Við hugsum til ykkar og ef við getum aðstoðað ykkur á einhvern hátt þá hikið ekki við að hafa samband við sveitarfélagið. Sveitarfélagið hefur lagt áherslu á öfluga upplýsingagjöf undanfarnar vikur og við munum halda því áfram. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk í morgun föstudaginn 27. mars var ekkert nýtt smit greint í Mývatnssveit annan daginn í röð sem er ánægjulegt. Staðfest smit eru því enn fimm talsins og eru allt starfsmenn á sama hóteli. Í morgun var reglulegur fundur almannavarna og aðgerðarstjórnar með sveitarstjórum. Alls eru 16 smit staðfest á Norðurlandi eystra og um 400 manns í sóttkví. Fram kom að afar mikilvægt er að virða þær reglur og viðmið sem sóttvarnalæknir hefur sett með fjarlægðamörk og samkomubann og forðast ber hópamyndun. Í gær hafði ég samband við for-
Þorsteinn Gunnarsson.
sprakka þess hóps sem var í Mývatnssveit á dögunum en um 20 manns í hópnum smituðust af KOVID-19 veirunni en ekki vitað hvar það var. Nokkur fjölmiðlaumræða hefur verið um dvöl hópsins sem var hér að njóta náttúrunnar áður en samkomubann var sett á. Fyrir hönd Mývetninga bað ég forsprakka hópsins fyrir bestu batakveðjur til þeirra og vonandi sjá-
um við þau sem fyrst aftur í Mývatnssveit. Veikindin hafa lagst misþungt á hópinn, sem fyrir utan veikindin var hæstánægður með dvölina hér. Þetta eru stórfurðulegir tímar en ég er þakklátur Mývetningum fyrir samstöðuna og góðar kveðjur. Sveitarfélagið hefur fengið ýmis erindi og verkefni inn á sitt borð að undanförnu sem við höfum þurft að takast á við og höfum reynt að leysa á farsælan hátt við krefjandi aðstæður. Að loka skólunum og íþróttahúsinu var hárrétt ákvörðun að mati okkar í viðbragðsteyminu, sveitarstjórn og hjá forstöðumönnum. Við þekkjum okkar nærumhverfi hvað best og hér sköpuðust sérstakar aðstæður þegar nokkur smit greindust í einu. Við því varð að bregðast strax. Ég ítreka þakklæti okkar til starfsfólks sveitarfélagsins, íbúa og atvinnurekenda fyrir ábyrg vinnubrögð, yfirvegun og skynsemi. Fyrstu aðgerðir sveitarstjórnar Skútustaðahrepps til viðspyrnu vegna KOVID-19 voru kynntar síðasta miðvikudag. Mývetningar eru hvattir til þess að kynna sér þær vel. Sveitarfélagið mun leggja sitt af mörkum eins og kostur er. Verið er að greina betur stöðuna og þar er m.a. beðið eftir
nánari viðmiðum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þá fundaði ég með sveitarstjórum í Þingeyjarsýslum ásamt formanni Framsýnar og atvinnurekenda í morgun til að fara yfir stöðuna. Sveitarfélögin eru í svipuðum aðgerðum. Fram kom að mikilvægt er að veita erlendu verkafólki góðar upplýsingar um stöðuna og rétt sinn. Hefur sameiginlegum fjölmenningarfulltrúa Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Norðurþings verið falið að koma þeim upplýsingum á framfæri. Höggið á allt atvinnulíf á svæðinu er afar þungt og sér ekki fyrir endann á því. En ég er sannfærður um að varnaraðgerðir sóttvarnarlæknis muni skila sér vel og Ísland muni rísa hratt upp eins og fuglinn Fönix. Þegar heimsbyggðin gægist undan smitfaraldrinum og hjól atvinnulífsins fara að snúast á ný verði Ísland með allt sitt víðerni og einstöku náttúrufegurð með eftirsóttustu áfangastöðum heims. Við þurfum því að þreyja þorrann og standa saman fram að því. En það getur tekið sinn tíma. Gangi ykkur vel.
Tra u stu r ba k h j a r l !
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.
SK A RPUR
F I M MT U DAG U R 2 . A PR Í L 2 0 2 0
7
Þ I NGEY I NGUR í þaula Uppáhalds fjölmiðlar: Reyni að skanna allt sem ég kemst í með gagnrýnum huga. Tónlistarfólk sem þú hefur mætur á: Tónlist er næring sálarinnar og það er misjafnt hvers hún þarfnast. Ég er alger alæta eftir atvikum, en Valdimar, Ragnheiður Gröndal, Skálmöld, Megas, Helgi Björns og Herra hnetusmjör komast stundum á dagskrá af íslensku tónlistarfólki. Af erlendu er ég mikill Pink Floyd maður, en svo leyfi ég oft bara topplistum líðandi stundar að malla í eyrunum. Áhrifavaldar í lífi og starfi: Þeir eru fjölmargir og eiga það flestir sameiginlegt að vera ekki „samfélagsmiðlastjörnur“. Upp í hugann kemur fyrst frúin og fjölskyldan, en ég hef verið ótrúlega lánssamur með samferðamenn í hinum ýmsustu störfum. Þetta fólk einkennir það sem ég nefndi hér að ofan: Heiðarleiki, vinnusemi og áræðni. Nafn, aldur og heimilisfang: Helgi Héðinsson, 31 árs, búsettur að Geiteyjarströnd 1 við Mývatn.
