2 minute read
Stáli frá Kjarri
IS1998187002
H E I Ð U R S V E R Ð L A U N
F Y R I R A F K V Æ M I
Litur: Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt (7500). Ræktandi: Helgi Eggertsson Eigandi: Helgi Eggertsson
Upplýsingar:
Stáli verður í húsnotkun og í hólfi í Kjarri í sumar. Upplýsingar um notkun veitir Helgi Eggertsson í síma 897-3318, netfang: kjarr@islandia.is. Heimasíða: kjarr.is
Galsi frá Sauðárkróki (8.44)
Jónína frá Hala (8.13) Kolskeggur frá Flugumýri
Mynd: aðsend
Ófeigur frá Flugumýri (8.19) Kengála frá Flugumýri Hervar frá Sauðárkróki (8.27)
Gnótt frá Sauðárkróki (8.1) Hrefna frá Sauðárkróki (8) Hrafn frá Holtsmúla (8.56)
Þokki frá Garði (7.96) Molda frá Ási I Óðinn frá Sauðárkróki (8.02)
Blökk frá Hofsstöðum Fluga frá Hofsstöðum
Umsögn úr afkvæmadómi:
Stáli gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Höfuðið er að jafnaði skarpt og þurrt en nokkuð ber á krummanefi og slakri eyrnastöðu. Hálsinn er fínlegur; grannur og klipin í kverk en bógar mættu vera skásettari. Bakið er afar breitt og vöðvað og baklínan er góð, lendin jöfn en stundum grunn. Afkvæmin eru sérstaklega léttbyggð og sívalvaxin en sum afturrýr og full grannbyggð. Fætur eru þurrir, sinar öflugar en sinastæði lítið. Réttleiki fóta einkennist af nágengni að aftan og útskeifni að framan. Hófar eru góðir; efnisþykkir og djúpir. Prúðleiki er afar slakur. Afkvæmin eru skrefmikil, mjúk og hágeng á tölti. Brokkið er skrefmikið en ekki rúmt. Stökkið er teygjugott en oft sviflítið og fetið takthreint en skrefstutt. Nær öll afkvæmi Stála eru alhliðageng og er skeiðgeta afbragð, bæði að rými og öryggi. Afkvæmin eru þjál og þéttviljug og fara vel með háum, rúmum hreyfingum. Stáli gefur þurrbyggð og fínleg hross. Flest eru þau alhliðagengir gæðingar með góðu tölti, mikilli framhugsun og frábærri skeiðgetu. Hæsti dómur (2006) og kynbótamat (BLUP) Knapi: Daníel Jónsson
Hæð á herðakamb: 140 cm. Höfuð 7.5 Skarpt/þurrt, Fínleg eyru, Krummanef, Slök eyrnastaða 87 Háls, herðar og bógar 8.5 Grannur, Mjúkur 102 Bak og lend 9 Breitt bak, Vöðvafyllt bak, Jöfn lend 109 Samræmi 9 Léttbyggt, Sívalvaxið 112 Fótagerð 7 Grannir liðir, Lítil sinaskil 88 Réttleiki 8 Framf: Fléttar - Afturf: Réttir 106 Hófar 8.5 Þykkir hælar, Hvelfdur botn 108 Prúðleiki 7.5 82 Sköpulag 8.26 105 Tölt 9 Rúmt, Skrefmikið 107 Brokk 8 Skrefmikið, Fjórtaktað/Brotið 100 Skeið 9.5 Ferðmikið, Öruggt 129 Stökk 8.5 Ferðmikið, Teygjugott 101 Vilji og geðslag 9.5 Fjör, Þjálni, Vakandi 112 Fegurð í reið 9.5 Mikil reising, Góður höfuðb. 108 Fet 8.5 Taktgott, Skrefmikið 94 Hægt tölt 8 105 Hægt stökk 8 Hæfileikar 9.09 115 Aðaleinkunn 8.76 115 Hæfileikar án skeiðs 105 Aðaleinkunn án skeiðs 106 Fj. skráðra afkv. þegar kynbótaútr. var gerður: 811. Fjöldi dæmdra afkvæma: 158.