Uppáhaldsleikarar: Ólafur Darri, Ingvar E og Hilmir. Svo klikkar Tom Hanks sjaldan.
Heimilishagir og fjölskylda: Trúlofaður Rannveigu Ólafsdóttur.
Íþróttamenn til eftirbreytni: Allir sem ná á toppinn í hverju sem það kann að vera. Slíkt krefst gríðarlegra fórna, stefnufestu og aga. Tom Brady er líklega efstur á blaði, enda afrek hans með algerum ólíkindum.
Foreldrar: Héðinn Sverrisson og Hulda Finnlaugsdóttir. Starf og fyrri störf: Framkvæmdastjóri Geiteyjar / oddviti Skútustaðahrepps / stjórnarmaður í Sparisjóði Suður-Þingeyinga / stundakennari við HÍ. Áhugamál: Útivist og veiðiskapur. Hvoru tveggja í mjög víðum skilningi. Dýr sem þú kannt að meta: Kann að meta öll dýr, en hef sérstakar mætur á hundum, hestum og húsöndum. Fólk sem þú hefur velþóknun á: Ég geri almennt litlar kröfur til annarra en það sem ég kann helst að meta í fari fólks er heiðarleiki, vinnusemi og áræðni. Hvað skortir Þingeyinga helst: Fleiri Þingeyinga. Sögupersónur sem þú hefur gaman af: Allir sem eru þeir sjálfir. Bjartur í Sumarhúsum og góði dátinn Svejk koma upp í hugann, þó líklega hafi þeir átt fátt sameiginlegt. Svo hef ég sérstaklega gaman af geðvondum sögupersónum s.s. Sandor Clegane. Afslöppun: Lífið hefur uppá svo margt að bjóða eftir atvikum: Góð bók. Bjórkrús á sólarströnd. Veiðistöng. Gönguferð. Skrif. Kaffibolli og dagblað. Góður sjónvarpsþáttur.
Eftirminnilegustu eigin íþróttaafrek: Eftirminnilegast er líklega þegar ég lenti í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu í dorgarveiði hér á Mývatni. Ég er enn að jafna mig á þeim skandal! Annars eru það fjölmargar góðar stundir í handboltanum með Aftureldingu og á Selfossi.
Víglunds kemur oft með góða punkta og Brynjar Níels gætir þess að við töpum ekki húmornum þó einhverjum þyki hann talsmaður djöfulsins. Af erlendum er Churchill í miklu uppáhaldi í sögulegu samhengi, en Angela Merkel er líklega markverðust þeirra sem nú starfa á erlendum vettvangi að mínu mati. Félög sem þú styður: Hef einhverra hluta vegna verið Liverpool maður frá æsku, þó við höfum haft hægt um okkur síðust áratugi. Fylgist svo auðvitað með mínum mönnum á Selfossi og Aftureldingu. Svo má nefna stuðning við félögin í héraðinu, hverju nafni sem þau nefnast. Draumabíllinn: Tesla model X Uppáhalds matur: Reyktur silungur, beint af ránni. Draumalandið: Ísland.
Blankalogn, stórfenglegt sólarlag, góður félagsskapur og veiðistöng. Hvað áttu ógert: Fjölmargt og flest af því ekki í frásögur færandi. Mottó: Amma heitin, Hólmfríður í Víðihlíð, lagði mér línurnar í æði mörgu og þessi vísa, sem hún laumaði í afmæliskortið á þrettánda afmælisdegi mínum kom upp í hugann. Hart er lífið Helgi minn, haltu kúrs og vertu glaður, þig gæfan leiði sérhvert sinn, sannlega ertu góður maður Eitthvað að endingu: Á þessum skrítnu tímum reynir á okkur að standa saman og hugsa sérstaklega vel um þá sem eiga undir högg að sækja. Gerum meira en gott þykir til að aðstoða. Tökum upp símann og gleymum því ekki að vorið er á næsta leiti.
Besti staður/staðir á Íslandi: Mývatn síðla kvölds að sumarlagi.
Fréttaskot úr fortíðinni
Í fréttum fyrir aldarfjórðungi – 6. apríl 1995 -
Alveg voðalegt vinstra vor!
Uppáhalds sjónvarpsefni: Heimildarefni hvers konar. Ef ég vil týna mér í draumheimi þá er ágætt að setja á Game of Thrones eða Lord of the Rings. Þingeyingur/Þingeyingar allra tíma í fortíð eða nútíð: Allir sem höfðu kjark og þor til að standa gegn virkjanaráformum í Laxá. Hvað tækirðu helst með þér til langdvalar á eyðieyju: Veiðistöng. Reyndar allt úr veiðikompunni, til öryggis. Líklega yrði ég fyrst að skreppa í Hlað. Frambærilegustu stjórnmálamenn, íslenskir og erlendir: Af þeim sem nú starfa. Allir sem tileinka sér heiðarleika, vinnusemi og áræðni. Af innlendum þá þykja mér ráðherrar Framsóknar standa sig með mikilli prýði þ.e. Sigurður Ingi, Lilja Alfreðs og Ásmundur Einar. Þorsteinn
Hákon Aðalsteinsson á góðri stund ásamt öðrum heimsfrægum hagyrðingi, Ómari Ragnarssyni.
Kosningaauglýsingar dynja á þjóðinni þessa dagana og mikið slagorðafargan í gangi. Það er m.a. mikið hamrað á „Vinstra vori!“ Hákon Aðalsteinsson er reyndar þeirrar skoðunar að undanfarna mánuði hafi einmitt ríkt „vinstra vor“ í veðurfarinu á Íslandi, enda veður
sjaldan verið verra og leiðinlegra. Hann vonast því til að þessu fari nú senn að ljúka og kveður:
Eflaust fellur allt úr hor, illa flestum gengur, ef að þetta vinstra vor varir mikið lengur.
8
F I M MT U DAG U R 2 . A PR Í L 2 0 2 0
Tra u stu r ba k h j a r l ! ÞING EYS KUR FR É TTAM I Ð I L L
Tilkynning frá viðbragðsteymi Skútustaðahrepps:
Þekkingarnet Þingeyinga:
Leikskóli, grunnskóli og íþróttamiðstöð lokuð fram yfir páska
Fjölmargt í gangi
Hrími slungin híbýli Þekkingarnetsins fyrir skömmu. Mynd: ÞÞ Í Mývatnssveit. Mynd: Hörður Jónasson.
Á fundi viðbragðsteymis og forstöðumanna Skútustaðhrepps 30. mars kom fram að ekkert nýtt smit hefur greinst í Mývatnssveit síðustu daga. Því eru enn fimm staðfest smit og viðkomandi einstaklingar í einangrun. Hins vegar fjölgar smitum á landsvísu og á Norðurlandi eystra. Eins og Mývetningum er kunnugt um var skólastarf fellt niður í síðustu viku og íþróttahúsinu lokað. Á fundinum var eftirfarandi ákvörðun tekin varðandi framhald skólastarfs: „Enn liggur fyrir mikið óvissuástand í samfélaginu og okkar nærumhverfi. Til þess að halda áfram að gæta ítrustu varúðarráðstafana gagnvart viðkvæmustu íbúum sveitarfélagsins, til að forðast frekari smithættu
og til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirusmits, hefur sú ákvörðun verið tekin að Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur verði lokaðir fram að páskum. Sama gildir um íþróttahúsið. Væntanlega verður ákveðið í dymbilvikunni hvenær skólahald leikskóla og grunnskóla hefst að nýju og hvenær íþróttamiðstöðin verði opnuð. Kennarar munu áfram halda úti fjarkennslu með verkefnum á þeim stafræna vettvangi sem þeir hafa valið en sú kennsla hefur gengið vel til þessa. Viðbragðshópurinn og forstöðumenn munu halda áfram að hittast reglulega, afla upplýsinga og endurmeta stöðuna hverju sinni og halda íbúum sveitarfélagsins vel upplýstum.“ JS
Það er margt í gangi hjá Þekkingarneti Þingeyinga þessa dagana. Eins og öllum er kunnugt hefur þurft að víkja tímabundið frá hefðbundinni útfærslu náms og námskeiða. Öll námsúrræði hafa nú verið færð í fjarlausnir með einum eða öðrum hætti. Jafnframt hefur Þekkingarnetið reynt að bregðast mjög skjótt við og setja nýja viðburði á dagskrá, bæði hagnýt námskeið og fróðleik sem og annað til að létta fólki lundina og verða til hvatningar. Það sem er helst í gangi um þessar mundir er eftirfarandi: Föstudagsgesturinn alla föstudagsmorgna í samkomubanninu kl. 10:00, með upplífgandi uppákomum í opnu streymi yfir netið. Svavar Knútur reið á vaðið og Tvíhöfði fylgdi í kjölfarið. Þeir félagar lentu því miður í veseni með hljóðið hjá sér og hafa því ákveðið að
Vetrarstilla á Raufarhöfn
Jónas Friðrik Guðnason tók þessa fallegu mynd í heimabæ sínum á dögunum.
mæta aftur til leiks í apríl. Nánari dagsetning verður auglýst síðar. Næsta föstudag mæta Vandræðaskáldin til okkar. Allar líkur á að það verði stórskemmtileg föstudagsheimsókn. Næstu vikur bjóðum við svo upp á fleiri námskeið í fjarfundi, t.d. Hamingjan sanna, Fjölmenning – ólíkar þjóðir, Að takast á við erfiða viðskiptavini. Einnig erum við á fullu í að skipuleggja fræðslu fyrir starfsfólk fyrirtækja og sveitarfélaga, því núna er einmitt góður tími til að efla alla fræðslu á vinnustöðum þar sem hefðbundin þjónusta liggur að miklu leyti niðri. Við á Þekkingarnetinu erum alltaf klár í allt. Hafið endilega samband. Ekki koma samt! Hac.is